Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 19
færði Hafliði fram bestu þakkir. Þeir Jón og Þórhallur röktu nú söguna með einkar líflegum og áhrifaríkum hætti og höfðu allir af hið besta gagn og gaman. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, rifjaði upp gamla sögu af leiksystur í bernsku sem ekki fékk að fara í skóla um leið og þau hin. Gerði viðbrögð, kvíða og vanda foreldra hennar að umtalsefni, þar sem þá var stofnun eina úrræðið. Með Styrktarfélagi vangefinna komu nýir straumar inn í umi'æðuna og engin tilviljun, að í fararbroddi voru aðallega konur: Styrktarfélagið braut í raun blað í mannréttindamálum þroskaheftra, á í raun sanna afreks- sögu að baki. Osk hennar í tilefni afmælisins sú allra helst að félagið verði áfram það afl sem veki nýjar hugmyndir — nýjar vonir. Þá flutti leikhópur Rómeó og Júlíu í stuttri en hnitmiðaðri leikgerð umdir leikstjórn Margrétar Akadóttur og var þar vel að verki staðið og býsna áhrifaríkt í efnistökum öllum. Elín Helga Steingrímsdóttir söng svo tvö lög við undirleik Ara Agnars- sonar og skilaði þeim frábærlega vel. að er gaman að vera til var síðan heiti frumsamins ljóðs sem Ingeborg Geirsdóttir flutti ágæta vel. Þorgeir Ástvaldsson kynnti svo geisladiskinn sem kom út þennan dag þar sem okkar kunnustu dægurlaga- söngvarar lögðu fram lið sitt. Flutt voru tvö lög af diskinum sem gáfu góðan forsmekk að afar skemmtileg- um geisladiski, útgáfutónleikar voru svo um kvöldið sama dag. Þorgeir kallaði svo Kristján Sigurmundsson framkvæmdastjóra upp og afhenti honum fyrsta geisladiskinn — Maður lifandi — er nafn hans. Kristján flutti svo lokaorð. Hann minnti á farsælan feril félagsins, áfram væri full þörf fyrir það og þess þróttmikla starf. Mikill mannauður væri fólginn í fjölmennu starfs- mannaliði félagsins sem hann þakkaði sér í lagi. Færði þakkir til allra þeirra er undirbúið höfðu afmælisfagnaðinn sér í lagi formanni afmælisnefnd- arinnar, Herði Sigþórssyni. Veglegar veitingar voru á boð- stólum og þeirra vissulega vel neytt. Öryrkjabandalagið árnar aðildar- félagi sínu allra heilla og treystir því og trúir um leið að þess bíði áfram ótal ár ágætra landvinninga í þágu þroskaheftra. H.S. Ur minningaþáttum Bergs Bjarnasonar Formálsorð: Hér kemur þriðji og síðasti þátturinn frá mínum horfna góðvini um dýrin og vitsmuni þeirra. Hann endar hér á gamalli þjóðsögu en eins og áður er sagt er Bergur Bjamason dulnefni. Bær einn stóð undir snarbröttu fjalli. Sagt er að endur fyrir löngu hafi mikið snjóflóð fallið á bæinn og ekkert mannsbarn komist lífs af nema ein ung stúlka. Hún var bæði góðlynd og viljug til allra verka og hafði því hylli húsbænda sinna og samstarfsfólks. Ekki fékk hún þó neina þóknun fyrir það, en fékk þó að ráða skófnapottinum. Veturinn áður en skriðan féll hafði verið mjög harður svo að þá féllu víða bæði menn og búfénaður úr hungri. Gekk þá stúlka þessi mjög nærri sér til að geta hjálpað þeim sem þar komu aumastir og varði til þess bæði af mat sínum og skófum. Flykktust þá, eins og oft vill verða þegar þannig er ástatt, hrafnar margir heim að bæjum og höfðu það eitt sér til viðurværis er fleygt var út af sorpi. Stúlka þessi hugsaði líka um fugl- ana eins og best hún gat. Alveg sér- staklega langaði hana til að geta treint Krummi krunkar á bílnum. lífið í hröfnunum, ef hún mætti. Þetta tókst henni líka og varð einn hrafn- anna af því svo elskur að henni að hann elti hana nálega hvert sem hún fór utan bæjar. Sunnudagsmorguninn sem snjó- flóðið féll hafði stúlkan farið mjög snemma á fætur og eldað graut og var hún að keppast við að skafa pottinn áður en krummi kæmi til þess að geta gefið honum skófirnar. Þetta tókst henni líka því þegar hún heyrði til krumma úti var hún að ljúka við pottinn. Hún gengur nú út með skóf- irnar í ausu og setur á hlaðið þar sem hún var vön að gefa honum, en hann vappar í kringum ausuna og flýgur spottakorn út á túnið. Stúlkanfer á eftir honum með ausuna en allt fer á sömu leið. Hann vill ekki þiggja af henni skófirnar, flýgur spotta og spotta, en stúlkan fylgir honum alltaf eftir og veit ekki hvernig þessu víkur við. Gengur þessi eltingaleikur þar til krummi er bú- inn að teyma hana með þessu móti langt suður fyrir tún og stúlkan er farin að hugsa um að ganga ekki lengur eftir honum. En í sama bili heyrir hún miklar drunur í fjallinu undan skriðunni og vatnsflóðinu sem henni fylgdi og sér hún að hún er komin yfir bæinn og hefur fært hann alveg í kaf. Þannig segir sagan, að krummi hafi bjargað stúlkunni sinni góðu. B.B. V?..- .'ií.1;-' rýA . . • FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.