Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 38
Austfirðingar í forgrunni.
Málþing LHS
brigðismál. Fullyrðinguna urn heil-
brigðisþjónustu í rúst hér á landi kvað
hann auðvitað engan veginn standast.
Minnti á löggjöfina sem tímamótum
olli 1973 um uppbyggingu heilsu-
gæslu alls staðar. A aldarfjórðungi
hefðu til orðið 25 heilsugæslustöðvar
og sel og þar til viðbótar sem miklu
máli skiptir gjörbylting í samgöngum.
Tækniþróun þessa tíma ótrúlega ör.
Rifjaði upp hinar algengu dánar-
orsakir s.s. af völdum hjarta- og æða-
sjúkdóma, krabbameins og svo slysa.
Almennur árangur heilbrigðiskerf-
isins jafngóður og í öðrum viðmið-
unarlöndum, betri í kransæðaaðgerð-
um. Legutími hefði stytst, meira um
dagdeildar- og göngudeildarþjónustu.
Afkastageta sjúkrahúsa hér eins og
sérhæfðra sjúkrahúsa erlendis.
Tæknibúnaður tekið miklum fram-
förum. Nefndi dæmi um: liðskipti,
kransæðaaðgerðir, hjartaaðgerðir
barna, hryggspengingar — nær liðin
Við upphaf 5. þings Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga var haldið málþing á
vegum samtakanna 11. sept.sl. í Borg-
artúni 6. Aðeins skal hér tæpt á merki-
legum atriðum úr erindum manna, en
um leið minnt á aðild Landsamtaka
hjartasjúklinga að Öryrkjabandalag-
inu í gegnum SIBS.
Gísli J. Eyland formaður LHS setti
þingið með ávarpi og gat þess að í
október yrðu samtökin 15 ára.
Þeirra aðalhlutverk verið að berjast
fyrir hagsmunamálum hjartasjúkl-
inga, en einnig hefðu samtökin gefið
stór sem lítil tæki til sjúkrahúsa, end-
urhæfingarstöðva og heilsugæslu-
stöðva vítt um land, tæki sem að
núvirði næmu 160 millj.kr.
Hann kvað niðurskurð greinilegan
í kerfinu m.a. hefði aðeins bráðatil-
fellum verið sinnt sl. sumar. Við það
yrði ekki unað. Sú hugmynd hefði
komið upp að hjartasjúklingar reki
eigið sjúkrahús, fái m.a. sjúklinga
erlendis frá. Jón Þór Jóhannsson vara-
form. LHS stjórnaði svo málþinginu
af röggsemi s.s. hans var von og vísa.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra flutti svo ávarp sitt. Hennar nið-
urstaða var að við byggjum við besta
heilbrigðiskerfi í heimi. Hjartasjúkl-
ingar hefðu það hvergi eins gott á
byggðu bóli. Hjartalæknar sem annað
heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð, hér
væru bestu lyfin gefin, hvergi í heim-
inum jafnmargar hjartaþræðingar eða
blásningar. Héreru allir jafnir, engin
peningaleg sjónarmið inni í myndinni.
Hún sagði hörðustu hagsmunagæslu-
menn eins og þá hjá LHS vera kær-
komna liðsmenn en þeir yrðu að muna
hina góðu þjónustu, meta það sem við
höfum. Þjónusta þessa árs aldrei
meiri né betri, menn yrðu að viður-
kenna staðreyndir, en áfram ættu
menn að halda stjórnvöldum við efn-
ið. Hún færði fram þakkir til LHS
fyrir allar þess góðu gjafir á starfstíma
samtakanna.
s
Olafur Ólafsson landlæknir var
með einfalda en jafnframt viða-
mikla yfirskrift síns erindis: Heil-
tíð að senda fólk út í aðgerðir. Dán-
artíðni mjög lækkað bæði varðandi
kransæðastíflu og æðabilun í heila.
Menn spyrðu mjög hvort þetta kostaði
ekki of mikið og auðvitað væri það
fólkið í landinu sem greiddi þetta með
sköttum sínum.
Ólafur sagði að við værum hvað
heilbrigðisþjónustu varðaði í meðal-
lagi í Evrópu miðað við hlutfall af
þjóðarútgjöldum. Lyfjakostnaður
heimila hefði hækkað, en skv. könnun
væri fólk almennt ánægt með þjón-
ustuna. En margt mætti bæta. Biðlist-
ar í bæklunarlækningum of langir, of
margir bíða þræðingar, of mikil
gangainnlögn, endurinnlagnir of
miklar.
Ólafur landlæknir flytur sína snjöllu tölu.
38