Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 19
gott verk og einkar góða
samvinnu.
Þá las Davíð Art Sig-
urðsson tvö ljóð úr ljóða-
bók sinni: Þegar ljóð eru
og eru önnur ljóð Davíðs
Arts kynnt annars staðar í
blaðinu.
Gunnar Páll Ingólfsson
laðaði fram ljúfa hljóma
hljóðfæris síns og raddar
við athöfnina og gladdi
þannig geð gesta vel.
Fengu margir fiðring í
fætur við fallega dillandi
músík Gunnars Páls. Veg-
legar veitingar voru á boð-
stólum og mjög margir
fengu þeirra notið, enda
opið hús að athöfninni
sjálfri lokinni.
Geðhjálp er hjartanlega
óskað til hamingju með
þennan dýrmæta áfanga og
eitt er víst, betri afmælis-
gjöf á afmælisári er erfitt að
hugsa sér. Megi starf Geð-
hjálpar hér eftir sem hingað
til veita mörgum góðan
gæfuauka.
Formaður Geðhjálpar er
eins og áður segir Pétur
Hauksson og fram-
kvæmdastjóri Ingólfur H.
Ingólfsson.
H.S.
Hlerað
í hornum
Jónas var ráðinn til vinnu á
grundvelli auglýsingar, en
ekki var hann búinn að
starfa lengi á staðnum,
þegar mönnum þótti hann
kunna lítt til verka. Verk-
stjórinn kallaði hann til sín
og sagðist undrandi á því að
hann hefði svarað auglýs-
ingunni svo að hann hefði
fimm ára starfsreynslu og
út á það hefði hann verið
ráðinn. Núhefðihannhins
vegar komist að því að
þetta væri fyrsta starfið
hans. Þá svaraði Jónas:
“Ekki geturðu ásakað mig
fyrir þetta, því þið báðuð
alveg sérstaklega um mann
með fjörugt ímyndunarafl”.
Guðrún K. Þórsdóttir djákni:
Bréf til félagsmanna
í aðildarfélögum
Öryrkj abandalagsins
Kæru félagsmenn!
X
lok febrúar samþykkti fram-
kvæmdastjórn Öryrkjabanda-
lagsins málaleitan mína um að
veita tímabundna djáknaþjónustu
skjólstæðingum ÖBI að Hátúni 10 með
haustinu.
Eg lauk háskólaprófi í djáknafræð-
um á haustdögum 1998 og vígðist í
byrjun febrúar 1999. Köllun mín til
starfa er við Áskirkju og hjá FAAS
(Félagi aðstandenda Alzheimersjúkl-
inga), en félagið mun flytja í húsnæði
sitt í Ássókn á næstu mánuðum. Fyrir
er ég með B.A. próf í sálarfræði, við-
skipta- og hagfræðimenntun frá Endur-
menntunarstofnun H.I. og sjúkraliða-
próf.
Ég hafði í byrjun árs viðrað hug-
myndir mínar við forsvarsmenn ÖBI
og prest Laugarneskirkju, sr. Bjarna
Karlsson, um kristilega þjónustu á
félagslegum grunni við íbúa Hátúns og
félagsmenn Öryrkjabandalagsins
almennt. Mínum hugmyndum var vel
tekið og viðurkenning á að kanna
þörfina fyrir slíka þjónustu var síðan
samþykkt af framkvæmdastjórn
Öry rkj abandalagsins.
Djáknaþjónustafelurísér: aðveita
fræðslu og leiðsögn, að standa vörð um
réttindi fólks og vera við hlið þeirra
sem í erfiðleikum eru og leitast við að
hughreysta sjúka og sorgbitna og vera
til hjálpar. Djákna er skylt að rækja
þjónustu sína af trúnaði við kenningu
kristinnar kirkju.
Tilgangur starfa minna hjá banda-
laginu er: að kanna þörfina á líkn-
ar- og fræðsluþjónustu innan ÖBI, að
sinna sálgæslu með viðtölum og heim-
sóknum og að rjúfa einangrun þeirra
sem skortir frumkvæði til að leita
Guðrún K. Þórsdóttir
samveru með öðrunt. Jafnframt væri
möguleiki á að mynda sjálfshjálpar-
hópa þegar líður á haustið.
Viðvera mín verður einu sinni í
viku, fjóra tíma í senn og er það einlæg
von mín og ósk að ég, sem djákni,
verði sýnileg íbúum Hátúns sem öðr-
um félagsmönnum Öryrkjabanda-
lagsins.
Það var mikill kjarkur og áræðni hjá
frjálsum félagasamtökum eins og
FAAS þegar stjórnin ákvað að kalla
mig til starfa fyrir félagið. Það er í
fyrsta sinn sem slík félagasamtök ráða
djákna til starfa, en vonandi ekki það
síðasta. Ég hef trú á að djáknamennt-
unin sem slík, ásamt annarri sérhæfðri
menntun og reynslu á hinum ýmsu
sviðum, nýtist vel frjálsum félagasam-
tökum.
Ég er þakklát fyrir það frumkvæði
sem framkvæmdastjórn Öryrkja-
bandalagsins sýnir með að ráða mig
til starfa og þakka það traust sem mér
er sýnt.
Ég hlakka til að taka til starfa með
haustinu.
Með virðingu og þakklæti
Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni.
fréttabréf öryrkjabandalagsins
19