Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 23
í ríkið og keypti einhvem drykk, sem heitir “Silverfox”. Hilmar vissi að nafnið á drykknum þýddi silfurrefur. Hann mundi ekki alltaf hvað drykk- urinn hét, bað stundum um reverfox eða bara um einn rebba. Af þessu sést að hann leitaði nokkurar huggunar í áfengi. Stundum, þegar einveran og örlögin gengu nærri honum, þá lokaði hann sig af, öskraði, bölsótaðist, lamdi og barði alla veggi og virtist reka út illa anda. Eg mátti þola margar and- vökunætur vegna þessa, en herbergi hans var beint undir rúmum okkar Eyjapeyja. Eg var reyndar svo heppinn að í Blindraskólann komu nokkrir nemendur á líku reki og ég sjálfur, og svo bjó þarna góður vinur minn, Gunnar Guðmundsson, harmoniku- snillingur og símavörður nú hjá Sam- skipum. Eftir því sem árin liðu náðum við æ betur saman og brölluðum margt sem ekki verður sagt hér, en Gunnar var einna manna fyrstur að eignast segulbandstæki og nýtti sér það óspart. Hann vantar aðra höndina og ef hann vildi fá fyllri harmonikuleik, þá hljóð- ritaði hann undirleikinn á segulband, spilaði bandið og lék svo með á nikku. Segja má að Gunnar hafi verið langt á undan sinni samtíð með slík vinnu- brögð. Ég dáðist oft að því hversu Gunnar átti létt með að umgangast og skilja fólk af óliku bergi brotið og setja sig í spor þess. Áðumefndur Hilmar fór stundum með Gunnari í göngu- ferðir. Eitt sinn ákváðu þeir félagar að fara út á tjörnina, sem þá var ísi lögð og skauta þar. Gunnar sá ekkert, en Hilmar hafði þá litla sjón og heyrði nær ekkert. Þar sem þeir félagar skauta á fullri ferð, sýnist Hilmari eitthvað óljóst framundan. Hann stansar og biður Gunnar að bíða. Eitthvað leiddist Gunnari biðin, svo að hann skautar af stað, stímir beint aftan á Hilmar þar sem hann kraup á ísnum, en þetta, sem hann hafði séð framundan reyndist vera vök. Báðir steyptust á bólakaf og þannig endaði sú skautaferð. Mér er minnisstæður einn gamall maðuraf Bjarkargötunni. Hann var dulítið skrýtinn þótti mér, enda úr kjördæmi ritstjóra þessa fréttabréfs. Þessi maður hafði verið kennari á Eiðum og hét Halldór Jónasson. Við strákar bárum óttablandna virðingu fyrir þessum aldna kennara, enda gekk hann um uppáklæddur eins og gamall lord, var stuttstígur, enda var hann nýlega búinn að missa sjónina og var óöruggur. Halldóri þótti stundum heldur mikill fyrirgangur í okkur peyjum. Eitt sinn, þegar við Arnþór og Akureyringur nokkur, er Reynir heitir, vorum með einhvern fyrirgang, þá reyndi Halldór að hasta á okkur. Þegar það dugði ekki, sagði hann með blíðum rómi: “Reynir minn. Komdu héma góði. Ég ætla að berja þig”. Reynir fór hvergi en við höfðum hægt um okkur. Maturinn þama á Bjarkargötunni var yfirleitt góður, en heldur oft var siginn fiskur. Einu sinni var nýr fiskur í matinn og hrísgrjónagrautur á eftir. Halldór bragðaði á grautnum, lagði skeiðina frá sér og sagði íbygginn: “Það, það er hu -hundaskítsbragð af grautnum”. Ekki man ég hverju ráðs- konan svaraði. Svona gæti ég haldið áfram að minnast ýmissa, sem bjuggu þarna. Ég man eftir einum manni, sem líklega hefur verið ættaður vestan af Snæfellsnesi. Hann hét Jóhannes Filippusson. Var orðinn mjög boginn í baki og sá frekar illa. Jói var glettinn og kátur karl. Áður en hann flutti á Bjarkargötuna, bjó hann í húsi Blindravinafélagsins uppi í risi að Ingólfsstræti 16 í Reykjavík. Þegar Jói var nýkominn að vestan og fluttur í “borgarmenninguna", þurfti hann að kasta af sér vatni og dró fram undan rúminu sínu koppinn sinn. Hann létti á sér, þurfti að losa sig við keytuna og þá var bara að opna her- bergisgluggann í risinu og skvetta úr koppnum. I þetta skipti tókst ekki betur til en svo að formaður Blindra- vinafélagsins var að ganga út úr hús- inu í þann mund sem Jói skvetti úr koppnum Innihaldið lenti á frakka for- mannsins. Reynt var að hreinsa frakk- ann, en hann var dæmdur ónýtur. Eftir þetta var Jóa bannað að hafa kopp á herbergi sínu. arna á þessum árum komst ég að því hvernig ég var innrættur. Ég fór stundum upp á vinnustofu Blindravinafélagsins við Ingólfs- stræti, en þar drógu menn í bursta eða fléttuðu körfur. Ég reyndi að læra að gera bursta, en það tókst ekki. Einu sinni man ég eftir því að áðurnefndur Ásgrímur var að flétta körfu. Ég fann pílviðarlurk, fann að það hljómaði svo skemmtilega í lurknum og ákvað að prófa hvernig hljómurinn í lurknum yrði, ef ég myndi berja Ásgrím í skallann. Ég reiddi til höggs og barði laust. Það söng svo skemmtilega í lurknum og skallanum á Ásgrími og hann gaf frá sér svo skemmtileg hljóð hann Ásgrímur, að ég barði æ fastar og barði svo fast að lokum að verk- stjórinn sá sig knúinn til að biðja mig að hætta þessum “leikaraskap”. Reykjavík 13. maí 1999 Gísli Helgason Höfundur er í stjórn ÖBI. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.