Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 16
10. OKTÓBER Hinn alþjóðlegi geðheilbrigð- isdagur var í heiðri hafð- ur hér en hann er 10. okt. ár hvert s.s. fólk ætti að vita. Daginn áður hafði verið opnað athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, Reynihvammi 43 við Digraneskirkju, sem hlaut það hlýlega nafn og fallega, Dvöl. Að athvarfi þessu standa Kópa- vogsdeild RKI, Kópavogsbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi. Nánar verður sagt frá Dvöl síðar og í eftirhreytum er athvarfsins einnig getið. En kl.12 á hádegi 10. okt. var opnuð málverkasýning listaakademíu Vinjar í sjálfboðaliðamiðstöð RKI að Hverfisgötu 105 í Reykjavík og var þar margt um manninn. Kór Vinjar söng og gladdi gesti vel. Nánar um sýn- inguna í eftirhreytum. Kl. 13.30 var svo hátíð við Tún- götu 7, í hinu nýja húsnæði Geð- hjálpar, sem brátt verður í notkun tekið. Þar flutti formaður Geðhjálpar, Pétur Hauksson ávarp, lýsti húsinu og fyrir- hugaðri notkun þess, jafnframt því að færa Kiwanismönnum bestu þakkir fyrir dýrmætan stuðning með sölu K- lykilsins í þágu endurbóta á húsnæðinu. Pétur minntist einnig 50 ára afmælis World Federation for Mental Health, en Geðhjálp á einmitt aðild að þeim samtökum. Þarna voru svo kaffiveitingar og gestir skoðuðu sig um í hinum nýju húsakynnum. Hefðbundin 10. okt. ganga var svo frá Túngötu 7 yfir í Odda, hús félagsvísindadeidar Háskólans. Lúðrasveit verkalýðsins lék fyrir göngunni. Þar var svo haldið málþing um: “Mannréttindi og geðheilbrigði”. Því stjórnaði Astbjörn Egilsson, fyrrv. umdæmisstjóri Kiwanis á Islandi. K-lykilinn seldu Kiwanis- menn einmitt í tilefni dagsins og allur ágóðinn rann til endurbóta á hinu nýja húsnæði Geðhjálpar. Að sögn Ingólfs H. Ingólfssonar fram- kv.stj. Geðhjálpar mun K-lykilinn hafa skilað í kringum 15 millj. og er það bærilegasta búbót sem Geð- hjálparfólk fær seint fullþakkað. Athöfnin í Odda hófst svo á því að Tómas Zoéga yfirlæknir á geðdeild Landspítalans afhenti Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra skýrslu um: Stefnumótun í málefnum geðsjúkra en Tómas var formaður starfshóps þess er þarna vann hið mætasta verk. Tómas lýsti inn í verkefnið og aðalviðfangsefni og áherslur. Frásögn af skýrslunni er annars staðar í blaðinu. Ráðherra þakkaði vel unnið verk og kvað skýrsluna verða leiðarljós ráðuneytis síns í þesssum málaflokki í framtíðinni. Kór Vinjar söng svo nokkur lög við ágætar undirtektir. Pétur Hauksson setti málþingið með ávarpi og bauð gesti velkomna. Fyrstur talaði Atli Heimir Sveinsson tónskáld sem m.a. sagði það miklu skipta að fólk með geðsjúkdóma fengi haldið reisn sinni. Hann kvaðst ekki hafa neina sérþekk- ingu, en reynsla sín af samskiptum við ættingja sem barist hefðu við slíka sjúkdóma hafi haft djúp áhrif á sig. Atli Heimir benti einnig á nauðsyn þess að geðsjúkir ættu sér málsvara. Eyjólfur Kolbeins og Rebekka Bjarnadóttir gestir úr Vin fjölluðu um aðbúnað geðsjúkra í kerfinu. Þeim þótti meðferðarúrræði of einlit í geðheilbrigðiskerfinu og of mikil trú væri á lyfin. Þau bentu m.a. á það sem bæta mætti á geðdeildum. Þar væri skortur á virðingu og trausti, of mikið einblínt á hið sjúklega í fari fólks og skortur væri á rétti til einkalífs og tjáningar- frelsis. Einnig að auka þyrfti sam- vinnu við sjúklinga og aðstandendur. Þau vildu einnig fá einfaldari og meiri þjónustu þar sem fólkið býr utan stofnana. Miða þyrfti þjónustuna við geðfötlun en ekki aðra fötlun. Þau vitnuðu mjög í ákvæði mannrétt- indayfirlýsingar SÞ og kváðu marga gesta Vinjar búa við bágan fjárhag, það 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.