Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 21
Kynning framkvæmdastjóra
Fram er haldið þeim góða sið að
kynna framkvæmdastjóra
félaga okkar. Nú er komið að
nýjum framkvæmdastjóra Alnæmis-
samtakanna á Islandi. Hún heitir Anna
Friðrikka Guð-
jónsdóttir og við
Guðríður Ólafs-
dóttir tókum hana
tali í byrjun nóv-
ember um leið og
við fengum ágætt
kaffi til að liðka
málbeinin.
Anna Friðrikka
er fædd á Siglu-
firði 26. júlí 1965
og ólst þar upp.
Foreldrar hennar
eru Guðjón Jó-
hannsson og Val-
gerður Halldórs-
dóttir sem enn búa
á Siglufirði.
Anna Friðrikka
fór í fjölbrauta-
skóla á Akureyri
(forvera Verkmenntaskólans) og var
þar í einn vetur. Hún fór svo til Israels
í sjálfboðavinnu í 5 mánuði, vann þar
á samyrkjubúi og kvað það hafa verið
dýrmæta lífsreynslu.
Frá 1984 til 1993 bjó hún í Vest-
mannaeyjum, gifti sig þar, var hús-
móðir og eignaðist þar sín tvö börn.
Hún stundaði nám utan skóla og hugð-
ist mennta sig sem sjúkraliða, en það
reyndist henni of mikið álag vegna
sjúkleika, en Anna Friðrikka er
psoriasis- og gigtarsjúklingur. Venti
sínu kvæði í kross og fluttist til Reykja-
víkur, fór í sminkunám og er sminka í
íslensku óperunni og hjá áhugaleik-
hópum.
Hjá Almæmissamtökunum hóf hún
störf 15. ágúst sl. undir leiðsögn Grétu
Adolfsdóttur fyrrum framkvæmda-
stjóra sem flutti búferlum til Súðavík-
ur, tók svo við að fullu í september-
byrjun og er í 77% starfi. Hún sér um
skrifstofuna, hefur góð tengsl við
fólkið sem hittist þarna og talar saman,
enda er þetta eins konar félagsmiðstöð
frá kl. 13 til 17. Hún er einnig við á
kvöldin ef þess þarf með t.d. vegna
hópastarfs.
Hún kvað formanninn, Inga Rafn
Hauksson, vinna afar mikið og
ómetanlegt starf. Hún sagðist svo
sem gera allt sem gera þyrfti, sjá um
þrif, veitingar, væri þannig ráðskona
og sæi í raun um þetta eins og hvert
annað heimili. Hún sagði að öllum
meiri háttar málum fólksins væri vísað
til Sigurlaugar Hauksdóttur félags-
ráðgjafa sem væri þarna með vikulega
tíma, kl. 14 - 16 á miðvikudögum.
Anna Friðrikka sagði aðspurð að
nýju lyfin gæfu mörgum mikla bót en
margir yrðu fyrir aukaverkunum, aðrir
hefðu hreinlega ofnæmi fyrir lyfjun-
um. Hún kvað fordóma enn í gangi,
því skyldi ekki gleymt.
Við spurðum í lokin hvort ekki væri
nú margt á döfinni. 1. des. er árlegur
alþjóðadagur í þágu alnæmisfólks, þá
verður opið hús ogjafnvel blysför. Nú
svo er afmælisundirbúningurinn í
fullumgangi, 10 ára afmælið. Afmæl-
isblað Rauða borðans verður veglegt.
Sýning á sögu alnæmis í fortíð, nútíð
og framtíð opnuð 28. nóv. í Tjarnarsal
Ráðhússins og þá málþing sama dag
sem gestum verður boðið til eftir
opnun sýningar. Sýningin stæði svo
til 5. des., en einmitt þá er félagið 10
ára.
Anna Friðrikka minnti svo á
alþjóðlega slagorðið 5. des.: Ungt fólk
gegn alnæmi.
Við Guðríður þökkum Önnu
Friðrikku fyrir ágætt spjall, óskum
afmælisbarninu innilega til hamingju
með daginn og árnum því alls
velfarnaðar í framtíðinni.
Síðan lá leið okkar Guðríðar til húsa
Blindrafélagsins til fundar við
Gísla Þór Gíslason rekstrarstjóra þess
félags, sem raunar er ígildi fram-
kvæmdastjóra. Gísli Þór er fæddur
21.nóv. 1961 íReykjavíkþarsemhann
hefur alið sinn aldur síðan.
Foreldrar Gísla Þórs voru hjónin:
Aslaug Ingibjörg Ásgeirsdóttir og
Gísli Ingibergsson löggiltur rafverk-
taki, en þau eru bæði látin. Gísli segir
sínar bernsku- og æskuslóðir hafa ver-
ið í Smáíbúðahverfinu, nánar tiltekið
í Langagerðinu. Hann fór í Iðnskólann
í Reykjavík og lauk sveinsprófi í
rafvirkjun 1982, varð svo rafiðn-
fræðingurfráTækniskólanum 1986 og
1992 iðnaðartæknifræðingur frá sama
skóla sem í raun samsvarar rekstrar-
tæknifræði.
Hann vann við rafvirkjun í 4-5 ár,
var svo útsendingarstjóri á Stöð 2 '87-
'88, vann þar næst að sölu- og mark-
aðsmálum fyrir Vélaverkstæði Vald.
Poulsen. 1992 réðist hann sem fram-
kvæmdastjóri Landssambands ísl.
rafverktaka allt þar til hann réðist til
Blindrafélagsins 16.jan. á þessu ári.
Gísli Þór segist hafa gnótt góðra
verkefna að vinna að.
Hjá Blindrafélaginu starfa auk
formanns í hlutastarfi 13 manns
f 10 stöðugildum og er þá Blindra-
vinnustofan þar fyrir utan, enda sjálf-
stætt fyrirtæki. Gísli Þór telur upp
fólkið sem fæst við hin fjölbreyttu störf
allt frá félagsráðgjafa og bókara upp í
starfsstúlku mötuneytis og umsjónar-
mann húss að ógleymdum forstöðu-
manni Hljóðbókagerðar. Hann nefnir
nokkur verkefna þeirra sem við er
fengist. Verið er að byggja upp trún-
aðarmannakerfi sem Ragnar Magn-
ússon kynnir einmitt í þessu blaði.
Þetta fyrirkomulag segir Gísli að önnur
öryrkjafélög ættu að huga að — aflétta
félagslegri einangrun — veita stuðning
við fjölskyldur o.s.frv.
Unnið er að því að bæta aðgengið í
húsinu með t.d. breytingum í anddyri
og nýrri lyftu og síðan eru það íbúð-
irnar sem taka þarf f gegn.
Gísli Þór segir það stolt þeirra að
eiga formann æskulýðsnefndar
Alheimssamtaka blindra, fyrsta for-
manninn þar, sem er Sigrún Bessa-
dóttir.
Hann minnir á talgerfilinn, hugbún-
aður settur í tölvur, skannar síðu og les
svo. Unnið í Windows-umhverfi í
framtíðinni. Menn binda miklarvonir
við tækniþróun í tölvumálum sem
auðveldar blindum að taka að sér fleiri
störf, skapar um leið fleiri og betri
samskiptamöguleika fyrir blint fólk.
Gísli Þór segist í lokin vera mjög
bjartsýnn á framtíðina fyrir þá blindu,
framþróun vinnur svo sannarlega með
þeim. Við Guðríður þökkum gott
spjall, árnum Gísla Þór alls góðs í
störfum og Blindrafélaginu góðs
gengis í framtíðinni.
H.S.
Anna F.
Guðjónsdóttir
Gísli Þór
Gíslason
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
21