Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 12
Nefndin hefur rætt um að gera
könnun á stöðu fatlaðra nemenda í
grunnskólum.
Félagsmálanefnd hélt 4 fundi. Hún
ræddi sérstaklega tómstundatilboð
fyrir fötluð ungmenni. Einn fulltrúa í
nefndinni er í nefnd félagsmálaráðu-
neytis um þessi mál og mun félags-
málanefnd eðlilega fylgjast vel með
þvístarfi. Rætt var um reiðnámskeið
að vetri svo og um aðgang að sum-
arhúsum stéttarfélaganna. Nefndin
telur æskilegt að efna til námskeiða
fyrir skólaliða, þar sem það á við.
Kjaramálanefnd hélt 7 fundi og hélt
áfrarn starfi fyrri nefndar. Rætt var
urn leiðir til að bæta stöðu örorku-
styrkþega. Hæst bar þó baráttuna
fyrir afnámi eða sem mestri lækkun
jaðar-skatta og afnámi skerðingar
vegna tekna maka. Leitað var til
Þjóðmála-nefndar Þjóðkirkjunnar
sem sendi frá sér afdráttarlausa
stuðningsyfirlýs-ingu. I skýrslunnier
einnig rakið álit Umboðsmanns
Alþingis, sem áður hefur verið
tíundað hér. Þar er einnig minnt á
mótmælastöðu við Alþingi og
stuðning Hjálparstofnunar kirkjunnar
við baráttu öryrkja. Síðan eru rakin
11 atriði sem hafa ber sérstaklega í
huga í baráttunni framundan. M.a.
er vakin athygli á að 1993-1998 hafa
lágmarkslaun hækkað um 52%,
launavísitalan um 30 %, en örorku-
lífeyrir og tekjutrygging einungis um
17.4 %. Bent er sérstaklega á um-
fjöllun undir fyrirsögninni: Vissir þú.
essu næst flutti Jóhannes Albert
Sævarsson lögfræðingur skýrslu
um starfsemina á liðnu starfsári. Alls
voru bókuð 278 viðtöl á sl. ári. Sem
dæmi um málaflokka nefndi Jóhannes
endurmöt sem leitt hafa til lækkunar
eða brottfalls greiðslu frá lífeyrissjóð-
unum, en þau mál verða æ meir áber-
andi. Algengustu erindi tengjast þó
almannatryggingaréttinum, sem oft
enda með málskoti til tryggingaráðs,
sum með beinu málskoti til Umboðs-
manns Alþingis. Ymis skattamál eru
einnig fyrirferðarmikil. A.ö.l. segir
Jóhannes að málaflokkar og málefni
séu afar fjölbreytileg. Hann bendir á
afar mikla ásókn í þessa þjónustu.
Þorsteinn Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri flutti skýrslu Vinnu-
staða Öryrkjabandalags íslands fyrir
starfsárið 1997-1998. Hann sagði
erfiðar horfur í rekstri á árinu 1998,
en ástandið mun þó batna eitthvað
með tilkomu væntanlegs þjónustu-
samnings. Harðnandi samkeppni
hefur leitt til þess að verðlagning
söluvöru hefur staðið í stað eða lækk-
að á meðan launaþróun hefur farið
upp á við. Með nýjum lögum um líf-
eyrissjóði voru laun fatlaðra starfs-
manna hækkuð um þau 10 % sem
þurfti til að mæta ákvæðum þessara
laga. Þorsteinn ræddi sérstaklega
þjónustusamninginn sem í deiglunni
væri og gerð verður grein fyrir annars
staðar. Leitast verður við að 36
fatlaðir verði í 18 stöðugildum og 8
ófatlaðir í 7 stöðugildum.
á flutti Guðrún Hannesdóttir
forstöðumaður Hringsjár -
Starfsþjálfunar fatlaðra sína skýrslu
sem hér er birt. Næst flutti Tómas
Helgason stjórnarformaður Hússjóðs
Öryrkjabandalagsins skýrslu Hús-
sjóðs, en hún er einnig hér birt.
Frammi lágu fallegar teikningar og
ekki síður fallegt líkan af væntanlegri
nýbyggingu að Sléttuvegi 9, en um þá
framkvæmd urðu allnokkrar umræður
og m.a. vildi Arnór Pétursson hrein-
lega blása hana af en hann vildi að
fjármagn Hússjóðs rynni í ríkum mæli
til viðbótarlána til öryrkja svo þeir
gætu eignast eigið húsnæði. Yrðiþá
10 % lánveiting frá Hússjóði ofan á
90 % lán frá íbúðalánasjóði.þ.e. 100
% lán. Tómas sagði það mestu skipta
að öryrkjar ættu val, búa annað hvort
úti í bæ eða í hálfvernduðum íbúðum
s.s. í Oddshúsi eða í Hátúnshúsunum,
eiga eða leigja að eigin vali.
Helgi Hróðmarsson kynnti stutt-
lega sína skýrslu um samstarf
ÖBÍ og Þroskahjálpar og erlend
samskipti. Þar greindi hann frá ýmsu
sem hefur komið fram í glöggum
greinum Helga hér íFréttabréfinu. En
m.a. tæpti hann á heimsókn Bengts
Lindquist, útilífsskólanum, samstarfi
við ÍTR, heimsókn verðandi djákna
sl. tvo vetur til að fræðast um starf
samtakanna, bæklinginn um yfirfærsl-
una sl. vor, Evrópusamstarfið og
Mobility Intemational. Þá sagði Helgi
frá því að á næsta ári tæki ÖBI að sér
formennsku í HNR, norrænum sam-
tökum öryrkjabandalaganna.
Að loknum góðurn málsverði var
svo gengið til kosninga. For-
maður, Haukur Þórðarson og Hafliði
Hjartarson gjaldkeri voru kjömir til
tveggja ára í fyrra og því skyldi nú
kjósa varaformann, ritara og með-
stjórnanda í framkvæmdastjórn.
Garðar Sverrisson var sjálfkjörinn
varaformaður og Hafdís Gísladóttir
ritari. Tvær tillögur komu fram um
meðstjórnanda: Valgerði Ósk Auð-
unsdóttur og Gísla Helgason. Kosið
var á milli þeirra skriflegri kosningu
og hlaut Gísli 18 atkvæði en Valgerður
Ósk 39 og var því réttkjörin með-
stjórnandi. Til vara í framkvæmda-
stjórn: Elísabet A. Möller, Dagfríður
Halldórsdóttir og Arnór Pétursson.
12