Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 32
Asta Magnea Sigmarsdóttir: Álfarnir hennar ömmu Allir afar í heiminum eru sér- stakir, allar ömmur í heim- inum eru sérstakar, hún amma mín er þó sérstökust. Mér hefur alltaf fundist ég eiga fallegustu, bestu og skemmtilegustu ömmu í heimi og virðu- legasta og gjaf- mildasta afann. Það árabil, sem égbjóhjáafa og ömmu í Silf- urtúni í Garða- hreppi (nú Garða- bæ), og svo sá tími á sumrin sem Sigmarsdóttir ég fékk að dvelja hjá þeim, eftir að fjölskylda mín flutti austur á Reyð- arfjörð, virðist hafa verið eitt samfellt ævintýri, svona í minningunni. Amma hafði sérstakt lag á að breyta hversdagslegustu hlutum í ævintýri og leiki. Umsjón og eftirlit með litlu ömmubarni, - sem vildi gera hlutina eftir sínu höfði og þurfti að læra hvar mátti ekki vera og hvað mátti ekki gera - gekk ljúflega og átakalaust fyrir sig. Ég breyttist t.d. ósjaldan í ekta ævintýraprinsessu á matmálstímum. Ævintýraprinsessur borða nefnilega matinn sinn án þess að mögla og viðhafa góða borðsiði. Amma var þrælskyggn og sá því eitt og annað sem öllu venjulegu fólki er hulið, t.d. álfa en þeir voru óspart notaðir til aðstoðar við að hafa hemil á mér meðan ég var á rannsóknaraldr- inunt. Stóru fallegu blómin hennar ömmu voru ákaflega freistandi fyrir litlar hendur. Það var svo gaman að gramsa í mjúkri moldinni með fingrunum - moka kannski bara pínulítið út á gólf - og stundum villtust puttarnir í blöðin á blómstönglinum, toguðu óvart of fast í, þannig að blöðin “duttu” af eða rifnuðu eftir endilöngu. En þessari iðju hætti ég snarlega eftir að amma sagði mér frá öllum blómálfunum sem búa í hverju blómi, þessum pínu, agnarsmáu lífverum, sem dansa og leika í blómunum allan daginn, ánægðar og hamingjusamar, svo fremi sem hugsað er vel um heimili þeirra og farið um nærfærnum höndum. Svo átti amma auðvitað búálf. Hann bjó á mjög hentugum stað í húsinu að mati ömmu, en ekki mínu. Þessi elskulegi, síðskeggjaði karl bjó í forstofunni, en þaðan var ekki bara leiðin út á veröndina heldur líka leiðin inn í svefnherbergi ömmu og afa - hvar amma geymdi stóra, bleika saumakassann sinn með öllum for- vitnilegu leynihólfunum - og þaðan var leiðin inn á “kontórinn” hans afa, en þar freistuðu risastórt skrifborð og bókahillur fullar af fallegum og for- vitnilegum bókum. En það tók fyrir allar tilraunir mínar að vera í sjálfsmennsku á þessu svæði eftir að amma sagði mér frá búálfinum og því hlutverki hans að gæta útidyranna, svefnherbergisins og kontórsins. Við urðum að sýna búálf- inum fyllstu virðingu og varast að skaprauna honum með einum eða öðrum hætti, því vísast myndi hann þá fara í fýlu og jafnvel tlytja burtu, til einhverrar annarrar fjölskyldu og þá yrði húsið okkar óvarið gegn hvers konar óþurftalýð. Já, það var vissara að fara að öllu með gát í forstofunni. Þá var það gangurinn fram í búrið og þvottahúsið. í þvottahúsinu voru stórar og varhugaverðar vélar og sjálf miðstöðin! Þetta hættulega svæði varð að verja sérstaklega vel fyrir for- vitna ömmubarninu, svo það færi sér ekki að voða í hugsanlegum rann- sóknarleiðangri í þvottahúsið eða freistaðist til að láta greipar sópa um góðgætið í búrinu. Svo auðvitað var settur vörður við ganginn, hann bjó uppi á miðstöðvar- ofni miðja vegu milli búrsins - sem haft var læst - og þvottahússins. Ekki var vörður þessi af álfakyni, miklu heldur átti hann ættir að rekja til trölla, svo ófrýnilegur var hann, grettur og boginn með hárstrý sem stóð út í allar áttir. Og hann var öllum sýnilegur, ekki bara ömmu og mikilvægur var hann líka. Það var nefnilega ekki nóg að amma gæfi samþykki sitt, ef mig 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.