Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 10
Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1998 var haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 31. október og hófst hann kl. 10 árdegis. Formaður Öryrkjabandalagsins, Haukur Þórðarson, setti aðalfundinn nieð ávarpi og bauð alla velkomna til fundar, en fundinn sátu alls nær 80 fulltrúar og gestir. Haukur minnti á þá nýju skipan sem nú hefði verið tekin upp, en á síðasta aðalfundi hefði verið samþykkt tillaga um að fyrir fundinn yrðu allar skýrslur og reikn- ingar sendir út til fulltrúa á aðalfundi, en þar eiga atkvæðisrétt 3 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi bandalagsins. Þetta hefði verið gjört nú og vonandi skilaði það sem beztum árangri. Asgerði Ingimarsdóttur fyrrv. fram- kvæmdastjóra bandalagsins hafði eðlilega verið boðið á aðalfundinn og bauð Haukur hana sérstaklega velkomna og færði henni innilegar þakkir fyrir öll hennar mætu og merku störf. á minntist Haukur Einars Aðal- steinssonar hins þekka starfs- manns Vinnustaða Öryrkjabanda- lagsins til svo margra ára en Einar lézt í sviplegu slysi sl. sumar. Risu aðalfundarfulltrúar úr sætum til að votta Einari virðingu sína og þökk. Fundarstjórar voru kjörnir þau Þórir Þorvarðarson og Valey Jónas- dóttir og fundarritarar þau Helgi Hróðmarsson og Kristín Jónsdóttir. Næsta mál á dagskrá voru aðild- arumsóknir þriggja nýrra félaga og gerði Helgi Seljan grein fyrir þeim en þau voru: Daufblindrafélag Islands, Málbjörg og Tourette- samtökin. Framkvæmdastjóm og stjórn höfðu fjallað um umsóknirnar og gjörðu þá tillögu til aðalfundar að félögin fengju aðild. Var það síðan einróma sam- þykkt og félögin boðin innilega velkomin, en aðildarfélög bandalags- ins þá orðin 27 talsins. Fulltrúar hinna nýju félaga ávörpuðu svo fundinn og þökkuðu traustið og fögnuðu því að vera komin í hópinn. Þetta voru þau Benedikt E. Benediktsson frá Málbjörg, Þorlákur Ómar Einarsson frá Tourette - samtökunum og Svan- hildur Anna Sveinsdóttir frá Dauf- blindrafélagi Islands. Næst voru svo teknar fyrir skýrslur framkvæmdastjórnar og skrifstofu bandalagsins og höfðu formaður og framkvæmdastjóri stutta framsögu fyrir þeim í samræmi við það að þessar skýrslur báðar voru í heftinu góða sem sent hafði verið út fyrir fundinn. Aðeins til að drepa á efnisatriði í skýrslu formanns þá voru þau eftirtalin: Inngangur. Alyktanir aðalfundar til heilbrigðisráðherra. Samstöðuhátíð í Stykkishólmi. Meg- inreglur Sameinuðu þjóðanna. Umboðsmaður fatlaðra hjá SÞ í heimsókn á fslandi. Vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. íslenzk Getspá. Geðdeild í Hátúni 10. Gjaldskrár- hækkun Landsímans. Talgerfill. Starfsþjálfun fatlaðra. Dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Leigufbúðir. Umsagnir um frumvörp og reglu- gerðir. Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Bæklingur fyrir sveitarstjórnarkosningar 1998. Fundur með forstjóra Trygginga- stofnunar og tryggingayfirlækni. Samstarfsnefnd Tryggingastofnunar ríkisins. Reglugerð fyrir svæðisráð. Ár aldraðra. European Disability Forum. Önnur erlend samskipti. Styrkir og að lokum: Starfsfólk ÖBÍ. Þetta allt hefur fengið meiri eða minni umfjöllun hér í Fréttabréfinu og verður því ekki rakið hér. Formaður gerði tvö atriði sérstaklega að umtalsefni. Annað varðaði yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga sem nú ríkti óvissa um hvenær kæmi til framkvæmda sem orsakaði vandræða- stöðu. Brýnt væri að vel væri til þessa vandað en nauðsyn bæri til að sem fyrst kæmist á hreint hvenær af gæti orðið. Hitt atriðið snerti reglur eða lagaforsögn um örorkumat sem í deiglunni væri og hefði það sem meginforsendu að læknisfræðilegar ástæður réðu, þannig að menn misstu ekki mat niður í prósentum og þar með örorkuskírteini sitt vegna ein- hverrartekjuöflunars.s. nú gæti gerzt. Minnti Haukur á að það hefði lengi verið krafa Öryrkjabandalagsins að 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.