Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 50
• IBRENNIDEPLI Fjárlagafrumvarp hvers árs vekur ævinlega allmikla athygli, ekki síst þeirra sem það varðar svo miklu, þó auðvitað megi segja að þetta ágæta frumvarp komi öllum landsmönnum við. A tvennu skal tæpt hér. Annað varðar bætur almannatrygginga, hitt varðar Framkvæmdasjóð fatlaðra. Fyrst þá um Framkvæmdasjóð fatlaðra. Skv. lögum um málefni fatl- aðra á sá sjóður að fá allar tekjur Erfðafjársjóðs og ríkisframlag að auki. Tekjur Erfðafjársjóðs á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi eru 40 millj.kr. og reynslan hefur sýnt að áætlun fjárlagafrumvarps er afar varkár væg- ast sagt. Og hvað fær þá Fram- kvæmdasjóður fatlaðra í sinn hlut? 235 millj. kr. — tæpan helming lög- boðinna tekna Erfðafjársjóðs og auðvitað er ríkisframlagið víðs fjarri eins og áður. Nú er viðurkennt að stofnfram-kvæmdir eru mjög brýnar alveg sér í lagi í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi, þar eru langir neyðarbiðlistar eftir bæði búsetu og þjónustu og það vita stjórnvöld. Helmingsniðurskurður er því tæplega til að létta af neyð þessa fólks. Annað kemur einnig inn í myndina. Ljóst er að stóri þröskuldurinn varðandi flutn- ing málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga verður utan efa hvaða fjármagn skuli fylgja, bæði til stofnfram- kvæmda og reksturs. Ekki er nú unnt að segja að þetta framlag sé nú gæfulegur vegvísir fyrir þennan flutning, því öllu skiptir að sveitarfélögunum sé gjört kleift að taka við málaflokknum af myndugleik og til framþróunar, en með niður- skornunt fjárveitingum er það ein- faldlega ekki hægt. Öryrkjabandalag íslands hefur sent bæði félagsmála- ráðherra og fjárlaganefnd áskorun þetta varðandi um það að skila inn í Framkvæmdasjóð fatlaðra a.m.k. þessu lögboðna framlagi eða 480 millj. kr. Við skulum vona að menn átti sig á því í tíma og hér þarf að standa við lög, bæði í ljósi hins alvarlega ástands og eins til að gjöra flutning málaflokksins mögulegan. á að bótum almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Af athuga- semdum við frumvarpið má ráða að þar er ekki litið til þess bága kjara- ástands sem alltof margir lífeyrisþegar og þá einkum öryrkjar búa við í þessu bullandi góðæri sem gjarnan er svo mjög gumað af á góðum stundum. Þar er sem sé gjört ráð fyrir 3.65% hækkun bóta um næstu áramót s.s. kjarasamningar segja til um og í raun ekkert fram yfir það. Ekkert er um að kjaragrunnur öryrkja verði færður nær lágmarks- launum í landinu sem hlýtur þó að vera lágmarkskrafa. Ekkert er um það að frítekjumark hækki, ekkert um að dregið verði úr hvað þá felld niður tenging á tekjum maka við bóta- greiðslur, heldur ekkert um hækkun svokallaðra vasapeninga á heimilum fatlaðra sem þó kostar rétt um 20 millj. að leiðrétta um 50%. Það eina sem út af ber er ákveðin hækkun umönnunargreiðslna vegna nýrra reglna þar um, en hátíðlega lofað um leið að útgjaldaaukinn muni ganga til baka að hluta! Svo er reyndar aukin áhersla lögð á endurhæfingarlífeyri sem þó hækkar ekki nema um 11 % milli fjárlagaára. Sannarlega er ekki hátt risið á þeim sem ætla að leggja út í kosninga- baráttu næsta vor með það kjaraástand sem svo alltof víða ríkir og sem vel að merkja kostar rfkissjóð sáralítið að lagfæra þegar til alls er litið, svo miklu sem skilað er til baka í formi skatttöku með beinum og óbeinum hætti. Ég segi hiklaust sáralítið á fjárlaga- mælikvarða þar sem hverjar 100 millj. kr. mæla innan við 0.06% af heild- arfjárlagatölunni, þ.e. 500 millj. þýða 0.3%, en sú upphæð til bótadæmis örorkulífeyrisþega myndi svo sannar- lega gjöra mjög mikið gagn. Öryrkja rnunar vissulega um slíka leiðréttingu, þó ekki væri meiri, enda ætti stjórn- völdum ekki að þykja vansalaust að kjör öryrkja skuli ekki nándar nærri fylgja þeim lágmarkslaunum sem greidd eru í landinu og blessunarlega sárafáir búa við. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra segist vera með einhverjar leiðréttingar í huga s.s. varðandi teng- ingu við tekjur maka og frítekju- rnarkið, en ótti okkar sá að það verði hvorki af rausn né reisn að málum staðið, en við bíðum og sjáum hvað setur. Ekki erbeysnara ástandið þegar að bifreiðakaupastyrkjunum er komið sem staðið hafa í stað að krónutölu undanfarin mörg ár. Þar á allt að sitja við það sama, þrátt fyrir að ráðherra hafi sett sjálf á laggirnar nefnd varðandi endurskoðun þessara mála, nefnd sem skilaði tillögum fyrir bráðum ári og lagði þar til skynsam- lega og réttláta hækkun styrkjanna, 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.