Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 22
Þögul réttlætiskrafan borin fram með blysum. ÞÖGUL MÓTMÆLASTAÐA VIÐ ALÞINGI Við upphaf umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra voru á fjórða hundrað öryrkjar, aðstandendur þeirra og vinir, búnir að koma sér fyrir framan við Alþingi með logandi kyndla á lofti. Veður var kyrrt og hvergi heyrðist hljóð, utan snarkið í brennandi eld- inum. í haustmyrkrinu hafði myndast ein logandi keðja sem teygði sig óslitin frá Landsímahúsinu að Hótel Borg. Þessi þögla mótmælastaða dró til sín athygli þeirra sem leið áttu um, fjölmiðlafólks og þeirra þingmanna sem voru hver af öðrum að mæta til fyrsta stjórnmálauppgjörs vetrarins. Gjá milli þings og þjóðar Auk dagblaðanna voru Ríkis- útvarpið, Sjónvarpið og Stöð 2 á staðnum. í viðtölum við forsvarsmenn mótmælastöðunnar kom fram að fólkið væri saman komið til að vekja athygli á því að almannatryggingar á Islandi risu ekki lengur undir nafni og stæðust engan samanburð við þau lönd sem sambærilegust væru okkur í þjóðartekjum. Verið væri að vekja athygli á því að hér á landi væri örorka ávísun á hreina fátækt, enda svo komið að rúmur helmingur skjól- stæðinga Hjálparstofnunarkirkjunnar og Rauða kross íslands væru öryrkjar, fólk sem vegna fötlunar og oft alvar- legra veikinda hefði ekki til hnífs og skeiðar. Fram kom í máli talsmanna hóps- ins að þótt meirihluti Alþingis virtist telja það til vinsælda fallið að halda örorkubótum lágum sýndi viðamesta könnun sem nýlega hefði verið gerð á viðhorfum íslendinga til þessara mála að þjóðin væri búin að fá sig fullsadda af því hvernig farið væri með öryrkja hér í einu ríkasta landi veraldar. Samkvæmt þessari um- fangsmiklu rannsókn Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands virtist gjá hafa myndast í þessurn efnum milli hugsunarháttar þingmanna og al- mennings. Þingmenn taka undir með öryrkjum I umræðunum innandyra vísuðu margir þingmenn til hinnar þöglu mótmælastöðu utandyra. Margrét Frímannsdóttir sagði: “Á sama tíma og ríkisstjórnin hælir sér af því hvað allt sé nú í lukkunnar velstandi er hér fyrir utan húsið hópur öryrkja að vekja athygli okkar sem hér störfum á Alþingi á því að ríkisstjórn einnar ríkustu þjóðar í heimi telur þjóðina ekki hafa efni á mannsæmandi almannatryggingakerfi.” Kristín Halldórsdóttir sagði: “Einn þeirra þjóðfélagshópa sem líklega hafa ekki verið spurðir um hamingjustigið á heimilum þeirra í mælingavinnu hinna erlendu þjóðarpúlsa eru öryrkjar. Þeir hafa einmitt nú síðustu vikurnar vakið verðuga athygli á því misrétti sem þeir búa við en ýmsir hafa áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir. Þær eru ófagrar reynslusögurnar sem við höfum heyrt að undanfömu um ómannúðlega stöðu öryrkja í þjóðfélaginu, um niðurbrot sjálfsvirð- ingar einstaklinga og um höfnun þessa hamingjusama og óspillta samfélags sem forsætisráðherra er svo hreykinn af.” Hjörleifur Guttormsson sagði að forsætisráðherra hefði flutt þingi og þjóð rnikla góðærismessu. “Auðvitað ber að fagna því að vel árar,” sagði Hjörleifur. “En því miður njóta ekki allir þessa góðæris. Fjölmennir hópar í samfélaginu búa við skertan hlut. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.