Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 6
SJUKLINGUR, GRÆDDU
SJÁLFAN ÞIG!
- segir fyrrum endurhæfingarfulltrúinn Carl Brand sem mótaði að
hluta endurhæfingu öryrkja og nýja reglugerð í ferlimálum
Carl Brand er þriggja þjóða
sonur. Fæddist í Regina í
Kanada 1918, hálfdanskur
faðir hans í Jensens-húsi á Eskifirði
1888, en vestur- íslensk móðir hans,
sem fæddist í
Winnipeg 1894,
átti alíslenska
foreldra. Líf
hans er litríkt
eins og upp-
runinn.
Sautján ára
kom Carl til
lslands til að
læra íslensku,
en á Islandi
staðfesti hann
ráð sitt. A eina
Islendingadeg-
inum sem hald-
inn var hér árið
1939 hitti hann
konuefnið sitt,
vestur-íslensku
stúlkuna Hlín
Eiríksdóttur.
“Það var mesta gæfuspor mitt í
lífinu,” segir hann.
Móðir hans vildi að hann yrði
prestur, en örlagakeðjan undirbjó
manninn fyrir starf endurhæfing-
arfulltrúa, sem krafðist innsæis á
andlegu, sálfræðilegu og læknis-
fræðilegu sviði. “Öll mín fyrri störf
sýnast undirbúningur fyrir starfið
sem ég gegndi í 23 ár - til 77 ára
aldurs.”
A sólskinsdegi um páska var
Hraunborgin við Alftanesveg heim-
sótt. í þessari einstæðu náttúruparadís
hafa Carl og Hlín búið frá 1954 -
skapað fjölskyldugarð - tvær dætr-
anna búa hér, sú þriðja ekki langt
undan og uppeldissonurinn er að byrja
að byggja.
Grannur og skarpleitur maður
tekur á móti mér og talar íslenskuna
eilítið syngjandi.
Líkami hans er stæltur eins og hjá
ungum manni, þótt æviárin séu áttatíu,
enda maðurinn góður íþróttamaður á
yngri árum - og nú grænmetisæta sem
ræktar sitt fæði sjálfur. I skjólsælum
hraunbolla glittir í gróðurhús og kál-
garð, og hér er vakað yfir hverjum
gróðursprota. “Kartöflur haustsins eru
nýbúnar, en ekki langt í gulrætumar,”
segir Carl brosandi. I byrjun apríl eru
brumin bústin hjá Carli, eldfjalla-
moldin gróðursæl hér eins og í
Afrrkulandinu Kenýa, þar þarf að
tempra hita, hér kulda. - Af hverju
skyldi ekki vera meira ræktað í
íslensku hrauni?
Carl og Hlín eru í nánari tengslum
við gróður jarðar en íslendingar yfir-
leitt, líkt og þau beri innra með sér
uppruna sinn í skóglendinu vestan-
hafs.
Tignarleg grenitré umlykja hraun-
bolla með notalegu húsi sem Carl
byggði að mestu sjálfur. Stofan með
bjálkabitum í lofti, hraunhellulögð
verönd, sólskin og friðsælt umhverfi
streyma inn um opnar dyr. Frá suður-
verönd sér niður í fagra hraungjá og
fornan eldgíg sem þjónar nú hlutverki
eldstæðis. Norðan megin hússins
girðir aflangur hraunveggur af djúpan
grenilund. “Þetta er skipsþilið mitt,”
segir Carl, sem nýtur þess að standa
þarna og horfa yfir trjátoppana. Næmt
auga hans fyrir tilbrigðum eldhrauns-
ins sést vel á gönguferð um Hraun-
borgina: Vel gerð vegghleðsla, til-
búinn lækur svo að vatnsflötur geti
endurspeglað fagrar hraunmyndir í
morgunsól. Islenska hraunið hefur
kallað fram hið listræna hjá mann-
inum Carli.
Sérstœð búseta
tengist uppruna
“Við Hlín byrjuðum að búa í
Laugardal. Þar teiknaði ég og byggði
fyrsta húsið okkar og þar eru dætur
okkar þrjár fæddar. Eiríkur
Hjartarson, faðir Hlínar plantaði
fyrstu trjánum í Laugardal um 1929
til að skapa skjól fyrir konuna sína,
eins og ég gerði hér. Móðir Hlínar var
Vestur- Islendingur, Valgerður
Armann, fædd og uppalin í skóglendi
N-Dakota og þótti íslenska umhverfið
berangurslegt. Eiríkur var frá
Svarfaðardal og hafði yndi af skóg-
rækt. Þau hjónin byggðu hús að
Þvottalaugarmýrarbletti 14, en Eiríkur
skírði blettinn Laugardal, þar sem
konan hans átti ætt að rekja til Laug-
ardals / Apavatns. Dalurinn var þá svo
sökkvandi mýri, að uppsteyptur hús-
kjallarinn sökk fljótlega þannig að
steypa þurfti hann upp aftur.
Fjölskylda Hlínar lagði grunn að
trjáræktinni í Laugardalnum og Hlín
rak gróðrarstöð þar á árunum 1938-
'54. En Laugardalurinn var of mið-
svæðis, borgin vildi fá þessar grónu
lóðir, auka trjáræktina og skapa
“bótanískan” garð. Fjölskyldan varð
að selja - og það var erfitt að þurfa að
segja skilið við trén og skjólið sem
búið var að byggja upp. Við vorum
svo sár, að við vildum helst segja
skilið við Reykjavík. Eiríkur keypti
jörðina Hánefsstaði í Svarfaðardal.
Við fórum norður í maí 1945 til að
planta þar 15-16 þúsund trjám, og ég
man að það voru skaflar á leiðinni.
Skjólsælir trjálundir eru sálfræði-
legt atriði fyrir konuna mína og dætur.
Eg varð líka að skapa skjól fyrir þær.
Örlög eða undarleg tilviljun leiddi
okkur Hlín í Hraunborgina.
✓
Eg hafði hannað gufu- og vatns-
ketil, eins og gróðurhús voru
hituð upp með og fór með teikningu í
Stálsmiðjuna til að sýna hana. Þar hitti
ég mann sem hafði hannað mjög
svipaðan ketil, var áhugaljósmyndari
eins og ég og vildi komast út í sveit
eins og ég. A milli okkar myndaðist
fljótlega kunningsskapur, síðar
vinátta. Þetta var Hjálmar R.
6