Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 4
Efþú heilbrigður ert... / Rætt við Asgerði Ingimarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins Ef þú heilbrigður ert skaltu hugsa um þá, sem hamingjan gleymdi um skeið... Upphafsstefið í ljóði Asgerðar Ingimarsdóttur, er sterkt ákall til okkar sem heilbrigð erum. Þegar eitthvað snertir innsta streng í brjósti Asgerðar flæða ljóðin fram, eins og þetta sem ort var á Ari fatlaðra 1981. Helst ómar þessi strengur, þegar veikir eru órétti beittir, enda konan búin að vera í framvarða- OddnýSv. sveit Oryrkja- Björgvins bandalagsins í 28 .... ár, lengst af sem framkvæmdastjóri, vinsæi og vel látin af starfsfólki og skjólstæðing- um. “Ég var svo heppin með samstarfsfólk,” segir hún. Gam- ansöm sjálfslýsing segir meira: “Vel gefinn gagnfræðingur með með- fædda hæfileika til að umgangast fólk.” Margt hefur komið frá penna Asgerðar í baráttumálum öryrkja, ein yfirskrift er minnisstæð -Sá veiki er sá sterki- “í henni felst, að sjúkir og fatlaðir geta gefið okkur miklu meira en við þeim,” segir Asgerður. Við hittum Ásgerði á heimavelli. Hlutverk framkvæmdastjórans er að baki, fjölskyldumóðirin Ásgerður er komin í aðalhlutverk. “Eg sagðist myndu hætta að vori, og ákvað starfslok mín sjálf í vor. “Þú ferð bara að passa börn,” sögðu sumir með lítilsvirðingu. Það er rétt, ég sinni barnabörnunum töluvert. Af hverju má ég það ekki? Ég hef gaman að kynnast þeim betur og mæti heilmikilli þörf. Líka gott að vera heima, eftir langar fjarvistir í vinnu. Nágranni rninn sagði, að nú væri þetta eins og á stór- býlunum, alltaf einhver í bænum.” Ásgerður var kvödd með virktum. Gullhálsmen var kveðjugjöf frá framkvæmdastjórn. Heimsatlas frá samstarfsfólki, - og glæsileg kvöld- verðarveisla. “Mér þykir mjög vænt um mitt samstarfsfólk, og oft var glatt á hjalla hjá okkur. í svona starfi verður maður að geta séð broslegu hliðarnar, annars verður allt svo dapurlegt,” segir Ásgerður, sem barðist í 28 ár fyrir... Þeím sem ævilangt bíða eftir bjartari tíð og brjóta sér farveg um leið... “Þegar ég var ritari úthlutunar- nefndar öryrkjabifreiða, kynntist ég ungu fólki, sem var oft afskaplega biturt í fyrstu. Síðar heyrði ég í þessu sama fólki, eftir kannski fjögur ár, þá var eins og það væri kornið yfir örðugasta hjallann. Þetta gerist á örskotsstundu, ungu fólki er kippt út úr daglegu lífi - og þarf að læra að lifa allt öðru lífi. Samt nær margt fatlað fólk að vera svo ótrú- lega lífsglatt og jákvætt síðar meir.” Ásgerður segist alltaf fara á leiksýningar Hala-leikhópsins. “Þar er gleðin í fyrirrúmi,” segir hún. “Reykjalundur hefur mikil og góð áhrif. Þar er reynt að hjálpa fólki að finna út, hvað það getur gert í hjóla- stól, og oft hafa leyndir hæfileikar komið í ljós.” Ásgerður nefnir dæmi um Loft Loftsson bónda, sem bjó yfir svo miklum músikhæfileikum, að hann fór út í að læra tónlist og kenna. “Annað þekkt dæmi er Jón H. Sig- urðsson bóndi, sem fór út í líffræði- nám, hefur staðið sig frábærlega vel og kennir nú við Verslunarskóla Islands. gegnum sjúkdóma, einangrun, angur og böl en eru samt sterkari en þeir... Sterkir einstaklingar hafa yfirunnið vandann, fundið farveg sinn í lífinu, og tekið örlögum sínum með þögn og þolinmæði. Styrkur þeirra er svo mikill, að þeir geta gefið okkur miklu meira en við þeim. Árin 28 hafa mótað mig mikið, kennt mér að sýna umburðarlyndi, - og að hafa lífsgleði og góðsemi í fyrirrúmi. Ég er búin að sjá svo margt, að dagleg vandamál verða smávægileg. Vandamálin eru allsstaðar. Enginn kemst í gegnum lífið nema að bjóða 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.