Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 16
Hann gerði að sérstöku umtalsefni
samstarf samtaka eldri borgara og
öryrkja sem stóðu fyrir mikilli kröfu-
göngu og glæsilegum útifundi sam-
eiginlega nú í apríl. Haukur minnti á
hve hagsmunir samtakannna færu
víða saman og samstarfið því dýrmætt
og þyrfti framhald að verða á.
Hann minnti einnig á miklar um-
ræður um kjör öryrkja í aðdraganda
nýliðinna kosninga og ákveðin fyr-
irheit framboðanna um úrbætur, eftir
því yrði gengið af hálfu bandalagsins.
Haukur gat þessu næst um heim-
sókn Johans Wesemans hingað til
lands, en Johan þessi er forystumaður
í Evrópusamtökum heyrnarlausra svo
og sl. 6 ár í Evrópusamtökum fatlaðra
einnig. Johan kom hingað til lands
að frumkvæði Félags heyrnarlausra,
en Öryrkjabandalagið sá um heim-
sóknina ásamt félaginu. Gat um vel-
heppnaðan morgunverðarfund þar
sem m.a. fullltrúar framboðanna
mættu og tóku þátt.
s
Iframhaldi af þessu sagði Haukur
frá því að hinn 25. apríl sl. hefði
aðild Islands að Evrópusamtökum
fatlaðra verið fullgilt, en aðildin ÖBÍ
mjög mikilvæg. Sjá annars grein
Helga Hróðmarssonar.
Minnti svo á úthlutun úr Sjóði
Odds Ólafssonar þar sem 18 styrk-
þegar fengu samtals 1.5 millj. kr. í
styrki.
Þessu næst fór Haukur mjög ítar-
lega yfir reglugerðarbreytingu um
bifreiðakaupastyrki, sögu þessa máls
til langs tíma og helstu breytingar nú.
Haukur er formaður afgreiðslunefnd-
ar þessara styrkja og því öllum hnút-
um gjörkunnugur.
í þessu sambandi minnti Haukur á
nefndarstarf á vegum ráðuneytis með
aðild Sjálfsbjargar og ÖBÍ sem lauk
með vönduðu nefndaráliti sem þessar
breytingar nú voru að hluta byggðar
á, en gengu aðeins mikið skemmra.
Haukur sagði svo í lokin frá því
að gerður hefði verið hátíðarfáni fyrir
bandalagið svo og útifánar, en Guð-
ríður Ólafsdóttir séð þar um. Var
hátíðarfáninn til sýnis fundarmönnum
svo og útifáninn. f framhaldi af yfirliti
formanns sagði Hafliði Hjartarson frá
undirbúningi að iðnaðardögum sem
vel gengi og áætlað að þeir yrðu í
Kringlunni næstsíðustu helgi í
október nk. og þá í tengslum við
ráðstefnu bandalagsins um atvinnu-
mál sem unnið væri að. Vilmundur
Gíslason sagði frá undirbúningi að
hjálpartækjasýningu sem áætluð væri
14. febr. á næsta ári.
Mikið var rætt um atvinnumál fatl-
aðra og m.a. um ónóga vinnumiðlun
í þeirra þágu. í þessu sambandi sagði
Ingólfur H. Ingólfsson frá klúbbnum
Geysi sem færi á fullt í haust til
atvinnumiðlunar fyrir geðfatlaða og
Hafdís Gísladóttir sagði frá góðum
árangri hjá atvinnuleitarfulltrúa
Félags heymarlausra. Bent var sér í
lagi á að Öryrkjabandalagið ætti að
komast inn í fræðslu fyrir trúnaðar-
menn stéttarfélaganna á vinnustöðum
til að tryggja fatlaða betur úti í
atvinnulífinu.
Gísli Helgason vildi að ÖBÍ skor-
aði á ríki og sveitarfélög að stórefla
vinnumiðlun í þágu fatlaðra.
2. Styrkveitingar
Haukur og Hafliði gerðu grein fyrir
tillögum framkvæmdastjórnar um
styrki til félaga svo og annarra, en alls
var 26 af 27 félögum úthlutað styrkj-
um, öllum sem sóttu og er listi yfir
úthlutun birtur hér í blaðinu. Gísli
Helgason vildi fá greinargerð um
verkefni umsækjenda með úthlutun
framkvæmdastjórnar eða a.m.k. rök-
stuðning með styrkupphæð. Lagði til
að undirnefnd yrði falið að gjöra til-
lögur.
Vel var tekið í það að fyllri upp-
lýsingar yrðu sendar með næsta ár svo
menn ættu auðveldara með að
Hlerað í hornum
Maður einn gekk til sálfræðings og
einn daginn byrjaði hann svona: “Ég
sagði þér á dögunum að ég væri lygari
af guðs náð. En auðvitað laug ég þvf’.
* * *
í afskekktu fjallahéraði erlendis segir
sagan að fjórir aldraðirbyggju og ættu
óvenjumörg æviár að baki. Fór svo
að ferðamenn gerðu sér þangað ferð
til þess að líta á gamlingjana, sem ekki
voru par hrifnir af athyglinni.
Einu sinni kom ferðamannahópur í
heimsókn og hitti einn gamlingjann
útiáhlaði, afardapraníbragði. Hann
var fyrst spurður um aldur sinn og
sagðist hann vera 93ja ára. Þá var
hann spurður að því hvers vegna hann
væri svo dapur. “Pabbi sló mig utan
glöggva sig á réttmæti úthlutana.
Haukur benti á hve verðug þau
verkefni væru sem um hefði verið
sótt.
Að umræðum loknum var tillaga
framkvæmdastjórnar samþykkt sam-
hljóða.
3. Staðan í kjaramálum
Garðar Sverrisson og Helgi Seljan
fóru yfir réttarbætur sem þó höfðu
fengist að undanförnu, en nú væri
stund milli stríða og nýrrar ríkis-
stjómar beðið.
Allra þessara leiðréttinga er getið
sérstaklega í blaðinu nú: vasapen-
ingahækkun, leiðréttingar á bifreiða-
kaupastyrkjum og þá einkum leið-
rétting fyrir einstæða foreldra hvað
heimilisuppbót og sérstaka heimilis-
uppbót snertir.
Miklar umræður urðu um kjaramál
og m.a. benti Sigurrós M. Sigurjóns-
dóttir á hina ranglátu og stífu tekju-
tengingu vasapeninga, sem verðugt
væri að fá leiðrétt.
4. Önnur mál
Guðríður Ólafsdóttir vakti athygli
á félagsstarfi Gerðubergs sem opið
væri öllum án tillits til aldurs.
Astrós Sverrisdóttir minnti á
skýrslu Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins um einhverfu.
Haukur Þórðarson óskaði að
lokum Geðhjálp hjartanlega til ham-
ingju með ný og glæsileg húsakynni
aðTúngötu7. Fundi slitið kl. 18.20.
H.S.
undir og ég var alsaklaus”, var svarið.
“Og hvað var hann þá gamall?”
“Hann er 112 ára og býr þarna hinum
megin í dalnum hjá afa”. “Bíddu nú
hægur og hvað er afi þinn þá gamall?”
“Það man ég aldrei, en farðu til
prestsins á næsta bæ, hann veit það
vel af því að hann fermdi hann”.
* * *
Lögreglumaðurinn kom til manns eins
sem grunaður var um heimabrugg og
spurði hvasst: “Ert þú með eitthvert
vín undir höndum?”
“Nei, nei”, svaraði maðurinn, “ég er
bara svona sveittur”.
* * *
Hvaða myndarfígúru varstu nú að
kaupa?” spurði eiginmaðurinn og
rýndi á vegginn. “Þessi myndarfígúra
er nú spegill,” sagði konan þá.
16