Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 8
og hún vandist á í foreldrahúsum. Sjálf hefur hún samið leikþætti fyrir börn, sem birst hafa í Vorblóminu, tímariti Unglingareglu I.O.G.T., jólasveinasögur og söguna af Tobbu tröllastelpu, sem langaði svo í leikskólann. “Ég er ein af þeim sem var sífellt að semja. Nú verð ég að hafa tilefni, eitt- hvað sem orkar svo sterkt á mig, að ég sest niður og skrifa.” Ljóð Ásgerðar eru full samkenndar með þeim sem eiga um sárt að binda. Má þar nefna ljóðin “Samhugur” í tilefni af snjóflóðinu í Súðavrk, og “Utför undirmálsmanns”, öryrkja sem var lítið sinnt á meðan hann lifði. En þau geta líka verið glettin, eins og “Hrossaraunir Ásgerðar” og ljóðið, sem hún sendi Sigríði systur sinni 75 ára. Ásgerður lumar líka á endurminn- ingum úr Skerjafirðinum, sem hún skrifaði niður fyrir allnokkru. Víst er að Ásgerður á frumsamið efni í heila bók. Uppeldi og umhverfí hafa greini- lega mótað konuna sem á svo sterk- an starfsferil að baki. Stór þáttur í lífi Ásgerðar er þó enn ótalinn, sem hún tekur í arf frá föður sínum, sinnir vel, - og þar hafa þau hjónin setið saman frá æskuárum. “Pabbi var mikill bindindismaður og góðtemplari. Afstaða hans til þeirra mála mótaði æskuár mín mikið. Ég gekk í Góðtemplararegluna tíu ára gömul og sit þar enn. I stúku gilda sérstakir siðir sem setja fagran svip á alla fundi, ef þeir eru vel og fallega framkvæmdir. Þar lærði ég bæði að stjórna fundum og skrifa fundargerðir. Við hjónin vorum fjórtán og fimmtán ára, þegar stúkan leiddi okkur saman. Verið var að leggja upp í stúkuferða- lag í einni af gömlu rútunum. Ég var eitthvað sein fyrir og öll sæti að verða setin. Þá var sagt við mig: “Þú verður að sitja hjá stráknum þarna eða á kjaftastól.” Ég valdi að setjast hjá stráknum og segja má, - að við höfum setið saman síðan,” segir Ásgerður brosandi. “Ég sæki stúkufundi, þar hitti ég góða vini og það hentar mér vel að hafa allt í föstum skorðum.” - Er Góðtemplarareglan virk í eiturlyfjavanda nútímans? “I raun ætti hún að vera það. Samt er eins og hún hafi ekki fylgt tímanum nógu vel. Einmana, eldra fólk gengur í regluna, en alltof lítið af ungu fólki. I sambandi við vímuvandann, finnst mér of lítið talað um að upphafið má oftast rekja til áfengis. Alltof lítið bent á það í umræðunni.” - Nú stendur þú traustan vörð um góðar og gildar reglur, sem faðir þinn og hans kynslóð mótuðu. Datt þér aldrei í hug að verða kennari? “Pabbi var ekki sáttur við, að ekkert okkar skyldi velja kennaranámið, og setti sína síðustu von á mig. Eftir að hafa verið sundlaugarvörður á Flúð- um yfir sumartímann með krakkana litla, hefði ég alveg getað hugsað mér það. Starfið sýndi mér, hvað ég átti gott með að umgangast börn og ungl- inga, en þá var ég komin með stóra fjölskyldu. Pabbi sættist alveg við mitt starfsval, eftir að ég fór að vinna hjá Öryrkja- bandalaginu. Sjálfur var hann alltaf á kafi í félagsmálum. Hann dó 1982, þá níræður að aldri. Pabbi var afar mót- andi persónuleiki. Segja má að tvö barna minna feti í fótspor afa síns, hin tvö í fótspor föður síns.” Eiginmaður Ásgerðar er Victor Ágústsson, fyrrverandi yfirdeildar- stjóri hjá Landssímanum. Börn þeirra eru: Sólveig, leikskólakennari og þjónustustjóri í Grafarvogi, Ágúst og Ingimar Hallgrímur rafeindameist- arar, Victor Öm, aðstoðarskólastjóri á Hólmavík. Ásgerður er sannarlega ekki sest í helgan stein, þótt hún sé búin að taka sér frí frá störfum. Nú sinnir hún bókum og börnum, og á örugglega eftir að geysast eitthvað um ritvöllinn. “Starf mitt hjá Öryrkjabandalaginu verður alltaf hluti af mér. Og ég sé, hvað ég má þakka fyrir góða heilsu og öryggi, trausta vini og fjölskyldu sem er mér dýrmætust af öllu. Mér finnst svo gaman að vera til.” Þú skalt hugsa um það hvort þú hjálp getur veitt hvar séþörffyrir hjálpfiísa hönd og af gjöfulum hug og með gleði í sál skaltu ganga hin ónumdu lönd. Því sú hjálp sem þú veitir þó sé aðeins eitt bros sem aförlœti hjarta þíns lést getur gefið þá örvun sem einmitt var þörf og einmitt var Ijúfust og best. ÁI. Oddný Sv. Björgvins 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.