Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 15
húsaleigubætur. Svo virtist sem
greiðslubyrði hefði ekki hækkað hjá
þeim tekjulægstu í eðlilegri íbúð-
arstærð.
c.Ingólfur H. Ingólfsson mælti fyrir
ákveðnum tilmælum til Öryrkja-
bandalagsins að það tæki til um-
fjöllunar og umsagnar frumvörp um
gagnagrunn og lífssýnabanka.
Af þessu spruttu miklar og langar
umræður, þar sem sitt sýndist hverj-
um.
Upplýst var af hálfu Hauks og
Ólafs H. Sigurjónssonar að málið
hefði mikið verið rætt í framkvæmda-
stjórn og menn komist að þeirri nið-
ustöðu að ekki væri rétt af regn-
hlífarsamtökum að senda inn form-
lega umsögn með tilliti til afar skiptra
skoðana og gagnstæðra ályktana frá
einstökum aðildarfélögum. Afram
var af ýmsum lögð áhersla á það að
bandalagið ætti engu að síður að senda
inn sitt álit. Að lokum var samþykkt
að framkvæmdastjórn bandalagsins
kannaði það að halda sérstakan fund
um þessi mál með útvíkkaðri aðild
allra félagsmanna að slíkum fundi —
3-5 fulltrúar. Fundi slitið kl. rúmlega
Hlerað í hornum
Kona ein var nýbúin að gera upp
lóðina hjá sér þ.e. þann hluta sem var
bakdyramegin og átti í mesta baksi
með strákapottorma sem voru í
stríðsleik á lóðinni og fóru ekki vel
með nýgerða lóðina. Hún rauk því
einu sinni út með pönnukökupískinn
í hendi og las yfir þeim. Tveir þeirra
flýðu en sá þriðji fraus á staðnum og
þá rann konunni reiðin.
Seinna hellulagði hún hinum megin
við húsið og setti þar m.a. niður
alllangt rörfyrir ljós. Einn daginn sér
hún að pottormarnir eru að henda
steinum ofan í rörið, rýkur út, tveir
hlaupa burt en sá þriðji frýs á staðnum
en stynur upp: “Áttu líka heima héma
megin?”
oooooo
Hjónin voru að tala um það að þau
væru farin að eldast. Þá sagði konan:
“Ja, það getur nú verið en karlmenn
snúa sér nú enn við þegar ég mæti
þeim”. Þá sagði maðurinn: “Ja, það
hlýtur þá að vera í hina áttina”.
Vinjarkórinn
syngur við
setningu
myndlistarsýn-
ingar.
Eftirhreytur
Ritstjóri átti þess því miður ekki kost að sækja opnunarhátíð Dvalar í
Kópavogi, sem greint er frá hér í blaðinu í frásögn Ingólfs H.
Ingólfssonar af geðheilbrigðisdeginum lO.okt. en daginn áður var haldin
hátíð mikil í Digraneskirkju til að fagna nýju athvarfi, nýrri vin í
eyðimörkinni ef svo má segja með tilvísan til Vinjar á Hverfisgötunni.
Kristín Jónsdóttir starfsmaður Hússjóðs sem einmitt er tengiliður héðan
varðandi búsetu og þjónustu við geðfatlaða mætti fyrir bandalagið við
athöfnina, kvaddi sér þar hljóðs og flutti hjartanlegar árnaðaróskir frá
Öryrkjabandalagi íslands. Með fylgdi svo ein fátækleg staka ritstjóra.
Til að létta lífsins böl
og lækna sálarundir
verður hérna hugþekk dvöl
og heillavinafundir.
Ritstjóri mun svo heimsækja Dvöl þegar þar er komin nokkur reynsla
sem hann efar ekki eitt augnablik að muni mæta góð reynast.
Og fleiri eftirhreytur. Varðandi myndlistarsýninguna sem bar hið
skemmtilega heiti og virðulega um leið: Myndlistarsýning
Akademíu Vinjar, þá leit ritstjóri þar inn á meðan sýningin stóð og átti
þar einkar notalega dvöl í félagsskap fallegra verka.
Þar var margt virkilega vel gjört og allt stóð þarna vel fyrir sínu og
hefði sómt sér býsna vel á hvaða myndlistarsýningu sem væri. Aðeins
voru heildaráhrifin í raun mun betri en oft vill verða á slíkum samsýningum
ólíkra listamanna.
Það fólk sem átti þarna hin athyglisverðustu verk af ýmsu tagi er
sannarlega þess vert að þess sé getið. Auðvitað voru verkin mismörg hjá
hinum einstöku sýnendum en þeir voru í stafrófsröð: Aðalbjörg Edda,
Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Eyjólfur Kolbeins,
Guðný Svava Strandberg, G.S.M., Helgi Ásmundsson, Hjalti Haukur
Ásgeirsson, Kristmar, Óli Sig, Óskar Theódórsson, Rebekka Bjarnadóttir,
Stefán Grímsson, Sveinn Bergmann Hallgrímsson, Thor og Þorsteinn
Axelsson.
Leikmannsauga eitt réði því að ég staðnæmdist sérstaklega við
myndverk Guðnýjar Svövu sem mér þóttu bera einstaklega vel vott um
listfengi og kunnáttu um leið.
Annars voru fleiri verk sem fönguðu augað s.s. hjá Aðalheiði og GSM.
en öll þessi verk glöddu augað eða drógu að sér athygli manns og það er
meira en maður fær alltof oft sagt um myndverk.
Hlýjar þakkir til ykkar sem buðu mér sérstaklega og um leið er hér
hvatning til ykkar allra um að nema enn ný lönd og umfram allt: Haldið
áfram að gleðja augu okkar.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15