Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 36
Hinn 13. maí sl.,
uppstigningardag,
fór fram við ágæta
athöfn útskrift frá Starfs-
þjálfun fatlaðra. Fjölmenni
var við útskriftina. Forstöðu-
maður, Guðrún Flannesdóttir
flutti athyglisverða ræðu og
talaði mest til nemenda
sinna, einkum þeirra er nú
voru að hverfa á braut. Þetta
var fimmtándi hópurinn sem
útskrifaðist frá Starfsþjálfun
fatlaðra og sá fimmti frá
Hringsjá. Guðrún kvað 18
nemendur hafa innritast í
ágúst á sl. ári. 26 nemendur
þreyttu nú próf, þar af 12
lokapróf, þá hafa alls 153
nemendur útskrifast frá upp-
hafi. Hún greindi frá venju-
bundnu vetrarstarfi, en sem
alltaf væri með nokkrum til-
brigðum. Leikhúsferðir,
sérstakir tyllidagar, tilraun
til kórmyndunar og myndlist
iðkuð af kappi. Mikið starf innt af hendi við rekstur
Búllunnar sem nú bæri nafnið Bitabær en umsjón þar til
fjáröflunar. Vegleg árshátíð var og haldin.
Guðrún greindi svo frá námskeiðshaldi sem væri
vaxandi þáttur, 3 námskeið þegar verið haldin og 3 hópar
byrjuðu svo í kjölfar skólaslita. Sérstakt intemetsnámskeið
haldið og námsráðgjafar vora svo á öðru námskeiði. Sagði
frá starfi Sólveigar Bessadóttur í afgreiðslu Hringsjár og
nú byrjaði önnur í starfi fljótlega. Gat um Fréttaþjálfann
sem hér er vel kynntur.
Hún sagði frá miðvikudagsfundum Heilagengisins, sem
fyiTum nemendur hefðu komið af stað og hér verið greint
frá áður.
Þá gat Guðrún um væntanlegan þjónustusamning
Hringsjár og Tryggingastofnunar ríkisins sem varðaði
þjónustu við fólk á endurhæfingarlífeyri og seinna verður
sagt frá hér. Umsvif myndu því aukast mjög. Tölvumið-
stöð fatlaðra myndi þá flytjast yfir í Hátún 10 og færði
hún þakkir góðar fyrir samveruna.
Við nemendur sagði Guðrún m.a. að Hringsjá ætti að
auka víðsýni og örva þekkingarleit nemenda.
Markmiðið væri að ná því besta fram hjá öllum, gera fólk
hæfara til að takast á við verkefni daganna, rækta sinn
innri mann. Markmiðið og að virkja fólk til þátttöku,
Hringsjá örvaði hreyfiaflið í hverjum og einum. Minnti í
lokin á hina miklu innbyrðis samstöðu og gagnkvæman
stuðning nemenda hver við annan. Afhenti síðan nemum
annarrar annar sín skírteini, nú yrðu þau merkisberamir,
tækju við nýgræðingunum á síðsumri.
14 nemar + 2 svokallaðar smugukonur fengu svo sín
skírteini. Síðan afhenti Guðrún útskriftaraðlinum sín
skírteini eftir að hafa ávarpað þau nokkrum velvöldum
orðum. Kvaðst stolt af þeim, samhentur dugandi hópur,
með mannrækt sem aðals-
merki sitt. Von um að vega-
nestið væri gott fylgdi þeim
út í lífið og árnaði þeim
góðrar Mallorca-farar. Alls
útskrifuðust 12 s.s. fyrr er
sagt.
Margrét Margeirsdóttir
stjórnarformaður Starfs-
þjálfunar fatlaðra ávarpaði
útskriftaraðal og kvað þau
sem aðra áður útskrifaða
bera hróður Hringsjár vítt
um samfélagið. Minnti á
hið einstaklega góða
andrúmsloft og þann holla
starfsanda sem þarna ríkti.
Færði þeim öllum fagra
bókargjöf frá Erni og
Örlygi. Guðrún Hannes-
dóttir afhenti þeim
kennurum fjórum sem áttu
10 ár eða lengur að baki við-
urkenningu en þau eru:
Dóra Pálsdóttir, Haukur
Hauksson, Magnús Ingi-
mundarson og María Kristjánsdóttir. Óskaði þess að
Hringsjá mætti a.m.k. eiga þau að næstu 10 árin.
Einar Andrésson flutti ávarp gott fyrirútskriftaraðalinn.
Frábært tækifæri til að takast á við lífið á nýjan hátt.
Kvaðst hafa verið fullur vonleysis, sem á endastöð væri
og biðin ein framundan. Færi út í lífið fullur bjartsýni og
vona eftir framúrskarandi örvun og kennslu. Færði
kennurum hjartans þakkir sem stunduðu starf sitt svo langt
umfram það að vera bara í vinnunni sinni. Færði stjóm-
völdum þakkir fyrir stuðninginn fjárhagslega og
Öryrkjabandalaginu sem bakhjarli. Jón Freyr Finnsson
las svo ljóð sem hér er birt. Kennurum voru svo ljómandi
viðurkenningar færðar frá útskriftaraðli og bókasafnið fékk
biblíuna frá þeim.
Helga Aðalsteinsdóttir flutti svo skörulegt ávarp undir
mottóinu: Ég skal - ég get. Margt og mikið hefði Starfs-
þjálfun fatlaðra gefið sér og bað Sólveigu Pálsdóttur að
lesa ljóð sem Helga hafði ort og er birt hér í lokin á þessari
samantekt.
Sverrir Daðason fulltrúi annarrar annar nemenda flutti
svo ávarp gott, þakkaði fyrir sig og sína. Minnti á að
sjálfsgagnrýni væri besta gagnrýnin og einnig á orðtakið:
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og beindi þar
máli sínu til útskriftaraðals. Framtíðin væri óskrifað blað
en vonandi öllum sem allra best. Þau færðu svo útskrift-
araðli fagra rós. Á eftir var að veisluborði góðu gengið
og vel og rösklega tekið til matar síns af gestum.
Aðeins það sagt í lokin að það er sérstakt fagnaðarefni
mér sem öðrum að eiga stund hverju sinni með þeim sem
útskrifast.
Finna vondirfsku þeirra, þakklæti og hve horft er til
framtíðar af bjartsýni góðri og ríkri reisn, enda er Hringsjá
sérstökíþessorðsfyllstumerkingu. Stjómskipa: Margrét
Útskriftaraðall ásamt lærimæðrum - og feðrum.
UTSKRIFT UR
HRINGSJÁ
36