Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 11
læknisfræðilegar forsendur einar réðu
örorkumati. Haukur sagði miklu
skipta hvernig heildarframkvæmd
hinnar nýju skipunar yrði ef þessi
breytta forsögn næði fram að ganga.
Iumræðum á eftir var bent á af
Gísla Helgasyni að skýrslur og
reikningar yrðu að vera í aðgengiiegu
formi fyrir blinda og sjónskerta. Helgi
Hjörvar benti á að öllu skipti varðandi
flutning málefna fatlaðra að þeim
fylgdi eðlilegt fjármagn svo upp-
bygging mætti verða sem bezt og
skjótust. Þótti honum eðlilega sem
fjárlagafrumvarp ársins 1999 væri
ekki gæfulegur vegvísir í þessum
efnum.
Valey Jónasdóttir vakti athygli á
því að á stofnfundi Sjálfsbjargar á
Siglufirði fyrir 40 árum hefði ein
samþykktanna einmitt verið um að
örorkumat skyldi ávallt vera læknis-
fræðilegt.
Varðandi skýrslu skrifstofu ÖBI
sagði Helgi frá hinni miklu einstakl-
ingsfyrirgreiðslu sem fram færi á
skrifstofunni, minnti á sjóðina tvo:
Oddssjóð og Námssjóð Sigríðar, sem
mörgum kæmi að miklu gagni og
ræddi svo Fréttabréf Öryrkjabanda-
lagsins sem nú væri að nálgast 1900
blaðsíður frá upphafi og væri nú sent
til yfir 16300 félaga í aðildarfélögum
okkar svo og til ýmissa stofnana.
á voru reikningar teknir fyrir, en
þeir höfðu verið sendir út að
meginefni í heftinu góða. Fyrir þeim
gerði endurskoðandi okkar, Eyjólfur
Guðmundsson glögga grein en þetta
voru: Reikningar Öryrkjabanda-
lagsins, Hússjóðs, Vinnustaða ÖBÍ og
Starfsþjálfunar fatlaðra. Aðeins skal
á nokkrum megintölum tæpt, en allt
eru þetta reikningar fyrir árið 1997.
Heildartekjur frá íslenzkri getspá voru
129 millj. og 200 þús.kr. Þar af var
framlag til Hússjóðs 81millj. 396
þús.kr. Vinnustaðir Öryrkjabanda-
lagsins fengu 4 millj.kr. og styrkir til
aðildarfélaga og annarra skyldra aðila
voru samtals 14 millj. 354 þús.kr., þar
af fékk Starfsþjálfun fatlaðra 1 millj.
kr. Laun, launatengd gjöld og annar
rekstrarkostnaður námu 18 millj.77
þús. kr. og Fréttabréf ÖBÍ tók til sín
6.1 millj. kr. Enn námu langtíma-
skuldir vegna Glits 14.8 millj. kr.
Heildareignir Hússjóðs námu rúmlega
1 milljarði og 400 millj. kr. en á móti
koma skuldir upp á 980 millj. kr. við
Byggingarsjóð verkamanna og Veð-
deild L.I. að yfirgnæfandi hluta.
Heildarrekstrargjöld Vinnustaða ÖBI
voru rúmlega 41.3 millj. kr., en seld
vinna og efni tæpar 28.9 millj. kr.
Framlag ríkisins nam 6.4 millj. kr.
Framlag ÖBI nam 4 millj.kr. og frá
Framkvæmdasjóði fatlaðra kom 1
millj. kr. Rekstrartekjur Starfsþjálf-
unar fatlaðra námu í heild rúmum 11.6
millj. kr. en rekstrargjöld um 12.6
millj.kr. Hér er aðeins á nokkrar
megintölur minnt . Reikningar voru
svo samþykktir í einu hljóði.
á var komið að skýrslu frá þeim
vinnunefndum sem komið var á
laggirnar eftir síðasta aðalfund
bandalagsins. Fyrir búsetunefnd
talaði formaðurinn Helgi Hjörvar,
fyrir atvinnumálanefnd formaður
hennar Hafliði Hjartarson, fyrir
menntamálanefnd Ólafur H. Sigur-
jónsson formaður hennar, fyrir
félagsmálanefnd formaðurinn Guð-
ríður Ólafsdóttir og fyrir kjaramála-
nefnd Garðar Sverrisson formaður
hennar. Um skýrslur þessar urðu
nokkrar umræður en á helztu atriði
þessara vönduðu skýrslna skal minnt
en þess að gæta að þessar starfsnefndir
voru skipaðar til tveggja ára og skila
því endanlega af sér á næsta
aðalfundi. Búsetunefndin hélt tvo
fundi. Hennar verkefni var helzt það
að fjalla um hin nýju húsnæðislög og
þau tækifæri sem þau skapa sem og
mögulega annmarka einnig. Rætt var
talsvert um hlutverk Hússjóðs og m.a.
stórverkefnið væntanlega við Sléttu-
veg.
Nefndin er nú að athuga gildandi
húsaleigulög og gerð athugasemda
við þau.
Atvinnumálanefndin hélt 7 fundi,
þar af fimm bókaða. Hún ræddi skerð-
ingaráhrif launatekna á örorkubætur,
hin nýju lög um lífeyrissjóði og
reiknimeistara fatlaðra, aðgang að
hagfræðingi t.d. Hún ræddi og hug-
myndir Svæðisskrifstofu í Reykjavrk
um atvinnu með liðveizlu, starfskjör
fatlaðra á vernduðum vinnustöðum,
örorkuþátt lífeyristrygginga og
skerðingar örorkubóta vegna sölu-
hagnaðar og fjármagnstekna, sem
mótmælt er.
Menntamálanefnd hélt fimm
fundi. Hlutverk sem fasta-
nefndar að vera til ráðgjafar um lög
og reglugerðir sem til umsagnar koma
hjá bandalaginu og móta stefnuna í
menntamálum. Einnig að sjá um
tengsl við félögin, opinbera aðila
o.s.frv. Kanna aðgengismál fræðslu-
stofnana. Nefndin leggur eindregið
til að Öryrkjabandalag Islands fái
aðgang að starfshópi menntamála-
ráðuneytis ummenntunarmál.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11