Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 46
• í B RENNIDEPLI
Núverandi ríkisstjórn hefur kynnt
nokkuð þann staðfasta ásetning
sinn að stefna megi sem fyrst að
hallalausum fjárlögum og í því
sambandi tæpt á nokkrum leiðum að
því marki.
Allt er þetta óljóst enn, en auðvitað
munu fjárlög næsta árs gefa ákveðinn
grunntón í þessum efnum. Frumvarp
til þeirra fjárlaga mun fram komið
þegar þetta tilskrif kemur fyrir sjónir
lesenda og verður forvitnilegt að sjá
hverju þar vindur fram og hver leið-
arvísir það verður um áherzlur stjórn-
valda á þessu kjörtímabili.
Það þarf engan að undra þó bæði
trygginga- og heilbrigðismál heyrist
nefnd þegar að hallalausum fjárlögum
skal stefnt, svo drjúgur hluti ríkis-
útgjalda sem felst í þessum tveim
málaflokkum.
En vissulega setur um leið að
manni nokkurn ugg um það, að eins
og stundum áður, þá verði helzt horft
til þessara málaflokka þegar marg-
frægan spamað skal framkvæma eða
þegar niður skal skera það sem út af
stendur.
Hitt vona ég að ráðamenn viti, að
það stendur nákvæmlega ekkert út af
hjá miklum fjölda lífeyrisþega, að þar
er víða við sultarmörk lifað m.a.s. á
hagfræðilegan mælikvarða.
Því skal ekki trúað að nú verði enn
höggvið í þann knérunn að horfa fyrst
til fjárfrekra málaflokka án tillits til
þýðingar þeirra fyrir fjöldann, án
tillits til þeirra bráðbrýnu þarfa sem
þar verður að sinna sem allra bezt.
Svo vandmeðfarin og viðkvæm
eru öll þessi mál að þar þarf með
fyllstu gát að fara.
Varðandi tryggingamálin þá verð-
ur vart öðru trúað en stjórnvöld
geri sér þess glögga grein hversu lágur
tekjugrunnur alltof margra lífeyris-
þega er og þar er einmitt þörfin mest
að koma hinum margrómaða efna-
hagsbata alla leið til skila og skipta.
Flver skerðing á þeim bæ hefur
skortinn að fylginaut. Stjórnvöld gera
sér vonandi einnig góða grein fyrir
því, hvert hlutverk bíður þeirra að fá
jafnar skipt þeim mikla þjóðarauði
sem sannarlega er til staðar.
Vandaverk vissulega en nauð-
synjaverk eitt hið mesta í samfélags-
málum okkar.
I ávarpi landlæknis annars staðar í
þessu blaði segir hann að heilbrigðis-
málin og þá um leið tryggingamálin
að sjálfsögðu megi aldrei lúta lög-
málum markaðshyggjunnar, slíkt sé
einfaldlega eðli þeirra.
Þessi sannindi er stjórnvöldum á
hverjum tíma hollt að hafa í huga.
Fyrr á þessu ári skilaði nefnd á
vegum félagsmálaráðuneytisins
frá sér ítarlegu áliti um atvinnumál
fatlaðra. Nefndarálitið fjallar þannig
um þessi mál allt frá möguleikum
afþreyingar sem þeir höfundar þar
nefna iðju og yfir til fullrar atvinnu-
þátttöku. A vinnslustigi þessa álits
fékk Öryrkjabandalag íslands það til
umfjöllunar og ýmsar ábendingar og
athugasemdir komu þar fram, sumar
komust alla leið inn í álitið, aðrar náðu
ekki náð höfunda eins og gengur. Um
þetta álit hefur enda verið fjallað vel
og rækilega af fulltrúa Öryrkjabanda-
lagsins í nefndinni, Kristjáni Valdi-
marssyni, sem hefur ítrekað gert
þessum málum mjög góð skil hér í
blaðinu. Flér gildir auðvitað eins og
alltaf hvað gert verður með þetta vel
unna álit sem á svo mörgu tekur.
Verður það nýtt til framhaldsvinnu
þann veg, að áformin í álitinu megi
komast til fullrar framkvæmdar eða
verða örlög þess að geymast í skúffum
ráðuneytisins ásamt ótölulegum
öðrum af ýmsu tagi?
Eitt er víst að ef vilji er fyrir hendi
má smíða væn vopn úr mörgu því sem
álitið inniber til hagsbóta fyrir hin
ýmsu stig atvinnumála fatlaðra.
Félagsmálaráðherra er vissulega
treyst hér til viturlegra verka í
kjölfarið, því miklu skiptir að svo
ágæt forvinna sé ekki látin forgörðum
fara.
En um leið leitar hugurinn til hins
almenna ástands á vinnumarkaðnum
og þess alltof mikla atvinnuleysis sem
þar virðist vera komið til að vera. Þar
er hlutverk stjórnvalda mikið og
örðugt um leið að finna sem allra flest-
um vinnufúsum höndum framtak gott
til iðju og athafna.
Hitt er morgunljóst að erfiðara -
mun erfiðara verður að hrinda
áformum í áliti nefndarinnar í fram-
kvæmd ef almennt ríkjandi atvinnu-
leysi er í landinu.
Þess verður æ oftar vart að atvinnu-
leysið nú bitni á öryrkjum, þó ekki sé
enn unnt að fullyrða að atvinnuleysið
bitni í ríkari mæli á öryrkjum en öðr-
um. Sú er þó alltaf hættan á þegar til
lengri tíma er litið og um langvinnt
ástand verður að ræða.
Eitt er vitað að án beinna og
markvissra aðgerða í atvinnumálum
verður ekki gegn rótum vandans ráð-
izt - því fyrr - því betra.
Við skulum því vona að allir legg-
ist á eitt til aðgerða svo útrýma megi
46