Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 34
A JAÐRINUM Boðað var til ráðstefnu að Hótel Sögu þann 23. október s.l. Ráðstefnan var haldin að til- hlutan Félagsmálastofnunar Reykja- víkur, Félagsvís- indadeildar Há- skóla Islands og Rauða Kross Islands. Tilefnið var að ræða um aðstæður og kjör þeirra sem af ýmsum ástæð- um geta ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra, vegna áfalla sem þeir hafa orðið fyrir og þurfa fjárhagslegrar aðstoðar við. Margir ágætir fyrirlestrar voru fluttir og flytjendur fræddu ráðstefnu- gesti um þekkingu sína og rannsóknir á fátækt, og um íslenska rannsókn sem gerð hefur verið um konur í minni- hlutahópum. Meðal annars var rætt um umfang fátæktar hér á landi og afleiðingar. Hvernig efnahagslegt framlag sam- félagsins til þeirra einstaklinga sem lent hafa í fjárhagslegum vanda vegna sjúkdóma, langvinns atvinnuleysis eða annarra aðstæðna, getur orðið til þess að ýta fólki út “á jaðarinn”. Hvernig efnahagslegar aðstæður halda stórum hópum fólks fyrir utan venjulegt samfélagsmunstur með of naumu fjárhagslegu framlagi. Nokkuð stór hópur í þjóðfélag- inu er einhvern tímann á ævinni fátækur. Sem betur fer oftast í skamman tíma, en það er alvarlegt að 7.000 til 8.000 íslendingar skuli búa við viðvarandi fátækt. Aumliðnum árum hafa ýmsar kannanir verið gerðar sem sýnt hafa að fátækt er til í okkar landi. Því miður hafa stjórnvöld lítið brugðist við og einstaka menn telja það eðlilegt ástand að fátæktar gæti í þjóðfélaginu, þrátt fyrir alla velmegun og batnandi afkomu hvort heldur er litið til fyrirtækja eða ríkisfjárhirslunnar. Samkvæmt skattframtölum 1988 voru 17 - 20% framteljenda undir fátæktarmörkum. Ætla má að ástandið hafi batnað eitthvað allra síðustu ár með minnkandi atvinnu- leysi. Svipað ástand var í Danmörku fyrir 20 árum en síðan hefur bilið á milli afkomu þeirra sem njóta opin- bers fjárhagsstuðnings í löndunum breikkað, þar eru Danir komnir langt fram fyrir Island í stuðningi við sitt fólk. Það kom einnig fram að 20% af þeim sem höfðu tekjur undir fátæktarmörkum á árinu 1988 voru einhleypingar, fleiri konur en karlar voru í þeim hópi. Samkvæmt þeim könnunum sem síðar hafa verið gerðar kemur fram að 2-3% þjóðarinnar telst fátæk og hefur lifað við viðvarandi fátækt um árabil. s Aárunum 1996 - 1997 var rann- sókn unnin á vegum Félags- vísindastofnunar Háskólans þar sem leitast var við að varpa ljósi á aðstæður þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð til langs tíma í Reykjavík. Skýrsla um þessa rannsókn er væntanleg. Það kemur í ljós að Islendingar eru ekki mikið fyrir að bera aðstæður sínar á torg. I könnun sem gerð var samtímis á öllum Norðurlöndunum kom fram að fátækir Islendingar neita sér oftar um hluti en aðrar norrænar þjóðir, að 67% neituðu sér um hluti eins og gjafir, bíó- ferðir og annað fimm sinnum eða oftar á því tímabili sem könnunin náði yfir. Þetta hlutfall er miklu, miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum. Aftur á móti þegar spurt var hvort fólk teldi sig fátækt snérist dæmið alveg við og 67% Islendinga taldi sig ekki fátæka þrátt fyrir þann mikla mismun sem kom fram um kaupgetu á ýmsum veraldlegum hlutum. Hjá þeim hóp sem fátækastur er koma fram ýmsir kvillar sem reynst gætu þjóðinni dýrir hvað varðar almennt heilbrigði. í 30% tilfella koma fram hjartsláttartruflanir, 74% hafa fengið kvíðaköst, 50% þjást af svefn- leysi og 68% finna fyrir depurð. Við þetta má svo bæta einni könnun enn sem gerð var á vegum landlæknis- embættisins, þar kemur fram að u.þ.b. 1/3 sjúklinga sem spurðir voru, fresta eða hætta við heimsókn til læknis eða að kaupa lyf. Guðríður Ólafsdóttir. Hlerað í hornum Kona ein var lengi búin að kvíða því að fara til geðlæknis vegna ákveðinna vandamála. Svo gekk allt að óskum hjá geðlækninum og þá sagði konan við geðlækninn: “Ja, þar fór nú mikill kvíði fyrir lítið.” oooooo Tveir menn töluðu sarnan og annar sagði hinum að kona sín hefði verið jómfrú þegar þau kynntust. Þá svaraði hinn: “Ja, mín var nú bara læknaritari.” oooooo Jón sagði Gunnari frá því að hann hefði vaknað um eittleytið um nóttina við einhvern grunsamlegan hávaða úti í garðinum og þegar hann fór að gá að því hvað ylli þessu þá sá hann par bak við runna í rammasta ástarleik. Gunnar spurði hvað hann hefði gert og Jón sagðist hafa sótt fulla vatnsfötu og skvett úr henni yfir parið. “Og hvað sagði konan þín?”, spurði Gunnar. “Hún sagði ekki neitt, enda kom hún ekki úr saumaklúbbnum fyrr en tvö, hundblaut.” oooooo Eldgömul gáta er til um tóbaks- baukinn og er svona: Hver er sá hóll, holur að innan dunar í honum djangans mikið. Rektu nef í rass hans og ráddu hvað hann heitir. Þessi gáta var eitt sinn borin undir karl einn sem þótti heldur vitgrannur. Hann hugsaði sig lengi um en sagði svo: “Það skyldi þó ekki vera heilagur andi”. oooooo Yfirlæknir geðdeildarinnar var funa- bráður. Hann hringdi einu sinni í eitt ráðuneytanna og þótti símadaman heldur sein í svifum og ekki taka nógu mikið tillit til sín og spurði því með þjósti: “Veistu hver ég er?” Þá ansaði stúlkan rólega: “Nei það veit ég ekki, en ég veit hvaðan þú ert að hringja.” 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.