Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 44
Frá sögustund í Dagvist Sjálfsbjargar.
löggjafans varðandi tryggingamál
lífeyrisþega“.
I samræmi við síðustu málsgrein
samþykktarinnar mun Öryrkjabanda-
lagið hafa kannað forsendur fyrir
útreikningi hækkunarinnar og um það
segir svo í grein þinni á bls. 27 í 2.
tbl. 1995, (tilvitnanir innan gæsa-
lappa): „Þessi tenging (tenging bóta-
hækkana við hækkun almennra launa,
(innskot mitt)) hefur verið óumdeild
í túlkun og framkvæmd þegar um
prósentuhækkanir launa hefur verið
að ræða, en öðru máli gegnir nú þegar
krónutöluhækkun gildir o.s.frv.“.
essi túlkun er aldeilis óskilj-
anleg og ég mótmæli henni
harðlega. Fyrir slíkri túlkun er
enginn fótur í 65. gr. almannatrygg-
ingalaganna (sjá síðar) enda úti-
lokað að ekki sé hægt að hækka
lífeyrisgreiðslur um fasta krónutölu
með sama hætti og aðra launataxta.
Síðar segir í grein þinni: „Miðað
við hinn lága tekjugrunn öryrkja ætti
þessi krónutöluhækkun að skila sér til
fulls en því er nú ekki aldeilis að
heilsa“. Á þessa fullyrðingu, um
fulla hækkun fellst ég, enda er hún
í samræmi við mótmælaályktunina.
En síðar segir: „Þar kemur til sú við-
miðun lagaákvæðis að „vikukaup
verkafólks“ að meðtöldum bónus og
miðað við meðaltal í þokkabót skuli
gilda. Og með þessari viðmiðun fæst
prósentan 4,8 í stað þeirrar 7,4% sem
t.d. sá láglaunahópur fengi hjá ríkinu
með sama tekjustigi“.
Þessari staðhæfingu mótmæli ég
einnig harðlega, og tel að fyrir
henni séu engar forsendur og færi
ég fyrír því eftirfarandi rök: Samn-
ingarnir sögðu svo um hækkun launa:
„Frá undirskriftardegi samnings
þessa skulu öll mánaðarlaun og mán-
aðarlaunataxtar hækka um kr. 2.700“,
og „til viðbótar almennri hækkun
samkv. 1. mgr. hækka lægri launa-
taxtar sérstaklega um kr. 100 fyrir
hverjar 4.000 krónu sem taxtinn er
lægri en kr. 84.000. Hér er hvergi talað
um bónus eða álagsgreiðslur né
minnst á nokkur meðaltöl, enda voru
samningar þessir láglaunasamningar
sem tryggja áttu hækkun lægstu kaup-
taxta í þjóðfélaginu og þar á meðal
samsvarandi hækkun lífeyrisgreiðslna
almannatrygginga, enda hljóðar 65.
grein þeirra laga nr. 117/1993 svo:
„Nú verður breyting á viku-
kaupi í almennri verkamannavinnu
og skal ráðherra þá innan sex
mánaða breyta upphæðum bóta
samkvæmt lögum þessum og
greiðslum samkvæmt 59. gr. í sam-
ræmi við það“.
Ef menn eru í einhverjum vafa um
það hvað vikukaup er mikill hluti af
mánaðarlaunum, þá ber að deila með
meðaltalstölunni 173,33 í mánaðar-
launin og fæst þá tímakaup í dag-
vinnu, sem margfaldast með 40, þar
sem löggilt dagvinnuvika er 40
stundir.
Næst segir þú í nefndri grein:
„Þetta (hækkunin) átti jafnvel að
vera 4,3% skv. hinum beinhörðu
undarlegu útreikningum, en þökk sé
þeim ASÍ-mönnum þó fyrir hálfa
prósentið“.
Til að forðast allan misskilning, þá
geri ég mér grein fyrir því að hér ert
þú að túlka orð og útreikninga ASI-
manna, sem segir þá í leiðinni að þeir
beri á einhvern hátt ábyrgð á þessum
4,8% útreikningi á hækkun lífeyris
samanber fyrmefnda reglugerð.
Sé svo finnst mér það firra að
þakka þeim, heldur tel ég að sam-
tökin eigi að víta það harðlega að
alþýðusamtökin skuli ekki halda
betur á rétti lífeyrisþega og tryggja
þeim sömu kjarabætur og öðrum,
bætur í samræmi við gerða samn-
inga og lagaákvæði.
Öllum má vera ljóst að sam-
kvæmt samningum og lagaákvæð-
um bar að greiða lífeyrisþega sem
hafði óskertan grunnlífeyri og
tekjutryggingu, þá kr. 35.013, fulla
launahækkun kr. 2.700 sem fasta
grunnhækkun og kr. 1.000 í lág-
launabætur. Samanber kauptaxta
Verkalýðsfélagsins Einingar á Akur-
eyri voru t.d. byrjunarlaun almenns
kauptaxta verkafólks fyrir kjarasamn-
ingana kr. 43.116 og hækkuðu í kr.
46.838, eða um kr. 3.722.
Allt tal um bónusgreiðslur og
meðaltöl er því eintóm firra og reikni-
kúnst til að hafa af lífeyrisþegum
samnings- og lögbundnarkjarabætur.
Ekki er hægt að ljúka þessum
tilskrifum án þess að minnast á þátt
ráðherra heilbrigðis- og trygginga-
mála í því að hlunnfara lífeyrisþega
um lögbundna launahækkun.
Fyrrnefnd mótmælaályktun fjall-
aði aðeins um þá skerðingu sem
sá yrði fyrir er nyti allra fjögurra bóta-
flokka trygginganna, þ.e.a.s. grunnlíf-
eyris, tekjutryggingar, heimilisupp-
bótar og sérstakrar heimilisuppbótar,
og byggði því á þeim forsendum
sem útreikningur á kjarabótum til
lífeyrisþega hefur farið eftir í
Tryggingastofnun ríkisins, sem er
rangur. Með útdeilingu hækkunar-
innar á þessa fjóra bótaflokka er
ekki verið að leita eftir réttlátari
skiptingu, heldur að spara út-
greiðslur og koma í veg fyrir að líf-
eyrisþegar fái þann hlut sem þeim
ber. Ef rétt væri skipt á hækkunin
eingöngu að greiðast út á grunn-
lífeyrinn og tekjutrygginguna
vegna þess að það eru bótaflokkar
sem allir lífeyrisþegar eiga rétt á.
Hinir flokkarnir, heimilisuppbót og
44