Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 24
INNLITIÐ s alltof köldum aprílmorgni leit hér inn nýkjörinn for- maður Blindrafélagsins, Halldór Sævar Guðbergsson sem starfað hefur í fullu starfi frá árinu 1995 hjá Blindrafélaginu sem mark- aðsfulltrúi og aðalviðfangsefni hans þar hafa verið fjáraflanir fyrir félagið. Halldór var að forvitnast um þann ágæta sjóð, Framkvæmdasjóð fatl- aðra, en úthlutun þar nýlega lokið og þótti báðum, honum sem og viðmæl- anda að hlutur félagasamtaka með fjölþætta starfsemi í þágu fatlaðra væri ógnarsmár í þeirri úthlutun. Ekki skal frekar út í þá sálma farið hér, svo oft sem þessi mikla mis- munun eftir fötlunum hefur hér verið gjörð að umtalsefni, en vissulega er það ekki vansalaust af opinberum sjóði að láta slíkt viðgangast ár eftir ár. En um leið nýtti ritstjóri tækifærið og spurði formanninn spjörunum úr, ekki síst varðandi afmælishald Blindrafélagsins, en félagið er 60 ára á þessu ári, nánar tiltekið fimmtu- daginn 19. ágúst nk. svo það stendur ýmislegt til sem ég kem síðar að. Eg inni Halldór Sævar fyrst eftir því hversu hin nýja stjórn sé skipuð og hann svarar því greiðlega. Formaðurinn hefur þegar verið til sögu kynntur, varaformaður er Olafur Þór Jónsson, féhirðir er Jón Heiðar Daðason, ritari er Ágústa Eir Gunn- arsdóttir og Gunnar Valur Gunnars- son er meðstjórnandi. ar sem við hófum nú að ræða um Framkvæmdasjóð fatlaðra fýsti mig líka að vita hversu fram héldi um Hamrahlíð 17, viðhald og endurbætur svo og breytingar, þegar búnar, í gangi eða fyrirhugaðar, því þar kemur að hlut Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Fyrsta hæðin hefur þegar verið tekin alveg í gegn, en þar fer meg- inhluti rýmis undir starfsemi Blindra- vinnustofunnar e.hf. en sú ágæta stofnun var fyrir nokkru gerð að einka- hlutafélagi. Framkvæmdastjóri þar er Omar Stefánsson lögfræðingur og Halldór kvað gaman og gott að geta þess að hjá Blindravinnustofunni væru greidd lágmarkslaun, en því næðu fæstir ef nokkrir vinnustaðir af þessari gerð. Þama eru um 20 starfs- menn. Á fyrstu hæðinni starfa einnig tveir sjúkranuddarar, sem leigja þar aðstöðu, en báðir starfa sjálfstætt. Lyfta ný var sett upp og var býsna kostnaðarsöm framkvæmd en tókst vel. Sem liður í afmælishaldi ársins Halldór Sævar Guðbergsson er að fara af fullum krafti í félags- aðstöðuna á annarri hæð, þar sem á að breyta og bæta svo unnt sé að hafa þar rými fyrir allt að 120 manns eða tvöföldun þess sem nú er. Áður hefur fram komið hér í blað- inu að á þriðju og fjórðu hæð eru íbúðir og svo er fimmta hæðin leigð undir starfsemi Sjónstöðvar Islands. Við víkjum örstutt að starfs- mönnum Blindrafélagsins en sem formaður er Halldór Sævar í 20% starfi, en að öðru leyti í fullu starfi við fjáraflanir, Gísli Þór Gíslason er rekstrarstjóri félagsins í fullu starfi og Björk Vilhelmsdóttir gegnir starfi félagsráðgjafa í 60% starfi. Þá er Ásgerður Sveinsdóttir í fullu starfi sem félags- og upplýsingafulltrúi. Gjaldkeri og bókari er nú Bryndís Hannesdóttir í 80% starfi en 1. apríl sl. hætti Dóra Hannesdóttir sem gjald- keri en hún vann hjá félaginu í meira en 20 ár. Sólbjartur Óli Utley er í 100% starfi við almenn skrifstofustörf en aðstoðar m.a. mikið við fjáraflanir. Karen Friðriksdóttir er í 100% starfi sem ritari, við almenn skrifstofustörf. Og svo er Harpa Völundardóttir í 50% starfi í afgreiðslu og á móti henni nú Hjördís Óskarsdóttir í 50%, ráðin með sérstökum öryrkjavinnusamn- ingi. Nú þá er það starfsemi ritstjóra vel kunnug en það er Hljóðbókagerðin með Gísla Helgason sem forstöðu- mann og Grétu Haraldsdóttur í 60% starfi við fjölföldun. En svo snúið sé að afmælishaldinu þá greinir Halldór Sævar fyrst frá því að starfandi sé sérstök afmæl- isnefnd, en í henni sitja allir núlifandi formenn Blindrafélagsins eða Halldór S. Rafnar, Ragnar R. Magnússon, Helgi Hjörvar og Halldór Sævar, frá Norðurlandsdeild kemur í nefndina Kristján Tryggvason og frá æskulýðs- nefnd er svo Sólveig Bessadóttir. Halldór Sævar rifjar svo upp það helsta sem framundan er. 11.-13. júní nk. verður farið norður til að heimsækja fólkið þar og gist verður í Hrafnagilsskóla. 18. og 19. ágúst verður svo ráðstefna í Blindrafélaginu um stöðu blindra og sjónskertra í lok aldar. 21. ágúst verður opið hús í Hamra- hlíð 17 þar sem starfsemi félagsins og annarra þeirra aðila sem þjónusta blinda og sjónskerta verður kynnt. Um kvöldið þann sama dag verður svo vegleg afmælishátíð. Svona rétt til viðbótar gat Halldór Sævar þess að Blindrafélagið yrði með norrænar sumarbúðir að Sólheimum í Gríms- nesi dagana 21. - 29. júní nk. fyrir blind og sjónskert ungmenni. Norð- urlöndin skiptast hér á og nú er komið að Islandi, síðast var 1994 verið með slíkar sumarbúðir að Varmalandi í Borgarfirði. Hvert land á rétt á að senda 6 ung- menni, svo þarna verða a.m.k. 30 manns. Halldóri Sævari er kærlega þakkað innlitið sem og allur fróð- leikur. Honum og félagi hans er alls góðs árnað á afmælisári. H.S. 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.