Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 37
Baráttutæki öryrkja
Oryrkjar hér á landi búa við ákaflega léleg kjör og er í raun og veru haldið
á botni samfélagsins með því að hafa bætur þeirra svo lágar að þeir geti
aldrei um frjálst höfuð strokið, eða yfir höfuð leyft sér nokkum skapaðan hlut.
Öryrkjar eru mjög misleitur hópur og vonlaust verk að reyna að setja þá alla
undir sama hatt, eins og svo oft er gert. Það eru til öryrkjar sem búa alfarið á
stofnunum þar sem frumþörfum þeirra er sinnt, og þeir fá eitthvað smáræði í
vasapeninga. Það eru öryrkjar sem að hluta til eru tengdir stofnunum og fá
hluta af bótum greiddar. Það eru öryrkjar sem búa einir og fá fullar bætur,
öryrkjar sem búa með maka og börnum eða einungis með börnum sínum. Það
eru öryrkjar í foreldrahúsum, í leiguhúsnæði og t eigin húsnæði. Svona getur
þetta verið á alla lund og þarfimar jafn ólíkar og einstaklingarnir eru margir.
Kannski er það það eina sem öryrkjar eiga sameiginlegt, að þeir hafa af
ólíkum ástæðum skerta starfsorku. Á sumum má sjá að þeir eru af ein-
hverjum ástæðum öryrkjar, en svo eru aðrir sem manni mundi aldrei detta í
hug að nokkuð væri að. Það sem mér finnst einkenna þennan hóp hvað mest,
er að það virðist vanta baráttutæki til að ná fram betri eða öllu heldur
mannsæmandi lífskjörum. Kannski er það ekki til? Öryrkjar geta t.d. ekki lagt
niður vinnu og farið í verkfall. Það hlýtur að felast mikið umkomuleysi í því
að vera svona gersamlega upp á náð annarra komnir. Upp á náð stjórnmála-
manna og embættismanna sem eiga miserfitt og kannski aðallega erfitt með
að setja sig í spor annarra. Það þýðir ekki lengur að setja bara plástur á sárin.
Margrét Guðmundsdóttir.
allra heilla árnað og hamingju- og
velfarnaðaróskir flytur ritstjóri öllu
MS fólki og öðrum sem þarna eiga
væna vist. Óskin allra bezt er sú að
áfram skuli haldið í eining og af krafti
svo enn megi árangur sjá sem alltaf
áður.
Af hégómagimi sinni lætur ritstjóri
hér fylgja með sitt litla ljóð, sem segir
máske meira en mörg orð í máli löngu.
H.S.
Mynd í
örorkuskírteini?
Þvf ekki?
Eg hef leitt hugann að því hvers
vegna örorkuskírteini séu ekki
með mynd af korthafa, svona til að
taka af öll tvímæli, og ekki komist
að neinni sérstakri niðurstöðu. Ég veit
dæmi þess að öryrkjar eru að lenda í
stappi t.d. í apótekum og við að kaupa
strætisvagnakort, þar sem þeir eru
rengdir um að vera korthafar. Þar sem
þessi kort skipta miklu máli fyrir
viðkomandi korthafa, þegar um ýmis
útgjöld er að ræða, er í raun og veru
alveg undarlegt að ekki skuli vera
mynd í þessum skilríkjum, eins og t.d.
í ökuskírteinum fólks. Mér fyndist
full ástæða til að taka þetta mál upp í
tryggingaráði. Þetta er brýnt mál fyrir
öryrkja. Það er heldur leiðinlegt að
standa við afgreiðsluborð og þrasa við
starfsfólkið um það hver maður er. Og
jafnvel, eins og ég veit glöggt dæmi
um, að þurfa að bíða á meðan hringt
er niður í Tryggingastofnun til að
kanna hvort viðkomandi sé sá sem
hann segist vera. Þetta geta verið bæði
vandræðalegar og niðurlægjandi
uppákomur, svona svolítið eins og það
eigi að sjást glöggt á viðkomandi að
hann eða hún sé öryrki. Ég legg til við
viðkomandi ráðamenn að reynt verði
að breyta þessu, ég er viss um að það
er hægt með frekar lítilli fyrirhöfn.
Margrét Guðmundsdóttir.
Hlerað í
A: „Hvernig stóð á því, að þú hættir
að syngja í kirkjunni?" B: „Jú, sjáðu
til, mig vantaði einn sunnudag, en eftir
messu lýsti fjöldi kirkjugesta ánægju
sinni yfir því, að nú loksins væri þó
búið að gera við orgelið“.
*
Aldraður klerkur messaði eitt sinn í
kirkju, þar sem hann hafði á yngri
árum þjónað sem aðstoðarprestur.
Hann hóf ræðu sína með þessum
orðum: „Kæru bræður, það hryggir
mig að sjá hér fjarverandi mörg gömul
andlit, sem ég var vanur heilsa með
handabandi að lokinni messu“.
*
Frambjóðanda einum var borið á brýn
á fundi, að hann neyddi konu sína til
þess að hafa sömu stjórnmálaskoðun
og hann. Þessu svaraði frambjóðand-
inn þannig: „I fyrsta lagi hefi ég aldrei
reynt að hafa áhrif á skoðanir konu
minnar; í öðru lagi hefi ég aldrei talað
um stjórnmál við hana; í þriðja lagi
hefir hún ekkert vit á stjórnmálum og
minnist aldrei á þau; og í fjórða lagi á
ég alls enga konu“.
*
„Undarlegt er vatnið“, sagði karlinn.
„Þegar gat kemur á vatnskönnuna
streymir vatnið út úr henni, en þegar
hornum
gat kemur á skóna mína rennur vatnið
inn í þá“.
*
Okkur öllum heima þótti dæmalaust
leiðinlegt að þvo upp - mömmu líka.
Þess vegna gátum við aldrei skilið að
hún aftók alltaf með öllu að við
efnuðum okkur í uppþvottavél. Hún
var ófáanleg til að ræða það mál.
Okkur fannst þetta óskiljanlegt og út
í hött - þangað til við fórum í matar-
boð til frænku. Eftir matinn hjálpaði
mamma henni að bera fram og ekki
leið á löngu áður en hávær hlátrasköll
framan úr eldhúsi kölluðu okkur
þangað líka. Þá lágu þær báðar á
hnjánum fyrir framan uppþvotta-
vélina, mamma og frænka, og horfðu
í gegnum glerið í hurðinni. Frænka
var að útskýra fyrir mömmu að í upp-
þvottavélum væri það vatnið, sem
veltist um, en ekki þvotturinn eins og
í þvottavélinni fyrir fatnað.
*
Smásnáði teymdi asna fram hjá her-
búðum. Hermennirnirætluðu að gant-
ast við hann og einn þeirra hrópaði:
„Hvers vegna heldur þú svona fast í
bróður þinn, drengur?“ En snáðinn
ansaði af bragði: „Svo hann gangi
ekki í herinn“.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37