Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. TÖLUBLAÐ 11. ÁRGANGUR 1998 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGI SELJAN Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Forsíðumynd: Sigurður Jónsson. Aðrar ljósmyndir: Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstjóra Ort líða árin og ellefti árgangur að baki í sögu þessa Fréttabréfs. Þessi 44 eintök þess bera vissulega misjafnan blæ, en nú um stundir eru þrír fastir liðir sem setja svip á hvert blað, en það er viðtalið, viðhorfsgrein í opnu og svo sá þáttur sem lífsseigastur hefur orðið og bernafnið: I brennidepli. Akveðinnkjarabaráttu- blær hefur meira og minna sett mark sitt á blaðið sem betur fer, enda hafa meginviðfangsefni daganna snúið að kjaramálum í víðastri merkingu. Þar er enn að alltof mörgu að hyggja og hæst ber þar hækkun þess kjaragrunns sem öryrkjar búa við í dag og nær hvergi nærri lágmarkslaununum í landinu. Vel að merkja kostar það ekki mikil nettóútgjöld fyrir ríkið að færa kjaragrunninn — bótaflokkana fjóra — upp fyrir þau 70 þús. krónur á mánuði sem hlýtur að teljast sanngjarnt og sjálfsagt. Þess vegna spyr rnaður sig oft hvers vegna í ósköpunum þetta er ekki gjört. Árekstrar skerðinga vegna tekna við tryggingabætur eru svo skelfilegir að fjöldi öryrkja leggur ekki út í það að reyna fyrir sér á vinnumarkaði, sjáandi það að ávinningur verður enginn þegar allt er talið. Þegar lög segja skýrt og skorinort að tekjur lífeyrisþegans eins skuli skerða þá skýtur það alvarlega skökku við að inn í þá skerðingu skuli tekjur maka teknar jafnrækilega sem raun ber vitni. Málefni dagsins eru því mörg og mikilvægt að unnið sé hvarvetna sem allra best með hag hinna verst settu að vegvísi. í hönd fer hátíð Ijóss og friðar, hátíð barnsins í okkur öllum. Megi jólahátíðin færa lýðum frið í hjarta og farsæld á veraldarvegi. Gleðileg jól Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra...............................2 Skrefin framundan...........................3 Ef þú ert heilbrigður.......................4 Asperger-heilkenni .........................9 Aðalfundur ÖBÍ............................ 10 Grátt gaman Jóns Hlöðvers ................ 13 Af stjórnarvettvangi...................... 14 Hlerað í hornum......... 15 17 34 41 42 45 49 Eftirhreytur.............................. 15 10. október............................... 16 40 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna... 18 Ur minningaþáttum Bergs................... 19 Tvö ljóð...................................20 Kynning framkvæmdastjóra...................21 Þögul mótmælastaða við Alþingi.............22 Ur hugarfylgsnum...........................23 Vissir þú?.................................24 Viðhorf á afmælisári.......................26 Hússjóður Öryrkjabandalagsins 1998........ 28 Handbókarkynning...........................28 Alyktanir aðalfundar.......................29 Ásta B. Þorsteinsdóttir - minningarorð....30 Frjálst val................................31 Kærur og kvartanir........................31 Álfarnir hennar ömmu......................32 Á jaðrinum................................34 MS félag íslands 30 ára...................35 Skýrsla Hringsjár.........................36 Nýr félagsmálafulltrúi ÖBÍ................37 Málþing LHS...............................38 Ályktun formannafundar VMSÍ...............39 Formenn aðildarfélaga ÖBI.................39 Mannréttindi heyrnarlausra................40 Stefnumótun í málefnum geðsjúkra..........41 Jólaminningar úr fórum Halldóru...........42 Vinur í grennd............................43 Ryksuguríma...............................43 Tvö Ijóð Ingibjargar Þorgeirsdóttur.......43 Hátíð vegleg og vönduð....................44 Örviðtal við Ragnar Magnússon.............45 Til Sjálfsbjargar.........................45 31. þing SÍBS.............................46 Lausavísur úr lausu lofti gripnar.........46 Samráðsnefnd við Tryggingastofnun.........47 Myndarleg útgáfa MND félagsins............47 Fáeinir fróðleiksmolar....................48 Stjórn ÖBÍ 1998-1999......................49 I brennidepli.............................50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.