Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 29
ALYKTANIR AÐALFUNDAR Sú nýja tilhögun var viðhöfð á aðalfundi nú að vinnuhópar störfuðu um 5 tilgreinda mála- flokka: atvinnumál, búsetumál, félagsmál, kjaramál og menntamál. Þar stýrðu verki formenn starfsnefnda þeirra sem starfað höfðu milli aðal- funda og munu starfa áfram næsta ár. Endirinn varð sá að út af fundinum fór aðeins meginályktun um kjaramál svo og stuðningur við þingmál. Fara þær hér á eftir: Meginályktun aðalfundar ÖBI: Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn 31.október 1998, skorar á Alþingi að aflétta því neyð- arástandi sem ríkir í tryggingamálum öryrkja og búa svo um hnúta að bætur dragist aldrei aftur úr þróun launa- vísitölu. Þá skorar fundurinn á Alþingi að viðurkenna hina margvís- legu sérstöðu öryrkja með því að hækka grunnlífeyri sérstaklega og mest hjá þeim sem verða fyrir varan- legri örorku á æskuárum. Verði einstaklingur fyrir varanlegri örorku 20 ára eða yngri skal grunn- lífeyrir hans nema ekki lægri upphæð en kr. 45.000 á mánuði og fylgi sú upphæð þróun launavísitölu. Verði einstaklingur fyrir örorku síðar á starfsævinni skal grunnlífeyrir hans nema hlutfallslega lægri upphæð, eða sem svarar 1,4% (kr.636) fyrir hvert ár umfram tvítugt uns ellilífeyrisaldri er náð. Aðalfundur ÖBI hvetur stjórnvöld til að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og létta til muna jaðar- sköttum af því fólki sem harðast verð- ur fyrir þeim. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að hækka verulega bæði frítekjumark og skattleysismörk, auk þess sem hverfa verður að fullu frá skattlagningu húsaleigubóta. Stuðningur við þingmál Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands fagnar þeim þingmálum til hags- og réttarbóta fyrir öryrkja sem þegar hafa verið lögð fram á 123. löggjafarþingi. Aðalfundurinn treyst- ir því að öll þessi mál komi síðar til umsagnar Öryrkjabandalagsins svo þar gefist tækifæri til álitsgerðar um hin ýmsu mál, sem fyrir þingið eru lögð. Þetta eru m.a.: frumvarp til laga um að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega; tillaga til þingsályktunar um að íslenska tákn- málið verði viðurkennt sem móður- mál heyrnarlausra; frumvarp til laga um að húsaleigubætur verði ekki skattlagðar; frumvarp til laga um aukningu á greiðsluþátttöku sjúkra- trygginga vegna tannlæknakostnaðar; tillaga til þingsályktunar um endur- skoðun reglna um sjúklingatryggingu; frumvarp til laga um að fella niður þjónustugjöld í heilsugæslu; frumvarp til laga um greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunarríkisins vegna sérfræði- þjónustu við böm og unglinga á sviði sálfræði og félagsráðgjafar og frum- varp til laga um breytingu á útvarps- lögum að fréttir, sem fluttar eru í aðalfréttatíma sjónvarps, skuli jafnan vera textaðar á íslensku og textinn gerður aðgengilegur þeim sem svo kjósa. Aðalfundurinn skorar á Alþingi að samþykkja þessi réttlætismál nú á þessu síðasta þingi fyrir næstu alþing- iskosningar. Aðalfundurinn felur framkvæmda- stjórn bandalagsins að fylgjast vel með framvindu þessara mála svo og annarra þeirra sem fram koma og varða hag og heill lífeyrisþega. Yarðandi aðrar ályktanir þá voru þær meira inn á við og þeirra aðeins stuttlega getið. Búsetuvinnu- hópur beindi því til stjórnar banda- lagsins og stjórnar Hússjóðs að kann- að verði hvort unnt sé eða æskilegt að Hússjóður styðji öryrkja til kaupa á íbúðarhúsnæði, Hússjóður eignist eða láni 10% af andvirði íbúða. Könnunin taki til þess hvernig slíkt kæmi út fyrir öryrkja sem Hússjóð. Jafnframt hve margir gætu nýtt sér þennan valkost. Ef útkoman verður jákvæð mælir aðalfundur með því að tilraun verði gerð á næsta ári. Engu að síður verði haldið áfram uppbygg- ingu félagslegra íbúða. Atvinnumálahópurinn lagði til ýmislegt sem atvinnumálanefndin heldur áfram að fjalla um s.s. hvernig tryggja megi rekstrargrundvöll verndaðra vinnustaða, launamál og önnur réttindi fatlaðra þar verði til jafns við aðra launþega í landinu, úttekt verði gerð á þjóðhagslegu gildi við atvinnuþátttöku fatlaðra, sem þurfi nauðsynlega að auka. Félagsmálahópurinn lagði megin- áherslu á tómstundir fatlaðra, not þeirra af orlofshúsum stéttarfélaga til jafns við félaga þeirra og bindur miklar vonir við starf það sem unnið er í stjórnskipaðri nefnd sem um ýmislegt þessu tengt fjallar og Helgi Hróðmarsson situr í af hálfu banda- lagsins og er þar ritari. Menntamálahópurinn beindi því til framkvæmdastjórnar að aðildar að nefnd menntamálaráðuneytis um endurskoðun námsskrár verði krafist. Fleira verður ekki tíundað hér en framkvæmdastjórn hefur þegar tekið þessi mál til athugunar og fram- kvæmda. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.