Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 49
Hlerað í hornum Skemmtikrafturinn var farinn að eldast og sætti sig illa við það. Einu sinni var hann staddur í anddyri salarins þar sem hann átti að troða upp og þá koma þar tvær glæsikvinnur í flasið á honum. Hann gerir sig til í andlitinu og segir hæ á eins lokkandi hátt og honum var unnt. Engin viðbrögð. Það var svo ekki fyrr en þær voru komnar nokkuð í burt frá honum sem hann heyrði aðra þeirra segja við hina. “Heyrðu, það hefur nú bara gleymst að grafa hann þennan”. oooooo Hjónin voru að fara í ferðalag og frændinn sem hafði setst upp hjá þeim var að kveðja. í kurteisisskyni sagði frúin: “Við munum nú sakna þín frændi”. Frændinn var skjótur til svars: “Þið þurfið þess ekki, ég get sem hægast komið með ykkur”. En þá heyrðist í eiginmanninum. “Nei, svo mikið söknum við þín nú ekki”. oooooo Maður sem gjarnan notaði orðatiltæki afar vitlaust stóð upp í fimmtugsafmæli frúar sinnar og sagði: “Alltaf þegar ég hugsa til konu minnar þá flýgur mér í hug orðatiltækið gamla: “Svo má illu venjast að gott þyki”. Af varð hlátur sumra, en aðrir urðu vandræðalegir og frúin sjálf blóðroðnaði. Maðurinn áttaði sig og hélt ótrauður áfram: “Já hlæið þið bara, en þannig hefur nú mín góða kona mátt venjast mér, svo nú er hún bara allsátt með gripinn”. oooooo Ungi maðurinn var að biðja þá heittelskuðu að giftast sér en hún sagði enn einu sinni nei. “Ef þú heldur áfram að segja nei þá geng ég út og skýt mig í hausinn, svo heilasletturnar fara út um allt”, sagði sá vonsvikni. Þá sagði stúlkan: “Ja, hann pabbi myndialdeilisþurfaaðsjáþað. Hann heldur því nefnilega fram að þú sért heilalaus”. oooooo Ritstjóri haltraði eftir ganginum og kunnur bíladellumaður mætti honum og spurði um ástæður heltinnar. “Ja, ég sleit hásinina”, svaraði ritstjóri. Þá sagði hinn: “Já, það er ekkert spaug þegar hásingin bilar.” * * * * Smiðurinn kom til kunningja síns og sagði; “Ja, nú var ég heldur betur stálheppinn í morgun, ég datt til jarð- ar úr 7 metra háum stiga og eins og þú sérð þá sér ekki á mér". Kunninginn byrjaði að dásama þetta kraftaverk en þá bætti smiðurinn við: “Ja ég datt nú reyndar úr neðstu tröppunni”. • • Stjórn Oryrkjabandalags íslands 1998-1999 Alnæmissamtökin: MG-félag íslands: Ingi Rafn Hauksson. Ólöf S.Eysteinsdóttir Blindrafélagið: Málbjörg: Gísli Helgason Benedikt E. Benediktsson Blindravinafélagið: MND- félag íslands: Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir. Rafn R. Jónsson Daufblindrafélag fslands: MS-félag fslands: Lilja Þórhallsdóttir Garðar Sverrisson FAAS - Félag aðstandenda Parkinsonsamtökin á íslandi: Alzheimersjúklinga: María Jónsdóttir. Nína Hjaltadóttir Samtök sykursjúkra: Félag heyrnarlausra: Sigurður Viggósson Hafdís Gísladóttir SÍBS - Samband íslenskra Félag nýrnasjúkra: berkla-og Dagfríður Halldórsdóttir. brjóstholssjúklinga: Haukur Þórðarson. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra: Sjálfsbjörg, lsf.: Málfríður Gunnarsdóttir Arnór Pétursson. Foreldrafélag misþroska Styrktarfélag lamaðra og barna: fatlaðra: Heidi Kristiansen. Þórir Þorvarðarson Geðverndarfélag íslands: Styrktarfélag vangefinna: Elísabet Á. Möller. Hafliði Hjartarson. Geðhjálp: SPOEX - Samtök psoriasis- og Ingólfur H. Ingólfsson. exemsjúklinga: Valgerður Ósk Auðunsdóttir. Gigtarfélag fslands: Emil Thóroddsen. Tourette- samtökin á íslandi: Elísabet K. Magnúsdóttir Heyrnarhjálp: Guðjón Ingvi Stefánsson. Umsjónarfélag einhverfra: Ástrós Sverrisdóttir LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki: Jón S. Guðnason FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.