Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 35
MS FÉLAG ÍSLANDS 30 ÁRA Eitt af öðru eiga aðild- a r f é 1 ö g okkar merkis- afmæli. 19. sept. sl. hélt MS félag Islands upp á 30 ára afmæli sitt með fjölsóttri ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík. Hún stóð frákl. lOárdegis til 16.15. Lífið með MS var hið verðuga heiti ráðstefnunnar og þar farið yfir mál mikillar fjölbreytni og til flestra átta litið. Hér verður ekki nema rétt tæpt á erindisefnum og fyrirlesurum. For- rnaður félagsins, Vilborg Trausta- dóttir, ávarpaði ráð- stefnuna og fór nokkrum orðum um félagið og þrjátíu ára sögu þess. Frum- kvöðull að stofnun félagsins var Kjartan Guðmundsson lækn- ir og fyrsti formaður Haukur Kristjánsson læknir. Vilborg gat um stolt félagsins, dagvistina sem hefur verið svo mörgum mjög dýrmæt. Hún minnti á einkar mikið starf þeirra Gyðu J. Olafsdóttur og John Benedikz læknis í þágu félagsins. Haukur Hjaltason taugasjúkdómalæknir talaði um greiningu MS og samskipti sjúklings og læknis, greiningin sjálf ærið vandasöm og fullrar aðgátar þörf af læknis hálfu í samskiptum öllum við sjúkling. Ingólfur Sveinsson geðlæknir talaði urn MS og streitu. Ámyndræn- an og afar litríkan hátt setti hann fram helstu kenningar og um leið stað- reyndir varðandi streituvalda bæði í umhverfi okkar eins og hraðann og svo tímaleysið svo og kaffidrykkju og reykingar sem áunna streituvalda. Ótal samverkandi þættir sem saman koma geta svo haft hinar ógnvænleg- ustu afleiðingar. argrét Sigurðardóttir félags- ráðgjafi ræddi um félagslegar aðstæður barna sem eiga foreldri með MS. Þar er margs að gæta s.s ótta og kvíða barns vegna sjúkdómsins og Myndarleg ráðstefna um lífið með MS afleiðinga hans, verndunar- allt upp í ofvemdunartilhneigingu barnsins sem getur hindrað í verstu tilfellum eðli- legt líf þess. Séð yfír salinn á ráðstefnunni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður ræddi tryggingamál í víðu samhengi. Hún minnti á nauðsyn heildar- endurskoðunar tryggingalaga, ein- földun kerfisins og umfram allt stöðugleika þess, þannig að stjórnvöld væru ekki sífellt að breyta lögum sem reglugerðum, oftast því miður til skerðinga eða þrenginga. Megin- atriðið væri þó að lyfta lífskjaragrunni öryrkja. Jóhanna Ingólfsdóttir iðjuþjálfi frá Össuri kynnti hjálpartæki. Hún rakti feril umsókna og afgreiðslu hjálpar- tækja, sýndi svo ýmis þeirra í matar- hléi. Hvatti til þess að nýta sér þau eftir föngum og þörfum. Að loknu hádegisverðarhléi töluðu fulltrúar frá Félagsmála- stofnun, svæðisskrifstofu og heimahjúkrun og kynntu ítarlega þá þjónustu sem væri í boði, hver á sínu sviði, heimaþjón- ustu, liðveislu, frek- ari liðveislu og svo heimahjúkrunina. Allt er gert af hálfu þessara aðila til að forða viðkomandi frá stofnanavistun svo lengi sem mögulegt er. Þá talaði María Jónsdóttir, taugasálfræðingur um einbeitingar- og minnisörðug- leika og hvað væri til ráða. Hún talaði um algengi þessa, mismikið hjá öllu fólki, en vissulega kæmi sjúkdómur eins og MS inn í myndina og yki oft á þessa erfiðleika. ári Stefánsson íorstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar átti síðasta erindið um erfðafræði MS. Hann lýsti þeim umfangs- miklu rannsóknum sem frarn hefðu farið á MS sjúkdómnum í hinu besta samstarfi við MS félagið. Varðandi hið umdeildamál dagsins: Islenska erfðagrein- ingu og miðlæga gagnagrunninn sagði Kári það eitt eins og um rannsóknirnar að engri lækningu væri lofað, en rannsóknir og aukin þekking ættu að færa menn nær því að leysa MS gátuna. Undirritaður hugleiddi svo málefni dagsins bæði í alvöru og gamni, fór með nokkrar stökur m.a. þessa í tilefni erindis Hauks um greiningu og samskipti: Einörð ræða mun eflaust best, enginn dreginn á tálar. Ennþá gildir því æðst og best “aðgát í nærveru sálar”. Fundarstjórar leystu verk sitt af hendi af mikilli prýði en þeir voru stjórnarmennirnir Garðar Sverrisson og Kristján Einarsson. Ráðstefna þessi var MS félaginu til hins mesta sóma og verðugt framlag í tilefni afmælisins, ekki síst hugmynda- smiðnum Sigurbjörgu Ármanns- dóttur. Um kvöldið var svo hátíðar- kvöldverður á Sögu þar sem var víst góður fagnaður. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.