Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 22
Gísli Helgason forstöðumaður: MINNINGAR FRÁ BJARKAR- GÖTU í REYKJAVÍK Stundum verður mér gengið niður að tjörn, endrum og eins með hundgreyinu mínu og oftar en ekki með piltinum mínum litla, og þá rifjast upp ýmsar minn- ingar úr bernsku minni, en ég átti heima nærri tjörn- inni í Reykjavík í eina þrjá vetur, frá átta ára aldri og framtil 12áraald- urs. Þannigvarað Blindravinafélag Islands starfrækti Blindraskóla og þegar ég var að komast á skólaaldur þá var hann til húsa að Bjarkargötu 8, húsi, sem Jón Þorláksson fyrrum forsætisráðherra hafði reist, mikið og vandað hús, en ekki sérlega hentugt til skólahalds, nema að því leyti að þar voru ýmis skúmaskot og vistarverur, sem ég gat falið mig í og leikið mér. Þegar ákveðið var að við Arnþór tvíbura- bróðir minn skyldum setjast í Blindra- skólann, þá var hann alfarið rekinn á kostnað Blindravinafélags íslands og óvíst var hvort ríkisstyrkur fengist til þess að greiða laun kennarans, sem starfaði við skólann. Faðir minn sagði að ef ríkið sæi ekki sóma sinn í að gera það, þá myndi hann greiða laun kennarans og það yrði hinu opinbera til ævarandi skammar að gera upp á milli barna þessa lands, en þá var sjöundi áratugurinn rétt að hefjast. egar ég kom í skólann, þá var þar starfrækt blindraheimili auk heimavistarinnar. Þama var talsvert af gömlu fólki, sumt fætt um 1870, annað ívið eldra. Margt hafði gerst þarna innan þessa litla samfélags. Ég man eftir afskaplega skemmtilegum hjónum norðan af Ströndum. Agnar Jónsson hét maðurinn, hafði misst sjónina fyrir nokkru, flutt suður með frú sinni, henni Guðlaugu, fengið starf hjá Blindravinafélaginu og þau bjuggu uppi á lofti á Bjarkargötunni. Mér þótti Guðlaug heldur lágvaxin og spurði hana af hverju hún væri svona lítil. “Ég er ekkert lítil”, sagði hún við mig átta ára gamlan peyjann og tyllti sér á tá. “Sjáðu, ég er stærri en þú”, sagði hún og teygði úr sér allri. Eitt það síðasta, sem ég man til þeirra hjóna var að ákveðið var að mála her- bergið þeirra og eldhúsið. Sá gamli, sem reyndar hafði enga sjón, vildi ráða fyrir þau bæði en Guðlaug mátti ekki heyra það nefnt og endirinn varð sá að eldhúsið var málað á ábyrgð málarans. Reyndar minnist ég átt- ræðisafmælis Agnars, líklega árið 1969, en þar var Agnar manna kát- astur og sagði að þetta yrði líklega í síðasta sinn sem hann myndi kasta ellibelgnum. egar ég var nýlega kominn á Bjarkargötuna þá höfðu gerst þar undur og stórmerki. Þannig var að menn fóru að heyra umgang á næt- umar, ofan af lofti og barst umgang- urinn aðallega úr einu herbergi þar á hæðinni. Fullorðinn maður, sem hét Asgrímur, sagði að þetta væri svosum eðlilegt. Þetta væri bara hann Jón Þolláksson forsætisráðherra fyrrver- andi að athuga um þá, sem bjuggu þar. Þessi umgangur hélt áfram um nokkurt skeið á nóttunni og svo tók hann snöggan endi. Ibúar hússins vöknuðu við sár kvenmannsvein og þau sem stóðu fyrir húshaldi þama, Olafur Ögmundsson og Steinunn Lárusdóttir kona hans brugðu skjótt við og hófu athugun. Hljóðin komu frá herbergi einu ofan af lofti. Þar hafði búið um tíma kona nokkur, sem varorðin mjög sjóndöpur, hafði búið lengi í Danmörku og kom til þess að athuga sinn gang hér á landi. Þegar komið var inn í herbergi konunnar, upplýstist um leið umgangur undan- farinna nótta. Aðumefndur Asgrímur, sem bjó í kjallara hússins, hafði læðst upp til vinkonu sinnar, átt með henni náinn fund og í vissri stellingu fékk hann þursabit og hún gat sig hvergi hrært undan honum og því varð hún að gera vart við sig.. Þegar tókst að aðstoða þau hjónaleysin og Asgrími batnaði þursabitið, fundu þau að svona mátti þetta ekki til ganga, giftu sig og voru ákaflega hamingjusöm í hjónabandi sínu. Asgrímur vann allan daginn á vinnustofu Blindravina- félagsins, þótt á áttræðisaldurinn væri kominn, en Jónína var svo heima fyrir hádegi, tók á móti bónda sínum með miklum fögnuði í hádeginu og stund- um notaði hún tímann á morgnana til þess að segja mér ýmsar sögur, og svo eftir hádegismatinn tóku þau sér gönguferð um Bjarkargötuna og ein- staka sinnum viku þau út af afmark- aðri braut og röltu um Hljómskála- garðinn. ess má geta að konan hafði dálitla sjón, en bóndi hennar enga. Eitt sinn voru þau á gangi um Hljómskála- garðinn og þá segir konan: “Ásgnmur, það er einhver stór pollur hérna fram- undan”. Karlinn svaraði með hreysti í rómnum: “Haltu í mig kona, ég bara stekk yfir hann”. Og hann stökk, en pollurinn reyndist aðeins stærri en hann hugði og karl hafnaði úti í tjörn, en konan slengdist á tjamarbakkann og hélt dauðahaldi í bónda sinn þar sem hann reyndi að svamla í land þar til einhver vegfarandi hjálpaði þessum góðu hjónum úr ógöngunum, en við gárungarnir á Bjarkargötunni köll- uðum tjörnina eftir þetta “Gríms- vötn”. I kjallaranum bjó maður mjög einmana, sem Hilmar hét. Hann var daufblindur, sá mjög lítið og heyrði afar illa. Sjón og heym versnuðu mjög eftir því sem leið á ævi hans. Þegar þetta gerðist hafði hann ekki getað notið útvarps í nokkur ár. Stundum tók hann mig með sér í gönguferðir, kom þá gjaman við í sjoppu og gaf mér nammi. Stundum þurfti hann að fara 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.