Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 30
Asta B. Þorsteinsdóttir
• • s
Kveðja frá Oryrkjabandalagi Islands
Með söknuð í sinni er sönn og
hugdjörf baráttukona kvödd.
Hún Ásta var sannarlega ein þeirra
sem átti eld í hjarta, hún tendraði lfka
sama bjarta baráttueldinn í annarra
hjörtum. Hún átti þor og þrek til þess
að fylgja háleitri hugsjón eftir, hiklaus
og óvílin háði hún baráttuna fyrir
bættum kjörum fatlaðra, fremst í for-
ystu með það æðsta mark og mið að
tryggja jafnrétti í reynd á öllum sam-
félagssviðum.
Það gneistaði af gleði baráttunnar
þegar Ásta flutti sitt meitlaða mál og
mátti sú eða sá undarlegur vera sem
ekki hreifst með. Henni þótti tæpast
nokkur áfangi nógu góður, að loka-
miði einu yrði að stefna og hún átti
hreinskilni og hugrekki til að segja
ævinlega það sem henni í brjósti bjó.
Sem formaður Þroskahjálpar markaði
hún meginlínur og það sem meira var,
fylgdi fast eftir hverju einu svo langt
sem frekast var unnt. Um Ieið var hún
hlý og einlæg og átti létt með að slá á
leikandi strengi góðvildar og glettni,
þó aldrei væri af alvöru málstaðarins
slegið. Við munum Ástu bezt frá
Ásta B. Þorsteinsdóttir
sameiginlegum vettvangi baráttunnar,
þar sem hún lagði sig alla fram eins
og annars staðar og það munaði held-
ur betur um liðsemd hennar í orðum
sem athöfnum .
I formannstíð hennar var sameigin-
lega að mörgu mætu verki unnið og
oft dáðumst við að því hversu óþreyt-
andi Ásta var í öllum sínum gjörðum,
hún kunni einfaldlega ekki að liggja
á liði sínu, hún gaf ríkulega af sér og
dró hvergi af sér. Það gustaði oft af
henni og um hana en hún átti til að
bera þann persónuleika festu og ein-
lægni sem allir virtu og mátu. Sagan
mun sýna og sanna hversu beitt bar-
átta hennar og framsýn forysta mark-
aði í raun djúp spor og varanleg í
framfarasögu fatlaðra, þroskaheftra
þó fyrst og fremst. Á kveðjustund er
klökkum huga þakkað fyrir einkar kær
kynni, fyrir fórnfúsa liðveizlu. fyrir
að halda merkinu svo hátt á lofti
hversu sem vindar blésu, fyrir að vera
sönn manneskja mikilla afbragðs-
eiginleika allra helzt. Kjarkur hennar
og kraftur í hinztu hrinunni er öllum
aðdáunarefni.
Öryrkjabandalag Islands færir
innilegar þakkir fyrir farsæla sam-
fylgd áranna sem og allar góðar
ánægjustundir með henni Ástu.
Héðan eru sendar einlægar samúðar-
kveðjur til eiginmanns, barna og
annarra ástvina sem hafa svo mikið
misst. í valinn er fallin svo alltof fljótt
forystukona að upplagi sem eðli, sem
aldrei brást neinu því sem henni var
fyrir trúað. Uppskera hennar var ærin
og ávaxtanna mun lengi notið. Birta
vongleði og andans auðlegð voru ein-
kenni hennar alla tíð. Ástu Bryndísar
Þorsteinsdóttur minnumst við af mikl-
um hlýhug og heitri þökk fyrir það
sem hún var.
Fyrir hönd Öryrkjabandalags
Islands.
Helgi Seljan.
Hverjir eiga bágt?
/ s
I minningu Astu B. Þorsteinsdóttur
Fyrir hálfum öðrum áratug urðu
ýmsir þess áskynja hér á landi að
tölvur gætu gagnast fötluðu fólki
betur en margt annað. Rauði krossinn,
Stjórnunarfélagið, Öryrkjabandalag
Islands og fleiri hrundu af stað Skóla
fatlaðra og skömmu síðar hóf hinn
atorkumikli baráttumaður, Hrafn
Sæmundsson, að reka áróður fyrir
stofnun Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Að
því verki komu ýmsir forystumenn og
fulltrúar samtaka sem vinna að þess-
um málaflokki. Fulltrúi Þroskahjálpar
var Ásta B. Þorsteinsdóttir.
Vinnubrögð Ástu vöktu undireins
athygli. Hún konr vel undirbúin til
fundanna, hafði gjaman með sér skrif-
aðar tillögur og ritaði meira hjá sér
en flestir fundarmenn. Ásta hafði tals-
vert vit á þessum málum og umtals-
verða þekkingu enda hafði dóttir
hennar, Ásdís Jenna, notað tölvustýrð
hjálpartæki um nokurn tíma. Hún gat
því rniðlað af reynslu sinni og var það
ekki lítils virði.
Haustið 1986 var sýnt að stjórn-
völd ætluðu að skerða framkvæmda-
sjóð fatlaðra meira en góðu hófi
gegndi. Var þá blásið til funda, stofnað
svokallað byltingarráð og haldin vaka
á Hótel Borg eftir að Steingrímur
Hermannsson hafði tekið við áskorun
fundar á Austurvelli. Það lá í loftinu
að Öryrkjabandalag Islands og
Landssamtökin Þroskahjálp væru að
missa þolinmæðina og framboð vofði
yfir. Stjórnmálamenn létu undan og
skertu ekki framkvæmdasjóðinn. En
Ásta taldi ekki nóg að gert. Veturinn
1987 vann hún ásamt hópi fólks
ósleitilega að því að móta kröfur
heildarsamtaka fatlaðra um úrbætur
og voru stjórnmálamenn krafðir svara
á fjölmennum fundi sem haldinn var
á Hótel Sögu á útmánuðum þetta ár.
Hins vegar entust sum þeirra loforða,
sem gefin voru á þeim fundi, ekki
lengur en fram yfir kosningar og
fljótlega syrti í álinn aftur.
Það skipti rniklu að á þessum árum
tóku forystumenn Öryrkjabanda-
lagsins og Þroskahjálpar höndum
saman og höfðu virkt eftirlit með
ríkisstjóminni. Á meðan Steingnmur
Hermannsson var forsætisráðherra og
Jóhanna Sigurðardóttir stýrði félags-
málaráðuneytinu var gott samstarf við
ríkisstjórnina. Fundir voru haldnir
með ráðherrum og reynt að tryggja að
hagur öryrkja væri ekki borinn fyrir
borð. Samvinnunefnd Öryrkjabanda-
lagsins og Þroskahjálpar gegndi þar
lykilhlutverki og enn kom Ásta til
fundanna vopnuð skjölum og stað-
reyndum sem erfitt var að hrekja.
Okkur Öryrkjabandalagsmönnum
þótti hún stundum heldur óbilgjörn í
kröfum sínum en hlutum þó að
30