Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 18
Frá vígslunni. Félagsmiðstöð Geðhjálpar Síðasta dag apríl- mánaðar var hin hátíðlegasta athöfn að Túngötu 7 hér í borg, enda ærið tilefni til. Geð- hjálp var þá að taka form- lega í notkun hina glæsi- legu félagsmiðstöð sína í nýuppgerðu stórhýsinu að Túngötu 7. Ríkisstjóm íslands hafði fært Geðhjálp húseign þessa að gjöf frá íslenska ríkinu, en margt og mikið þurfti að gjöra áður en hús- ið varð slíkt sem það er í dag. Það var margt um mann- inn að Túngötu 7 þennan apríldag sem samfagnaði Geðhjálp með glæstan áfanga, en félagið er einmitt 20 ára á þessu ári. Ritstjóra er minnisstæð kvöldstund ein fyrir þess- um 20 árum þegar hann að beiðni vinar síns, Stefáns Jónssonar frétta- og alþing- ismanns, stýrði undirbún- ingsfundi um stofnun Geð- hjálpar. Ekki óraði hann fyrir því þá að Geðhjálp myndi efl- ast svo og dafna sem raun ber um vitni að öllu um- fangi, hvað þá að félagið yrði svo gildur húseigandi sem líta mátti þennan síð- asta apríldag. að var formaður Geð- hjálpar, Pétur Hauks- son læknir, sem setti sam- komuna og bauð fólk vel- komið. Hann gat fyrst um gjöfina og svo það mikla endurbótaverk sem unnið hefur verið með það megin- markmið í huga að öllum sem hússins nytu væri sýnd hin sjálfsagða virðing, að allt væri sem vandaðast og best innanstokks sem utan. Það ætti jafnt við um skjólstæðinga, starfsfólk sem gesti. Hann sagði Fram- kvæmdasjóð fatlaðra hafa lagt húsinu til endurbóta 20 millj. kr. og svo hefði held- ur betur munað um hið veglega framlag Kiwanis- manna, þar sem andvirði af sölu K - lykilsins hefði óskert runnið til Geðhjálpar til hinna þörfu fram- kvæmdar. Það urðu hvorki meira né minna en rúmlega 15 1/2 milljónkróna. Þakk- aði Pétur öllum þessum aðilum og Kiwanismönn- um sérstaklega fyrir þeirra góða skerf. Pétur vék að mannrétt- indum sérstaklega, nauð- syn þess að þeim væri fylgt eftir svo sem sátt- málar segðu til um, ekki síst nauðsyn þeim geð- fötluðu að við yrði staðið. Hann minnti alveg sér í lagi á vanda geðsjúkra barna, en Foreldrafélag geðsjúkra barna hafði einmitt rétt áður fundað í húsinu með frambjóð- endum til að knýja á um úrbætur. Þá greindi Pétur frá hinni alvarlegu stöðu í þjónustu- og búsetumál- um geðfatlaðra, þó 30 geð- fatlaðir væru þjónustaðir af Geðhjálp og 21 í húsnæði félagsins, tugir biðu úr- lausnar engu að síður. Pétur greindi síðan frá helstu þáttum starf- seminnar í húsinu, bæði þeirri sem þegar er og eins sem fyrirhuguð er alveg á næstunni. Þarna er í raun áætluð miðstöð réttindabaráttu Geðhjálparfólks, baráttu þess fyrir betra lífi. Á fyrstu hæðinni er félagsmiðstöðin, þar er mötuneytið og fræðslu- herbergi, svo koma skrif- stofur Geðhjálpar á annarri hæð og í risinu eru íbúðir fyrir tvo einstaklinga á leið út í lífið, hugsaðar sem skammtímalausn meðan varanleg lausn er fundin. í kjallaranum er svo aðstaða fyrir tölvuver, listasmiðju, smíðaverkstæði og iðju- þjálfun. Öll er aðstaðan hin vistlegasta en um endur- bætur og endurnýjun sá Þorgeir Jónsson arkitekt. Formaður bygginganefndai' var Sigríður Kristinsdóttir. Pétur minnti á hina mikil- vægu og góðu aðstöðu sem þarna skapaðist og kvað m.a. sjálfshjálparhópa eiga þarna vísan samastað. Hann kvað þetta ein- staklega gleðilegan áfanga í ljósi 20 ára afmælisins í haust. Færði enn alúðar- þakkir öllum þeim sem þetta hefðu gjört kleift. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálma- dóttir, fagnaði vel þessum áfanga og því hversu húsið hefði stakkaskiptum tekið frá því ráðherragengið hefði tekið að sér hlutverk skrapatóla, þegar húsið var af þeim afhent sem gjöf til Geðhjálpar, breytingin væri stórkostlega til batnaðar. Færði svo formanni Geðhjálpar gjöf frá ráðu- neyti heilbrigðismála. Fulltrúi Kiwanishreyf- ingarinnar, Georg Þór Kristjánsson umdæmis- stjóri Islands og Færeyja flutti hamingjuóskir og sagði það hafa verið þeim Kiwanis-mönnum einstaka gleði, hve söfnunin tókst vel á sínum tíma og þakk- aði þar landsmönnum öll- um þeirra frábæra framlag. Söfnunarstjórinn Sæ- mundur Sæmundsson sem um alla þræði hélt kom einnig upp að beiðni Georgs Þórs og þeir félagar færðu Geðhjálp fagran skjöldaðgjöf. Óskuðuþeir Geðhjálp gæfu og gengis. Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri flutti kveðjur og hamingjuóskir félags- málaráðherra, Páls Péturs- sonar. Húsnæðið nýja svo vel búið sannkallað fagnaðar- efni, minnti á þjónustu- samning Geðhjálpar og félagsmálaráðuneytis sem tryggði mörgum mikla og góða þjónustu. Sigríður Kristinsdóttir, formaður bygginga- nefndar flutti heillaóskir og gat sérstaklega um hinn einstaklega góða hlut starfsfólks Geðhjálpar sem Grettistaki hefði lyft. Þakkaði einnig arkitekt- inum, Þorgeiri Jónssyni 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.