Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 37
María, Ingibjörg og Helga í Viðeyjarferð, en þangað fór Hringsjárfólk. einstaklings eraðjafnaði 5 klst. ádag, fimm daga vikunnar. Markmiðið er að hver einstaklingur finni starf við hæfi eða frekara nám og verði fær um að takast á við slík verkefni. VERKEFNI 2: Námskeið Kennsla og þjálfun í tölvunotkun, mat á möguleikum einstaklinga til að nýta sér tölvutæknina til náms og starfa. Önnur námskeið, t.d. bókhald, atvinnuleit og gerð umsókna. Nám- skeiðin eru ýmist opin öllum full- orðnum fötluðum eða sérhæfð og lokuð, þá ætluð sérstaklega fólki með ákveðna fötlun. Lögð er áhersla á að aðstaða og búnaður sé við hæfi. Kennt í 7-8 manna hópum, u.þ.b. 30 kennslustundir. Fjöldi hópa um 6 hópar á ári. VERKEFNI 3: Ráðgjöf Ráðgjöf og faglegur stuðningur er ekki fellur undir verkefni 1 og 2. Eftirfylgd útskrifaðra og viðtöl við aðra einstaklinga sem leita ráðgjafar, oft með tilvísun frá ýmsum samstarfs- aðilum t.d. svæðisskrifstofum, endur- hæfingarstöðum, læknum, félögum og samtökum öryrkja. Gert erráð fyrir u.þ.b. 20-30 ráðgjafarviðtölum á viku. Þjónustan skal innt af hendi af for- stöðumanni, náms- og starfsráðgjafa eða sálfræðingi. Starfseminni skal hagað í samræmi við markmiðsgrein laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 Eins og sjá má er þarna komin staðfesting á þáttum starfsins sem hingað til hafa verið úti í kuldanum hvað fjárveitingar varðar eins og námskeið og ráðgjöf. Samningurinn hefur því verulega fjárhagslega þýðingu um leið og í honum felst viðurkenning á því starfi sem unnið er, hann er okkur lyftistöng. Með tilkomu samningsins eru forsendur starfsreglna sem settar voru starf- seminni 1987 að nokkm leyti brostnar og eru því í endurskoðun, þetta snertir m.a. skipun stjórnar. Margrét Mar- geirsdóttir hefur verið formaður stjórnar Starfsþjálfunarinnar frá upp- hafi, skipuð af félagsmálaráðherra. Nú líður að því að hún láti af því embætti og ég vil nota þetta tækifæri til að undirstrika hversu frábærlega hún hefur unnið að hag og framgangi Starfsþjálfunarinnar og sýnt því góðan skilning alla tíð. Þar hefur hún unnið ómetanlegt starf og ég vil þakka henni einstaklega gott samstarf. Aðrir stjórnarmenn eru Helgi Seljan og Ólöf Ríkarðsdóttir og eiga þau einnig góðar þakkir skildar fyrir ötult starf , mikilvægan og góðan stuðning og ánægjulega samvinnu. Starfslið Starfsþjálfunarinnar er það sama og áður, ómetanlega tryggt starfsfólk með óbilandi áhuga. Þeim, sem og starfsfólki Öryrkjabanda- lagsins, þakka ég vel unnin störf og góða samvinnu. Guðrún Hannesdóttir. Guðríður Ólafsdóttir Nýr félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagsins Frá og með 1. sept. sl. tók hér til starfa hjá Öryrkjabandalagi Islands sem félagsmálafulltrúi Guð- ríður Ólafsdóttir. Guðríður er máske svo vel kunnug fólki í þessum mála- flokki að óþarft sé að kynna hana frekar en örfá atriði úr lífshlaupinu engu að síður fest á blað. Guðríður er fædd 12.mars 1946að Hlíðarenda í Ölfusi og ólst þar upp. Hún er spastísk frá fæðingu af óljós- um orsökum. Guðríður tók gagn- fræðapróf frá Hlíðardalsskóla 1962. Hún hóf svo störf hjá Sjálfsbjörg — landssambandi, fyrst í afleysingum 1966ogvann þarsvoíl8árogsíðan 8 ár hjá Reykjavíkurfélaginu. Þaðan fer hún svo til Félags eldri borgara sem framkvæmdastjóri þess félags og síðan einnig Landssambands aldraðra eftir stofnun þess en þar var hún í 8 ár. Sl. ár var hún deildarfulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. 1988 varhún kjörin í aðalstjórn Sjálfs- bjargar — landsambands fatlaðra, var svo varaformaður þar og tók við for- mannsstöðunni við lát Jóhanns Péturs Sveinssonar og var formaður þar til í vor leið. Hún er formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins og í stjórn Öryrkjabandalags Islands var hún þetta síðasta starfsár. Guðríður er fráskilin, var gift í 31 ár og á eina dóttur barna. Við hér á bæ bjóðum Guðríði hjartanlega vel- komna til starfa að hinum mörgu mál- um sem á þarf að taka á ýmsa lund. Hún er gjörkunnug þessum mála- flokki hvert sem litið er og því vitum við að okkur hefur bætst hinn vaskasti liðsmaður sem allir vænta sér hins besta af. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.