Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 20
S.Ó.P. Sigurður Oskar Pálsson fyrrv. safnvörður á Egilsstöðum: Einskonar bónorð bónda sem ekki á rúllubindivél 1. Ég býð þér inn í bílinn minn er birtan dofna fer. Þig skal aldrei iðra þess að aka rúnt með mér. í björtu skini bílljósanna er býsna margt að sjá. Og glaður skal ég gefa þér flest góssið sem ég á: 2. glæsilegan graðfola og gæðamerar tvær, föngulegan, feitan sauð og fjörutíu ær, tveggja vetra tarfsnudda og tíu mjólkurkýr, fjárhrút sem hér fyrrum taldist feykilega dýr, 3. sextán vænar varphænur og vífið hanagrey, tún sem gefur töðu svo þig trauðla skorti hey, býsna góða bindivél og betri traktorinn, búrtík sem ei bítur fólk og breima köttinn minn. 4. Líka færðu laxveiðiá og langan rekasand. Þar bylgjur hafsins bera einatt besta feng á land, eyjar þar sem æðardún í ökkla vaðið færð, afbragsmiðin upp við fjöru ef þú kvóta nærð, 5. hjónarúmið harla mjúkt svo hlýtt og breitt og gott, undir því má eflaust finna úrvals næturpott. í stofuhorni stendur spánýtt starglápsradíó: flottur sófi, fínir stólar, fortepíanó. 6. í eldhússkápnum er að finna eðalpostulín, með gylltum röndum glóir það og glitrar allt og skín. Tuppevarer tugum saman taldar verða hér, krukkur undir aldinmauk og ílát fyrir smér. 7. Rennilegar rjómakönnur raðast hillur í, seytján eru sykurker og sextán af þeim ný, tylft af pottum trónir þar og tíu pönnurnar. Munu vera meir en átta mjólkurkönnurnar. 8. Inni á baði, elskan mín, þú eignast hvanngrænt kló, tölvustýrða töfrasturtu og tveggja manna þró. Lúinn eftir langan dag er Ijúft að fá sér bað, það fyrir tvo er tvisvar betra, ég tala' ei meir um það. 9. Útihúsin eru góð, þó einkum hlöðurnar, súrheysgryfjur sæmilegar sýra töðurnar. Bráðum verður brugðinn okkar brúðkaupshnúturinn. Ég gleymdi einni gjöfinni: Það er gambrakúturinn. S.Ó.P. Eintal á gönguferð (að loknum umræðuþætti í sjónvarpi um eitt af vandamálum þjóðarinnar) Ég er heldur feitur, hárlítill eldri maður sem hökti um brautirnar, stundum dálítið glaður, þó oftast í fýlu eins og mér vera ber því ástandið sagt er bölvað á landi hér. Ég staulast áfram stirðbusalegur í skrefi með staf minn og hatt en kuldafiðring í nefi og hnerra mót vindi, bið Herrann að hjálpa mér, en hygg mig vita kvurnig allt saman fer. Þótt spámaður sé ég minni en í meðallagi og mín sé takmörkuð viskan um þjóðarhagi greini ég bil milli snauðra og auðugra ennþá meira en ýmsir ráðamenn vilja sjá eða heyra. S.Ó.P 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.