Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Endurskoðendur voru endurkjömir en þeir eru: Tómas Sturlaugsson og Vigfús Gunnarsson. Að loknum kosningum tóku vinnuhópar til óspilltra mála og að loknu stuttu kaffihléi skiluðu þeir af sér. Framsögumenn hópanna voru: Guðríður Olafsdóttir fyrir félags- málahóp, Þorsteinn Jóhannsson fyrir atvinnumálahóp, Olafur H. Sigur- jónsson fyrir menntamálahóp, Haukur Þórðarson fyrir búsetuhóp og Garðar Sverrisson fyrir kjaramálahóp. Nokkrar umræður urðu um álit hóp- anna og m.a. mótmælti Arnór Péturs- son mjög harkalega miðkafla kjara- málaályktunar um að grunnlífeyrir upp á 45 þús kr. á mánuði til þess sem yrði öryrki fyrir tvítugt skyldi svo lækka um 1.4 % fyrir hvert ár eftir það sem örorka kæmi síðar til sögu. Alyktunin var þó samþykkt óbreytt með yfirgnæfandi meirihluta. Annars eru ályktanir birtar sér hér í blaðinu. Undir liðnum : Önnur mál sagði fundarstjóri Þórir Þorvarðarson fréttir af íslenzkri Getspá og sagði horfur hafa vænkast á ný. Jókerinn seldist rnjög vel og síðan hefði hinn sjöfaldi vinningur síðustu viku á undan heldur betur breytt myndinni. Formaður flutti svo nokkur vel valin lokaorð, þakkaði afar mál- efnalegan fund, góðan undirbúning starfsfólks, ágæta og röggsama fundarstjórn þeirra Valeyjar og Þóris og fundarriturunum Kristínu og Helga þeirra greinargóðu vinnu. Bað menn svo vel að lifa og sagði fundi slitið laust fyrir kl. 17. Það varð til að skyggja á annars ágætan aðalfund að Harpa Njáls félagsfræðingur og forstöðumaður innanlandsaðstoðar Hjálparstofnunar kirkjunnar sem átti að flytja erindi um fátækt á Islandi með tilliti til öryrkja var veik og komst ekki á fundinn af þeim sökurn. Hin nýja skipan með útsendingu skýrslna og reikninga fyrir aðal- fundinn virtist gefast hið bezta og lýstu margir yfir mikilli ánægju með það að fá öll helztu fundargögn fyrirfram. H.S. Grátt gaman Jóns Hlöðvers Askelssonar (og ekki fyrir viðkvæma) Fáein formálsorð: Ritstjóri rakst á skemmtilegar sögur og frásagnir í afmælisblaði Sjálfsbjargar á Akureyri, sem er hið glæsilegasta og læsilegasta. Þar á meðal átti Jón Hlöðver tónskáld ágæta rispu, sumt hafði hann áður látið ritstjóra hafa, en hitt fékk ritstjóri góðfúslegt leyfi til að birta hér. Eitthvað kannast nú ritstjóri við söguna um Ópal- pakkann en ekki meira um það. Og hér koma þær hver annarri betri: Tilvonandi forsíðufrétt Hér kemur ein sönn saga úr borginni. Kaupmaður í Reykja- vrk, sem verið hefur spastískur allt sitt líf, hitti þjóðþekktan einfættan vísnasöngvara og skáld í Aust- urstræti. Þeir höfðu daginn þann fengið samhljóða bréf frá Trygg- ingastofnun ríkisins, þar sem krafist var endumýjunar á læknis- vottorði um fötlun þeirra beggja svo þeir gætu fengið örorkubætur áfram. Eftir að hafa hneykslast um stund yfir þessu fávíslega bréfi, drifu þeir sig upp á skrif- stofu Tryggingastofnunar og fengu viðtal við yfirlækninn. Kaupmaðurinn hafði engar vöflur á erindinu og sagði: “Við viljum láta þig vita að þegar ég læknast af spasmanum og fóturinn fer að vaxa á vin minn, verður því slegið upp á forsíðu Moggans.” Ópal-pakkinn Virtur þingmaður og mikill talsmaður fatlaðra gerði sín daglegu kaup hjá þessurn sama kaupmanni. Þegar þingmaðurinn kom að kassanum keypti hann jafnan einn rauðan Ópal og var þá vanur að segja: “Svo bið ég um einn rauðan.” Þess má geta að sá litur var honum síst á móti skapi. Svo var það einn daginn að rauður Jón Hlöðver Áskelsson. Ópal var ekki til og þingmaðurinn hálfhvíslaði: “Áttu hinn litinn?” Einbjörn og Tvíbjörn Vinir mínir þrír ætluðu að hjálpa mér upp hænsnastiga inn um dyr á ófrágengnu húsnæði sem við ætl- uðum að funda í. Tveir ýttu aftan á mig og einn stóð í dyragættinni og togaði. Þetta var því nokkurs konar “Einbjörn”. Þrepin voru fjögur eða fimm og þegar ég var að færa annan fótinn upp í eina rimina, rann hann niður og ég stóð aðeins á hinum fætinum. Þá brá öðrum félaganum á bakvaktinni svo við, að í örvæntingu sinni fór hann að toga í fótinn sem ég stóð í. Sá í dyragættinni mátti hafa sig allan við að toga á móti svo ég rynni ekki niður. Það lukkaðist eftir allmikið japl, jaml og fuður. " J.H.Á. Með beztu kveðjum og þökk frá ritstjóra norður yfir heiðar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.