Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 12
Þjónustusetrið að
Tryggvagötu 26 sótt heim
s
mildum maídegi lögðum við
Guðríður Ólafsdóttir félags-
málafulltrúi leið okkar niður
í Tryggvagötu 26 hér í borg til að sjá
með eigin augum aðsetur nýtt, þjón-
ustusetur, hús-
næði sem sex
okkar ágætu að-
ildarfélaga hafa
fengið á leigu. í
anddyri blasti við
á vegg mynd-
arleg kynning:
Þjónustusetrið
Tryggvagötu 26
og þar undir að
sjálfsögðu nöfn
þeirra félaga sem þarna eiga nú hið
ágætasta aðsetur.
Við héldum í lyftunni upp á fjórðu
hæð og komum þá beint að þjónustu-
setrinu en þar frammi hin snotrasta
snyrtiaðstaða. Þegar inn var komið
þótti okkur setursnafnið sannarlega
réttnefni (sambr. óðalssetur, herra-
garðssetur o.s.frv.) og var þó margt
enn ógjört í miðrýminu opna og
rúmgóða sem beint er gengið inn í og
á fjölþættu hlutverki að gegna. Svo
nýlega hafði verið flutt inn að ekki
hafði enn gefist tóm til skipulagningar
og umbúnaðar alls sem skyldi og
verða mun, m.a. beðið eftir ljósum í
loftið en maíbirtan látin duga. Fremst
er fundarherbergi sem ágætt er til
smærri funda s.s. stjórnarfunda. Svo
koma herbergi eða skrifstofur félag-
anna ein af annarri til beggja handa
og ekki má gleyma eldhúskróknum
góða en auðvitað hafði verið hellt upp
á könnuna og við fengum ilmandi
kaffi og þessa líka fínu brúntertu með.
Og svo var sest og spjallað og fram
kom í máli manna að fullsnemmt væri
að kynna staðinn, en á það treyst að
aftur liggi leið okkar í þjónustusetrið
þegar allt er fullbúið og tilbúið til
framtíðarnota.
Við vorum sérlega heppin því
þarna voru fulltrúar allra félaga
utan Félags nýmasjúkra. Það var Jón
S. Guðnason framkvæmdastjóri hjá
LAUF sem fyrstur kom á vettvang og
bauð okkur velkomin, en Margrét
Njálsdóttir fulltrúi á skrifstofu og
Astrid Kofoed Hansen formaður
LAUFS voru þarna einnig á vettvangi
og kynntu starfið ásamt þá Jóni
Snævarri. Hjá Samtökum sykursjúkra
var Þóra Jónsdóttir framkvæmdastjóri
þeirra samtaka mætt og Jón Jóhanns-
son sem sér um síma og einnig með
öðrum um skrifstofu Parkissonsam-
takanna, (Jón er með farsíma sem tek-
ur við samtölum við félagið utan skrif-
stofutíma). Þá var Rakel Garðars-
dóttir á skrifstofu Umsjónarfélags
einhverfra, í stjórn þar og leysir af á
skrifstofunni þar í maí og júní, síðan
var svo íris Ámadóttir hjá Tourette
samtökunum, er þarna einu sinni í
viku þegar skrifstofan er opin sem
sjálfboðaliði.
Það var ekki amalegt að hitta þetta
fólk allt á sama staðnum eina morgun-
stund og látið bíða seinni heimsóknar
að fara yfir það sem á döfinni er hjá
einstökum félögum, enda greinilega
nægileg verkefni að undanförnu að
koma sér hreinlega fyrir og margt þó
ógertenn. Enafhverjuhérogþátek-
ur Jón S. Guðnason að sér fróðleikinn
en þau hin kveða hann hafa unnið
frábærlega hér að, við útvegun hús-
næðis, við alla skipulagsvinnu o.fl.
o.fl.
Jón lætur lítið yfir en segir að þau
hafi stofnað húsfélag um þennan
íverustað sinn sem félögin leigja og
væri Jón Jóhannsson þar formaður, en
öll félögin þar með jafnan rétt til
áhrifa allra.
egar fór að þrengja að á Lauga-
vegi 26 með eigendaskiptum þar
þá kom upp þessi ágæta hugmynd um
sameiginlegt húsnæði og Jón Snævarr
fór þegar á stúfana. Fór hann fyrst til
heilbrigðisráðherra sem tók honum
mjög vel og síðan til fjármálaráðherra
sem einnig tók honum hið besta og
síðan fóru hjólin að snúast með dyggri
hjálp þessara ráðherra sem báðum
leist vel á sameiginlega aðstöðu og
ekki síður skynsamlega nýtingu
fjármuna, sem þetta leiddi af sér. Þau
gátu þess í leiðinni að þarna hefðu
áður átt aðsetur Goéthe-samtökin,
Germanía og þýska bókasafnið. Hús-
næðið mun með góðri geymslu-
aðstöðu vera um 270 ferm., staðsetn-
ing góð og aðgengi gott þegar upp
hefur verið sett sliskja að þessari einu
tröppu sem á leið inn í húsið er, en
það gjört alveg á næstunni.
Saman bentu þau á það hvað fram-
undan væri þ.e. frekari innrétting og
afhólfun að hluta hins opna rýmis, þar
sem yrði sameiginleg símaaðstaða
fyrir öll félögin, þar yrði einnig útbúin
12