Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 46
Núverandi stjórn SÍBS. 31. þing SIBS 31. þing SÍBS var haldið á Reykja- lundi dagana 24. og 25. okt. sl. Formaður SÍBS, Haukur Þórðar- son, setti þingið, þingforsetar voru Vilhjálmur B. Vilhjálmsson og Þor- steinn Sigurðsson. Þingið sóttu alls 96 fulltrúar eftir að aðild Samtaka lungnasjúkra að SÍBS hafði verið einróma samþykkt. SÍBS inniheldur nú SÍBS deildirn- ar sem áður voru og stofnuðu samtök- in fyrir 60 árum, Astma- og ofnæmis- félagið, Landssamtök hjartasjúklinga og svo nú Samtök lungnasjúkra. Alls eru félagar innan SÍBS nú 6223 talsins að sögn Jóns Þórs Jóhannssonar skrif- stofustjóra sambandsins sem greindi mér stuttlega frá ýmsu um þingið. Raunar sat ritstjóri þingið að hluta og fékk m.a.s. að ávarpa þessa ágætu samkomu með ákveðinni skýrslugerð - í stuttu máli þó um Sjóð Odds Ólafs- sonar og Öryrkjabandalagið. Skýrslur margar voru þarna fluttar sem segja má að sanni best hið geysilega um- fang viðamikillar og fjölbreyttrar starfsemi sambandsins. Svo dæmi séu tekin þá voru þama auk ítarlegrar skýrslu stjórnar, skýrsla stjórnar Reykjalundar, stjórnar Múlalundar, Vöruhappdrættis SIBS, um starfsemi Múlabæjar og Hlíða- bæjar. Skýrsla var um NHL, skýrslur fastanefnda, frá starfsemi HL stöðv- anna í Reykjavík og á Akureyri auk þess allra nýjasta, skýrsla um Lands- söfnun Reykjalundar á þessu hausti sem verðuga athygli fékk og árangur ágætan þrátt fyrir allar bilanir. Að venju störfuðu tjórar nefndir á þinginu: allsherjarnefnd, fjárhags- nefnd, laganefnd og uppstillingar- nefnd og skiluðu þær áliti til þingsins um hin ýmsu mikilvægu verkefni. Nokkrar lagabreytingar voru t.d. gerðar. Samþykkt var lagabreyting eða nýjung um heimild til að stofna stoðdeild SÍBS, fyrirtæki, stofnanir, félög, sem vildu styrkja SÍBS gætu átt þar aðild. Nú er það komið í lög að öll stjórn SÍBS er kjörin til tveggja ára. Einnig voru nú lögleiddar starfs- nefndir milli þinga, en aðalþing SÍBS eru haldin á tveggja ára fresti. Deildir ýmsar komu með tillögur til samþykktar m.a. frá Austurlands- deild LHS um eflingu HL stöðvar í Neskaupstað. Jón Þór vildi koma því að, að fjárhagsaðstoð sambandsins væri mjög góð. Þar væri sá bakhjarl sem til þyrfti Vöruhappdrætti SIBS, sem ómetanlegt væri til stuðnings. í stjórn SÍBS til næstu tveggja ára: Formaður: Haukur Þórðarson Varaformaður: Gísli J. Eyland Ritari: Þorbjörn Arnason Gjaldkeri: Björn Ól. Hallgrímsson og meðstjórnendur: Margrét M. Ragnars, Davíð Gíslason, Þorbergur Þórðarson og Þorsteinn Sigurðsson. Auk þess var svo kjörið í stjórn Reykjalundar, Múlalundar og Vöru- happdrættis SÍBS auk milliþinga- nefnda. Þingið var málefnalegt mjög og fór hið besta fram að sögn Jóns Þórs sem þakkað er fyrir liðsinnið. H.S. Lausavísur úr lausu lofti gripnar Sólskinsfjárlög segjast menn sannlega okkur færa. En vantar ekki í þau enn æðri samhjálp tæra? Kosningar nálgast, mér um er og ó því ýmislegt þyrfti að laga. Og fjarska mun verða af framboðum nóg. Þeim fjölgar með steinbarn í maga. Ýmsir hér fara svo mikils á mis og megna vart lífsbjörg að eiga. En léttast mun gangan, ef Ijómandi blys lýsa inn í þingsali mega. Þó að myrkrið veki vá og varla greinist sólin, ennþá Ijómar heið og há hátíð barnsins, jólin. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.