Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 23
Aldraðir og öryrkjar sjá lítið af góð- ærinu. Það er til skammar að greiðslur til þeirra hafa hvorki fylgt verðlags- né launaþróun.” Um þá almennu þjóðarhamingju sem lýst hafði verið spurði Guð- mundur Arni Stefánsson: “Er ekki líka allt eins og best verður á kosið hjá fötluðum og öryrkjum? Það hefur sennilega verið fyrir algeran mis- skilning að þeir stóðu varðstöðu fyrir utan Alþingishúsið í kvöld og minntu á skammarleg kjör sín, kjör sem eru ekki mönnum bjóðandi.” Hvaða einkunn á að gefa slíkri stjórn? Bryndís Hlöðversdóttir sagði: “Svipmót sérhagsmunaaflanna sem nú eru við stjórnvölinn blasir hvarvetna við og hin áhrifamikla mótmælastaða sem við sáum á Austurvelli í kvöld segir sína sögu.“ Næst síðastur á mælendaskrá var Ögmundur Jónasson. Hann sagði: “Hér fyrir utan Alþingishúsið í kvöld safnaðist saman hópur fólks með kyndla sem krefst réttlætis fyrir öryrkja.” Síðan rakti Ögmundur hvernig mannréttindi öryrkja væru brotin með skerðingu bóta vegna tekna maka þeirra og sagði: “Baráttu- hópurinn fyrir utan Alþingishúsið í kvöld lýsti á þessar staðreyndir, en innan dyra talaði forsætisráðherra íslands um góðærið, sæll og glaður yfir því hvað allt væri gott. En auðvitað er skýring á þessu misræmi. Ríkisstjómarþjóðin er ekki sú sama þjóð og stóð hér utan dyra. Utan dyra var ekki stórefnafólk. Utan dyra voru ekki fjármangarar eða kvótabraskarar sem borga ekki eina einustu krónu til samfélagsins þótt þeir braski með eignir þjóðarinnar fyrir hundruð milljóna og milljarða. Utan dyra var ekki þjóð Davíðs Oddssonar.” Eftir að hafa nefnt þá ágætiseinkunn sem ísland hefði fengið hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum spurði þingmaðurinn: “En hvaða einkunn á að gefa ríkis- stjórn sem sendir fátækt fólk til að afla matar og fá fyrir klæðum sínum til Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins eins og fram kom í fréttum sjónvarpsins í kvöld?” Aðrir sem tóku afstöðu með öryrkj- um voru Kristinn H. Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sighvatur Björgvinsson, Kristín Astgeirsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. Enginn þingmanna talaði beinlínis gegn hagsmunum öryrkja, en undir lok þessarar umræðu tók Halldór Asgrímsson öðru sinni til máls og sagði þá m.a: “Auðvitað eru margir sem eiga bágt. Auðvitað eru það margir sem þurfa að hafa það betra og auðvitað eru margir sem vilja hafa það betra. Hefur það ekki alltaf verið þannig og mun það ekki alltaf verða þannig?” Kirkjunnar menn kveðja sér hljóðs Daginn eftir hina þöglu mótmæla- stöðu við Alþingishúsið sendi Hjálp- arstofnun kirkjunnar frá sér fréttatil- kynningu þar sem sagði m.a: “Hjálp- arstofnun kirkjunnar vill koma því á framfæri að hún styður heilshugar baráttu öryrkja fyrir kjarabótum.” í tilkynningunni segir stofnunin enn fremur: “Hjálparstofnun kirkjunnar telur ófært að frjáls félagasamtök gangi á þennan hátt inn í hlutverk hins opinbera og hvetur ráðamenn til þess að bæta svo net almannatrygginga að þeir sem þurfa á því að halda geti skapað sér mannsæmandi líf.” Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem kirkjunnar menn sjá ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna meðferðar þeirra á öryrkjum, en á prestastefnu 1997 var samþykkt afdráttarlaus yfirlýsing þar sem stjómvöld eru hvött til að leiðrétta það ranglæti sem prestar segja að felist í skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka. G.Sv. Úr hugarfylgsnum Inn á hugans lendur læðist hljótt Ijúfust mynd um horfin bernskujól. Himnesk ró á heiðri jólanótt helgi friðar veitti öllum skjól. Ungur sveinninn las um lífsins mátt, lausnarann er kærleik bauð og sátt. Blíð er myndin, vafin birtu og yl blikar minning foreldra um leið. Ó hve lengi hafði ég hlakkað til hugarfylgsnin geymdu töfraseið. Tíminn líður, allt er orðið breytt, enn fá jólin kærleiksbirtu veitt. Geyma skulum barnsins gleði í sál, gefum okkur birtunni á vald. Enn skal hlýtt á barnsins bænamál burt þá víkur skuggans rökkurtjald. Köllum enn á kærleika og frið krjúpum enn í lotning jötu við. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.