Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Qupperneq 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Qupperneq 51
svo þeir mættu einhverju verðgildi halda. Svo virðist einfaldlega sem með þær tillögur hafi minna en ekkert verið gjört. Hér er þó um bráðbrýnt hags- munamál hreyfihamlaðra að ræða sem m.a. getur skipt sköpum um atvinnuþátttöku þeirra og þar með verðmætasköpun fyrir samfélagið. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins var haldinn í októberlok s.s. betur kemur fram annars staðar í Fréttabréfinu. Ekki er ástæða til annars en gleðjast yfir góðum fundi og vonandi gagnlegum til framtíðar litið. Það er hverjum samtökum mikil nauðsyn að stilla svo saman strengi sem þar var gjört. Aðalstjórn banda- lagsins er lýðræðislega skipuð svo sem mest má verða, þar sem hana skipa fulltrúar allra aðildarfélaganna, nú 27 talsins. Sumir hafa haft á orði að ekki væri í þessu efni eðlilegt að 80 manna félag ætti sama stjórnarrétt og 6000 manna félag eða 3000 manna svo dæmi um þau stærstu séu tekin, en eðli regnhlífarsamtaka slíkt að þar er sanngjarnt að raddir allra fái að njóta sín s.s. nú er, enda hygg ég að yfirgnæfandi meirihluti sé fyrirþví að svo verði áfram. s Ur framkvæmdastjórn gengu nú tvö þ.e. þau Ólafur H. Sigur- jónsson og Þórey V. Ólafsdóttir. Bæði eiga gott og gifturíkt starf að baki sem formaður bandalagsins þakkaði vel fyrir í lok aðalfundarins. Ólafur mun þó áfram stýra starfi menntamála- nefndar bandalagsins. En eitt þótti mér sem framkvæmdastjóra skyggja á annars góðan fund og það var mæt- ingin. Hvert félag á rétt á þrem full- trúum og nú voru menn nestaðir vel fyrirfram. Mér þykir sem félögin eigi að sýna bandalaginu og öðrum félög- um þá virðingu að senda fulla full- trúatölu, varamann þá ef forföll aðal- manna verða. Það gerðu sum félögin einnig sannarlega, en önnur miður. Eitt félaganna sendi engan fulltrúa, tvö önnur sendu einn fulltrúa, 11 félög sendu 2 fulltrúa og aðeins 13 félög eða tæpur helmingur sendi fulla full- trúatölu s.s. vera ber og heiður þeim sem heiður ber. Af 81 fulltrúa sem atkvæðisrétt átti komu aðeins fram 57 atkvæði í kjöri meðstjórnanda sem fram fór um miðjan fund og segir það sína sögu. Við hljótum allra vinsamlegast að minna félögin á þessar frumskyldur sínar og vonum að næst verði betur mætt en nú, því til þess eru árlegir aðalfundir, að þeir séu sóttir. Það er hreinlega félagsleg nauðsyn. Boðað hefur verið af heilbrigðis- og tryggingaráðherra frumvarp um örorkumat. Aðalatriði hins skrif- aða texta 12. gr. laganna er að matið byggist á læknisfræðilegum forsend- um þ.e. viðurkenndum sjúkdómum eðafötlun. Skal þetta gjört svo sam- kvæmt staðli sem læknadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins semur á þessum grundvelli, staðli sem staðfestur skal af tryggingaráði og kynntur verður fyrir almenningi. Lengi hafa hagsmunasamtök öryrkja barist fyrir því að læknis- fræðilegar forsendur liggi til grund- vallar örorkumati og í 40 ára sögu Sjálfsbjargar hefur sí og æ verið gjörð krafa til þessa. Sömuleiðis hefur Öryrkjabandalagið margsinnis álykt- að í þessa veru. Astæðan er einfaldlega sú að vegna vinnuteknaskilyrðisins í núgildandi lögum hafa ýmsir 75% öryrkjar sem sannarlega eru það heilsufarslega og læknisfræðilega séð verið lækkaðir í 65% mat, misst þannig örorkulífeyri niður í skertan örorkustyrk, misst örorkuskírteinið í þokkabót — og af hverju? Vegna tekna sinna af ein- hverjum þeim starfa sem þeir þrátt fyrir örorku sína ráða við, hafa sem sé sérhæft sig til. Við höfum haldið því fram að nægilega sé nú fyrir tekju- skerðingunni séð í lífeyrisdeildinni, þó þessi ósvinna viðgangist nú ekki. En sem sagt, ef svo fer fram sem sagt er, ætti ekki til slíks að koma framar. Hins vegar kemur upp annað álitamál sem við höfum af nokkrar áhyggjur vegna þeirrar fyrirframkynningar sem málið hefur fengið, þar sem látið er að því liggja að megintilgangur frumvarpsins sé sá að losa tryggingakerfið við fólk sem ætti að vera á bótum félagsmálastofn- ana eða losa sig við þá “letingja í bunkum” sem sagðir voru á trygg- ingabótum án allrar ástæðu, s.s. það var svo smekklega orðað í blaði. Að óreyndu höfnum við þessari skýringu, viljum hreinlega ekki trúa því að þetta sé ætlan nokkurs máls- metandi aðila, enda væri þetta einhver mesti áfellisdómur yfir læknadeild Tryggingastofnunar sem um getur. Það er jú hún sem metur alla til örorku og hefur þá á undanförnum árum verið að framleiða “letingja í bunkum” ef svo má að orði komast miðað við framangreinda tilvitnun í fréttaskýringu blaðsins. Miðað við það að öryrkjar eru hér hlutfallslega miklu færri en á flestum hinna Norðurlandanna þá er þessi fréttaskýring og fullyrðingin að baki enn fáránlegri firra en annars væri. Eitt er a.m.k. víst. Vel mun með þessu frumvarpi fylgst og ríkt gengið eftir skýrum svörum við grundvall- arspurningum varðandi framkvæmd- ina. En ef að baki býr einungis leið- rétting okkar krafna sem við viljum trúa er þessu fagnað. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.