Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 17
þyrfti að vera hægt að lifa mann- sæmandi lífi af örorku og enga sögðust þau þekkja öryrkja sem væru letingjar. Styrmir Gunnarsson ritstjóri minnti á mál norska forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, sem hann sagði hafa lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir opnum umræðum um geðsjúkdóma og skilning á þeim með því að skýra opinberlega frá þunglyndi sínu. Hann dró í efa sama umburðarlyndi og hreinskilni hér og sýnt hefði verið í Noregi. Styrmir sagðist hafa átt sam- skipti í sínu starfi við margt hæfi- leikafólk sem væri með geðhvarfasýki og vissulega gæti það verið þolraun. Minnti á Róbert Schumann, tónskáld- ið sem hafði samið verk sín í oflætis- köstum en þess á rnilli verið haldinn svartasta þunglyndi. Ef Schumann væri uppi nú á dögum, hvað myndu listamenn segja ef Morgunblaðið fengi þennan “brjálaða mann” til að skrifa um tónlist, sagði Styrmir. Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórn- málafræðingur sagði frá reynslu úr Rauða kross-starfinu. Aðstæður sjúklinga og starfsfólks t.d. ömurlegar í Georgíu enda efnahagsástandið í landinu afar bágborið. Svo væri miklu víðar. Síðastur var svo Stefán Eiríksson lögfræðingur í dómsmála- ráðuneytinu, sem talaði um aukna áherslu á rétt sjúklinga. Ræddi nýju lögin um lögræði sérstaklega þar sem ýmis ákvæði væru til mikilla bóta. Spurning væri um hversu starfsfólk sjúkrastofnana þekkir vel til réttinda sjúklinga skv. hinum nýju lögum, enda kom m.a. fram í umræðum á eftir að þar væri víða pottur brotinn. Hólmar Henrysson lék því næst á harmonikku og gladdi menn mjög með sínum hlýju hljómum. Lokaorðin voru svo Péturs Haukssonar, formanns Geðhjálpar sem þakkaði fyrirlesurum gott veganesti inn í framhaldsumræður um þessi mál. Á eftir voru svo kaffiveitingar og heilmikið spjallað um málþingsefnið, lífið og tilveruna yfir kaffibollunum. Var það mál manna að mjög vel hefði til tekist í hvívetna. Að lokum er svo rétt að minna á að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var verndari Alþjóða- geðheilbrigðisdagsins á Islandi. Þetta trúnaðarstarf í þágu Geðhjálpar á íslandi mun hafa verið meðal allra fyrstu verka hennar á opinberum vettvangi eftir að maður hennar var kjörinn forseti. Geðhjálp minntist hennar sérstak- lega í riti sínu, en hún lést aðeins tveimur dögum eftir Alþjóðageðheil- Hlerað í hornum Einhver málspekingur var að velta fyrir sér notkun hinna ýmsu mismunandi orða yfir sama hlutinn. Hann spurði því bóndann úr næstu sveit hvort þeir segðu þar í sveit: “Eg er dáinn — eða ég er dauður”. Bóndinn svaraði á augabragði: “Við gerum hvorugt, við þegjum þegar við erum dauðir”. oooooo Þeir unnu þrír saman á verkstæðinu, maður allmikið við aldur, tæplega miðaldra maður og maður innan við tvítugt. Sá yngsti var yfirleitt settur í verstu og óþrifalegustu verkin. Einn morguninn voru þessir tveir eldri að ræða saman um skilgreiningu þess að njótaástaámeðandrengurpúlaði. Sá eldri sagði að þetta væri nú 50% vinna og 50% ánægja. Sá yngri var ekki á því og sagði að ánægjan væri nú 75%. Þeir spurðu svo stráksa og hann var fljótur til svars: “Það er ábyggilega 100% ánægja, því ef það væri einhver vinna þá létuð þið mig áreiðanlega gera það”. oooooo brigðisdaginn eða 12. okt. Ingólfi H. Ingólfssyni fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar er svo að síðustu þökkuð liðveisla hans við að koma þessari frásögn af deginum hér á blað, þar sem ritstjóri sótti heima- slóðir heim á þessum ágæta degi, sem tókst svo ágætlega hjá þeim er að stóðu. Verkstjórinn í unglingavinnunni sendi beiðni til yfirmannsins: Vantar fleiri skóflur. Til baka fékk hann svohljóðandi svar: Allar skóflur uppurnar. Þið verðið bara að styðja hver við annan. oooooo Eiginmaðurinn var heldur bágrækur til allra lagfæringa á heimilinu og svaraði gjarnan út úr þegar eiginkonan bað hann að gera við eitthvað. Einu sinni fór að leka undir vaskinum og eiginmaðurinn sagðist ekki geta neitt í því máli, enda væri hann enginn pípari. Sömu svör fékk konan þegar lamir á eldhússkápnum biluðu enda sagðist maðurinn ekki vera neinn smiður. Daginn eftir kom hann svo heim úr vinnunni og komst að því að hvoru tveggja var komið í lag. Aðspurð sagði konan að maðurinn í næsta húsi hefði gert við þetta fyrir sig. “Og hvað þurftirðu að borga honum?” spurði eiginmaðurinn. Konan brosti sínu blíðasta og svaraði: “Nú hann sagði að annað hvort borgaði ég honum í blíðu eða þá að ég bakaði fyrir hann og ég er náttúrulega enginn bakari”. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.