Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 5
þeim byrginn. Vissulega hafa næstum ókleifir veggir mætt mér í starfi. En mín lífsregla er að velta sér ekki upp úr vandanum, heldur hugsa yfir hann, og berjast síðan fyrir minni sannfær- ingu. Eg á mína trú og treysti á mátt bænarinnar, hefði varla verið alltaf í þessu starfi nema hafa einhvem bak- hjarl. Minn guð er ekki hátt upp yfir mig hafinn. Hann er umburðarlyndur og góður guð, sem maður getur talað við. Ef þú hefur lesið Æskuár Maxim Gorkis, þá þekkirðu hann. Fyrst tók ég hlutina mikið inn á mig. Það tekur á - að fjalla um örlög fólks. Starfið fylgdi mér alltaf, en mikið var hringt í mig heima. I seinni tíð eftir því sem ég þroskaðist, tókst mér betur að slaka á. Búsetumálin voru fyrsta baráttumál Öryrkjabandalagsins, að fatlaðir fengju öruggt heimili. Ferlimálin voru og eru líka umfangsmikil. Atvinnu- málin hafa því miður setið á hakanum. Það er erfitt að koma fötluðu fólki í almenna vinnu, líka fullt af fólki sem vill bara vinna innan um sína jafn- ingja, eða á vernduðum vinnustöðum. Nú eru kjaramál stærsti vandinn, að reyna að fá stjórnvöld til að skilja að fatlað fólk lifir ekki á loftinu. Ein- kennilegt hvað þeir sem ófatlaðir eru, eiga erfitt með að skilja þetta. sem gæfan ei gleymdi en gengu sinn veg og gaf svo af lífinu meir. Kjör fatlaðra voru miklu betri, þegar ég byrjaði að vinna hjá þeim. Þá gátu menn sótt um tvöfaldar bætur, og hægt var að biðja Félagsmálastofnun um að draga þá að landi, sem komust í skuld með húsaleigu. Fræg var setningin í bréfunum mínum “að honum eða henni væri ósýnt um fjármál sín.” Ásgerður brosir, en verður fljótt alvarleg aftur. “Síðustu tíu árin hefur sigið á ógæfuhliðina, þótt við höfum barist við að halda í horfinu. Með 64 þús- und krónur í umslaginu, ertu búin að fá allar uppbætur. Á þessu áttu að lifa, borga húsaleigu og fæða þig. Við höfum reynt að fá vasapeninga hækk- aða úr 12 þúsund krónum, því að fólk getur ekki klætt sig, - og niðurlægj- andi að þurfa að lifa á bónbjörgum, en margt af þessu fólki er ungt og langar til að fara út og skemmta sér. Kaupakonan unga, Asgerður, með svartan sjóhatt, að þvo við þvottahverinn góða í Gröf. Róðurinn er erfiður, því að auð- söfnun er greinilega að ná yfirtökum í þjóðfélaginu, þegar það er orðinn fastur liður í fréttum á hverju kvöldi hvað selst hafi mikið af verðbréfum! Eins að það skuli vera talsvert ríkj- andi hugsanaháttur að tala um, hvað öryrkjar” kosti" þjóðfélagið mikið. Býsna alvarlegt mál, þegar fatlaðir þurfa að leita til Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem er aðeins hugsuð til að hjálpa fólki, ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir, og fátækum fjölskyldum fyrir jólin. Kirkjan er ekki félags- málastofnun,” segir Ásgerður með þunga. “Það er áhyggjuefni, hvað þjóðfélagið hefur breyst mikið gagn- vart þeim sem minna mega sín. Náungakærleikurinn á í vök að verj- ast, enda virðist hafa gleymst að innræta rnörgu ungu fólki samúð og virðingu gagnvart öðrum.” - Hvernig stóð á því, að þú fórst að vinna fyrir Öryrkjabandalagið? “Það varð svona einhvern veginn, segir Ásgerður og hlær, “ég átti að leysa af í mánuð, en sat í 28 ár. Upp- hafið var að ég átti systurdóttur sem var mongólíti. Systir mín, Sigríður, sat í stjórn Öryrkjabandalagsins, þegar Guðmund Löve vantaði einhvern til að leysa sig af. Norræn ráðstefna var í undirbúningi, og vinnan lenti talsvert á mér. Þegar ég svo ætlaði að hætta, tók Oddur Ólafsson læknir mig undir vegg og sagði, að ég skyldi koma til þeirra. Þá var ég að vinna hjá Kvenfélaga- sambandinu, en langaði meira til að starfa fyrir Öryrkjabandalagið - og Asgerður að rétta föður sínum, Ingimar, nafna hans í skírnarkjólnum sem hún var sjálf skírð í. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.