Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 26
VIÐHORF Kristján Sigurmundsson framkv.stj. Styrktarfélags vangefinna: VIÐHORF Á AFMÆLISÁRI Styrktarfélag vangefinna er 40 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur ýmislegt verið gert af hálfu félagsins, bæði til hátíðabrigða og til að vekja athygli á starfsemi þess. Við kynningu á félaginu hefur mér virst það koma mörgunr á óvart hversu umfangs- mikinn og fjöl- þættan rekstur félagið hefur með höndum. Það hversu viðamikill rekstur Kristján félagsins er á sér Sigurmundsson þær sögulegu for- sendur að Styrkt- arfélag vangefinna var brautryðjandi á öllum sviðum þjónustu við þroska- hefta. I 3. gr. laga félagsins, sem er markmiðsgrein laganna segir: Til- gangur félagsins er að vinna að því: a. að vangefnum verði veitt sem ákjósanlegust skilyrði til að ná þeim þroska, sem hæfileikar þeirra leyfa b. að sem flest almenn tilboð standi vangefnum til boða í námi, leik og starfi c. að komið verði á fót heimilum, stofnunum og vinnustöðum fyrir þá vangefnu, sem þess þurfa, og að reka slíka staði ef ástæða er til d. að styðja og styrkja þá sem starfa með vangefnum, eru í námi því tengdu, eða vilja afla sér menntunar í því sambandi e. að annast kynningu á málum van- gefinna, t.d. með útgáfustarfsemi og fræðslufundum f. að upplýsa og aðstoða foreldra og ættingja vangefinna eftir fremstu getu Sá liður í markmiðsgrein laganna sem á undanförnum áratugum hefur verið langfyrirferðarmestur í starfsemi félagsins er c- liðurinn, þ.e. að koma á fót og reka stofnanir og heimili. Enda var við stofnun félagsins nánast ekki um að ræða nein önnur úrræði en Kópavogshæli. Brýnasta verkefnið var því að koma upp þjónustu sem sinnti sérstökum þörfum þessa hóps, en jafnframt með í huga virka þátttöku þeirra í sam- félaginu eins og mögulegt var. Lengi framan af sýndu engir aðrir sig líklega til að taka við rekstri heim- ila og stofnana fyrir þroskahefta. Það var ekki fyrr en með lögum um aðstoð við þroskahefta 1979 og tilkomu svæðisstjórna að ríkisvaldið setti upp eigið kerfi til að taka að sér uppbygg- ingu og rekstur á þjónustu við þroska- hefta og síðar aðra fatlaða. Þetta leiddi fyrsta áratuginn til mikillar upp- byggingar og úrbóta í málaflokknum, sérstaklega á landsbyggðinni. Það má segja að við þessar breytingar hafi staðan á höfuðborgarsvæðinu, eink- um í Reykjavík, orðið nokkuð sérstök, þar sem fyrir var svo umfangsmikill rekstraraðili sem Styrktarfélag van- gefinna er. Félagið hefur ávallt átt ágæt samskipti við svæðisskrifstofur og ráðuneyti, og stofnanir félagsins fengið fé á fjárlögum og úr fram- kvæmdasjóði fatlaðra. En engin stefnumörkun eða eiginleg verka- skipting hefur átt sér stað, nema þá í gegnum fjárlög. Nú er svo komið að nauðsynlegt er að staldra við og skoða vand- lega hvernig kraftar Styrktarfélags vangefinna koma best að gagni. A undanförnum árum hefur stöðugt verið að síga á ógæfuhliðina í rekstri á þjónustu fyrir fatlaða. Þörfin á þessu svæði er gífurleg og henni hefur ekki verið mætt með tilsvarandi tjárfram- lögum. Hvað Styrktarfélagið áhrærir hefur þessi þróun haft það í för með sér að stöðugt meira af sjálfsaflafé fer til daglegs reksturs stofnana. Félagið hefur ekki fengið hækkanir á fjár- lögum til starfseminnar svo neinu nemi, þrátt fyrir rökstuddar beiðnir og tillögur ár eftir ár. Framlög úr fram- kvæmdasjóði hafa nánast horfið og er það farið að valda verulegum vand- ræðum í viðhaldi húseigna. Hvaða skilaboð frá ríkisvaldinu eru þetta til félags sem hefur verið frumkvöðull í þjónustu og ábyrgur 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.