Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 21
/ Avarp Hauks Þórðarsonar á baráttufundi á Ingólfstorgi: Góðir fundarmenn, ágætu félagar! Til þess að árangurs sé að vænta í málefnum öryrkja og eldri borgara er samstaða þessara hópa grundvallaratriði - sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér-. Þegar grannt er skoðað eru áhersluþættir þessara hópa mjögáþekkir þeg- ar til kastanna kemur í barátt- unni fyrir mann- sæmandi lífskjör- um og almennri þátttöku í samfé- laginu. Mann- sæmandi lífskjör eiga m.a. að grundvallast á framkvæmd almanna- trygginga og fyrirkomulagi t.d. lífeyriskerfanna í landinu. í árdaga almannatrygginga hér á landi fyrir rúmum 60 árum blandaðist engum hugur um að þarna væri loks komin trygging í eigu þjóðarinnar sem mundi ábyrgjast veraldlega velferð þeirra sem ekki gætu aflað sér tekna vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa og vegna aldurs. Því miður var þetta tálvon því að ábyrgð almannatrygg- inganna reyndist haldlítil varðandi veraldlega velferð þeirra sem trygg- inganna áttu að njóta. Þar er ekki um að kenna starfsmönnum almanna- trygginga. Framgangur almanna- trygginga á Islandi er í höndum stjórnmálamanna. Eftirþvísemárin hafa liðið breyttist almannatrygg- ingakerfið í flókið bákn, völundarhús vandumratað, og nýjar kynslóðir misstu sjónar á upphaflegum tilgangi þess. Afar sorgleg þróun það. Þarna eru okkur viðblasandi samstöðu- og samstarfsverkefni, fjölþætt og um- fangsmikil, sem trauðla verða þó ekki leyst nema til komi meðverkun úr röðum pólitískra afla í landinu. Það skulum við hafa hugfast hvar sem við stöndum í flokki. Seint á síðasta ári var haldið upp á 50 ára afmæli Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna. Island hefur fullgilt þessa yfirlýsingu fyrir margt löngu. Það kann að virðast merkilegt að í henni eru engin bein ákvæði sem varða öryrkja eða aldraða sérstaklega, enda voru málefni þeirra lítt í sviðsljósinu fyrir 50 árum. Nú er ár aldraðra. Ar fatlaðra var 1981 og í framhaldi af því ári urðu fatlaðir meira sýnilegir í samfélögum heimsins en áður hafði verið. Strax árið eftir komu samþykktir frá þingi Sameinuðu þjóðanna sem snertu fatl- aða og enn var skerpt á réttindum fatl- aðra í yfirlýsingu heimsþings Sam- einuðu þjóðanna í Vín árið 1993 um mannréttindi. Síðan kom samþykkt frá Sameinuðu þjóðunum fyrir 5 árum, árið 1994, sem ber heitið Grundvallarreglur Sameinuðu þjóð- anna um jafna þátttöku fatlaðra. Þess- ar grundvallarreglur ná til nánast allra þátta sem finnast innan mannlegs samfélags og hafa þær nú verið stað- festar af Alþingi íslendinga. Grund- vallarreglur Sameinuðu þjóðanna hafa vitaskuld ekki lagagildi en með staðfestingu sinni er Alþingi skylt að taka fullt mið af þeim við lagasetningu og ríkisstjórnum við útgáfu reglu- gerða og annarra reglna. Vonandi er Hlerað í hornum Og enn lausleg endursögn úr Degi: Jón vinnumaður kom til læknis í héraðinu og var fótbrotinn og læknirinn spurði eðlilega hvernig þetta hefði viljað til. “Jú, sjáðu, þegar ég kom vinnumaður að Höfða fyrir 25 árum...” Læknirinn bað hann blessaðan að fara ekki svona langt aftur í tímann, en vinnumaður hélt áfram. “Þegar ég fór að sofa annað kvöldið mitt kom heimasætan á bænum og þráspurði mig hvort það að ár aldraðra leiði til jákvæðra ferla varðandi réttindi eldri borgara í lík- ingu við það sem gerðist í framhaldi af ári fatlaðra á sínum tíma. Að setja grundvallarreglur eða raunar hvaða reglur sem er í markmiðaskyni er mjög þörf iðja. Meira er þó urn vert að þær reglur sem settar eru séu í heiðri hafðar og að eftir þeim sé farið, að unnið sé að mark- miðum af fullum heilindum. A því er vissulega víða brestur í heiminum, einnig hér á landi. Við værum ekki hér ef við teldum allt vera í himnalagi í málefnum öryrkja og aldraðra. A hinn bóginn vitum við mætavel að seint verður allt í himnalagi. Okkur hér á íslandi skortir hvorki lög né reglugerðir. Hins vegar skortir á að hlutimir séu framkvæmdir. Okkur ber því að halda á lofti kröfum um að lög- um sé framfylgt og eftir reglum farið. Þess vegna er það skylda okkar að koma skilaboðum okkar til stjórn- valda hvað þetta varðar, jafnt þegar þingkosningar eru framundan sem á öðrum tímum. Takk fyrir samfylgdina. Megi mál- efnum okkar ávallt fylgja brautar- gengi. Haukur Þórðarson. formaður ÖBI. væri virkilega ekkert sem hún gæti gjört fyrir mig. Þannig gekk þetta nokkur kvöld en ég sagði alltaf að hún gæti ekkert fyrir mig gjört.” “Já, en hvað í ósköpunum kemur þetta fótbrotinu við?”, spurði læknirinn. Þá sagði vinnumaður: “Jú sjáðu til, þegar ég svo var að gera við hlöðu- þakið í morgun, þá áttaði ég mig allt í einu á því hvað hún hefði átt við og mér varð svo mikið um að ég hrapaði niður af þakinu og fótbraut mig.” Haukur Þórðarson fréttabréf öryrkjabandalagsins 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.