Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 9
ASPERGER - HEILKENNI Asperger- heilke HVEKNIG HÆGT ER AÐ SKILJA OG HJÁLPA FÓLBŒ MEÐ ASPERGERHEILKENNIOG VELVTRKUM EINHVERFUM Kari Steindal Landssamtök einhverfra, Noregi. Rita forden dósent hjá School of Education, The Univcrsity ofBirmingham. Forsíða ritsins. Nýlega hefur verið þýtt og gefið út hér á landi allnokkurt rit um Asperger — heilkennið, ábyrgðarmaður útgáfunnar er Agatha Agnarsdóttir. Höfundar eru Kari Steindal frá Landssamtökum einhverfra í Noregi og Rita Jorden dósent hjá School of Education, The Univer- sity of Birmingham. Undirfyrirsögnin er: Hvernig hægt er að skilja og hjálpa fólki með Asperger — heilkennið og velvirkum einhverfum. I inngangi segir að eina myndin sem margir höfðu af einhverfu var: “Barnið í glerbúrinu.” Þar segir einnig að Aspergerheilkenni sé ósýnileg starfræn röskun. Aðeins verður hér tæpt á fyrir- sögnum til að gefa örlitla mynd af efnisinnihaldi. í fyrsta kaflanum er fjallað um hvernig eigi að finna Aspergerheilkenni eða einhverfu á leikskólaaldri, grunnskólaaldri og á fullorðinsárum. Það sem er svo kallað einhverfurófið — skipt í þrjá hluta: Hin “fjarlægu” sýna mikið afskiptaleysi gagnvart öðrum. Hin “óvirku” svara félagslegri nálgun, en hafa sjaldan frumkvæði sjálf. Hin “skrýtnu” hafa félagsleg sam- skipti, en sýna litla hæfileika til að aðlaga málnotkun eða hegðun öðru fólki. Taka að litlu leyti tillit til þarfa annarra. Til viðbótar er svo þessi skil- greining á einhverfu: A.Eigindleg skerðing hæfni til gagnkvæmra félagslegra sam- skipta. B. Skortir hæfni til yrtra og óyrtra tjáskipta og til atferlis sem krefst hugmyndaflugs. C. Áhugamál og atferli einkennast mjög af einhæfu og fastmótuðu ferli. D. Kemur fram fyrir þriggja ára aldur. Svo er Aspergerheilkennið tekið fyrir sér í lagi og þar segir að það mikilvægasta sem skilur heil- kennið frá einhverfu sé lipurt tal- mál. Fjallað er um orsakir, afleið- ingar og horfur. M.a. er rætt um hversu foreldrar verði oft ráðvilltir vegna þess að þeim finnst barnið þeirra “verða utanveltu”. Ekki eru tök á því að rekja hér náið hina ítarlegu umfjöllun um fjölmargt heilkenninu viðkomandi. Spurt er t.d. hvernig við getum best veitt hjálp og stuðning, bæði út frá fjölskyldunni og út frá þörfinni fyrir ráðgjöf fagfólks. Sér í lagi eru svo kaflar um leik- skólann og grunnskólann m.a. með tilliti til tómstunda og síðan eru kaflar um framhaldsnám og fram- haldsmenntun, atvinnu, húsnæði, lyfjaþörf o.s.frv. Þetta er hluti sá sem kemur frá Kari Steindal I þeim hluta sem eftir Ritu Jor- dan er þá er sagt frá því hversu unnt sé að þekkja og uppfylla hinar sérstöku kennslu- fræðilegu þarfir nemenda með Asp- ergerheilkenni. Þar er á ýmsu gripið s.s. erfiðleikum í náms- umhverfi, erfið- leikum sem byggjast á hegðunartrufl- unum, námsþarfir sem byggjast á samskiptavandamál- um, námsörðugleik- um vegna félags- legra erfiðleika, svo og erfiðleikum sem byggjast á sveigj- anleika í hugsun og hegðun. Einnig er farið náið út í kennsluþarfir m.t.t. námsskrár. Eitt er ljóst, vandamálin eru mörg og margþætt og á þeim þarf að taka sem allra best — þýðandinn er Margrét Kolka Haraldsdóttir. Fjármögnunþýðing- arinnar úr sænsku var alfarið kostuð af Svölunum. etta mjög svo ófullkomna ágrip kveikir vonandi áhuga einhverra að fá meiri fræðslu um þetta vandamál. Til þess er ritið hreinlega kjörið, alla vega þykist ritstjóri talsvert fróðari eftir laus- lega yfirferð. Hjá Umsjónarfélagi einhverfra geta menn nálgast þetta rit svo og erunokkureintöktilhérábæ. Víst er að framtakið er mjög gott og full þörf á þessu riti, sem er á ljósu og lifandi máli. Aspergerheilkennið ætti að geta orðið mönnum Ijósara en áður þegar slíkur fróðleikur er í boði. Sérstök ástæða er til að þakka ábyrgðarmanni útgáfunnar Agöthu Agnarsdóttur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.