Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 47
SAMRÁÐSNEFND YIÐ TRY GGINGASTOFNUN Lengi hefur það verið í umræðunni að nauðsynlegt væri að nánara samstarfi yrði upp komið á milli hagsmuna- samtaka fatlaðra og Tryggingastofn- unar ríkisins. Raunar hefur Öryrkja- bandalag íslands jafnan átt ágætt samstarf við þessa stofnun sem hefur það þýðingarmikla hlutverk að þjóna tugþúsundum lífeyrisþega og sjúkl- inga. Vissulega hljóta álitaefni að verða mörg þegar um sjálfa lífs- afkomuna er að tefla en ekki síður vegna duttlungafullra ákvarðana stjórnvalda og sífelldrabreytinga, því miður of oft til þrengingar eða skerðingar. Nú hefur fyrir forgöngu forstjóra TR Karls Steinars Guðnasonar verið komið á fastri skipan þessara mála með samráðsnefnd þar sem hin ýmsu mál eru reifuð og rædd. Úrskurðar- nefnd er þetta ekki en trúa mín sú að margt geti gott af hlotist, alla vega hefur þegar verið farið vítt um svið m.a. varðandi örorkuskírteinin, svo ekki sé nú minnst á hin margvíslegu hagsmunamál sem á knýja hverju sinni. Nýtt frumvarp um örorkumat hefur verið kynnt nefndinni, kynnt þjónustumiðstöð og helstu útlínur í væntanlegu starfssviði hennar sem hlýtur að verða mjög til bóta og svo mætti áfram telja. Nefndarstarfi stýrir Margrét Jónsdóttir, en aðrir frá TR eru Agúst Þór Sigurðsson og Asdís Eggertsdóttir frá lífeyrisdeild og Haraldur Jóhannsson frá læknadeild. Hrefna Svavarsdóttir ritar fundar- gerðir. Frá Þroskahjálp er Friðrik Sigurðsson og frá okkur í Öryrkja- bandalagi íslands eru Garðar Sverris- son og undirritaður. Til tals hefur komið í nefndinni að Tryggingastofnunin hafi fastan fréttadálk í Fréttabréfinu og myndi því af mörgum fagnað. Þó samráðsnefnd sé vissulega áfangi sem meta ber er hitt þó jafn- ljóst að valdsvið er nánast ekkert. Hins vegar eru orð til alls fyrst og áreiðanlega verður hér af verðugt gagn, ef vel verður á haldið af öllum aðilum. Alla vega fer starfið vel af stað, en skilaboðin skýr og klár þurfa þá að komast alla leið þangað sem ákvarðanir eru teknar og um leið þarf að koma þeim skilaboðum í skýra framkvæmd. Það skiptir öllu um áframhaldið. Helgi Seljan. Myndarleg útgáfa MND — félagsins Hingað inn á okkar borð barst góð sending frá MND — félagi íslands og það hvorki meira né minna en 3 sendingar í sama pakka þegar betur var að gáð. I fyrsta lagi er um að ræða stórfróð- legt myndband sem virkilega mun að gagni koma fyrir þá sem þessi mál skipta svo miklu, bæði sjúklinga sem aðstandendur og þá ekki síður hvers konar fagfólk. Síðan er bæklingur mjög læsilegur sem nefnist Motor Neurone Disease. Upplýsingar og leiðbeiningar um MND sjúkdóminn handa foreldrum barna og ungs fólks. Hann skiptist í nokkra kafla auk inngangs, en þýddur er hann og staðfærður úr ensku. Kaflaheitin eru: Hvers vegna þurfa börnin að vita hvað er að gerast? Hvernig segja á börnum frá sjúkdómi ástvinar. Að svara spurningum. Sam- band við skólann. Tilfinningar og viðbrögð. Það sem hægt er að gera er sjúkdómurinn ágerist. Þeir sem veita upplýsingar og aðstoð. Þá er einkar glæsilegur bæklingur félagsins: Þegar einhver nákominn er með MND. Einkar góð myndskreyting fylgir texta sem fangar mann við fyrstu sýn svo fróðleikurinn kemst enn betur til skila. I inngangi segir: Þessi bæklingur leitast við að svara einhverjum þeirra spurninga sem þú gætir haft um MND. Kaflaheitin skýra sig sjálf en alls staðar afar góðan fróðleik að finna á áleitnu og auðskildu máli: Fyrst af öllu: Hvað er MND? Hvaða líkams- hlutar verða fyrir áhrifum frá MND? Önnur áhrif sem MND getur haft á fólk. Hvað veldur þessu? Fá börn MND?, sem síðan er svarað neitandi. Fæ ég sjúkdóminn þegar ég verð fullorðinn? Deyr fólk vegna þess að það hefur MND?, sem felur í sér svar- ið: því miður, fólki með MND batnar ekki. Tilfinningar þínar er lengsti Rafn R. Jónsson formaður MND félagsins. kaflinn. Þarsegirm.a.: Þúgeturekki alltaf verið sorgmædd/ur. Ekki fá samviskubit yfir því að vera glöð/ glaður. Hlutir sem hægt er að gera fyrir framtíðina er svo lokakaflinn. MND félaginu er sannur sómi að þessari stórmyndarlegu útgáfu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.