Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 38
Heiðursfólkið er fékk viðurkenningu. Parkinsonsamtökin á Islandi 25 ára ann 3ja des. sl. áttu Parkinson- samtökin 25 ára afmæli. Stjórn samtakanna ákvað á fundi sínum að halda upp á afmælið laugardaginn 5. des. Það hefur verið hefð fyrir hátíðlegum fundi fyrsta laugardag í desember, slegið saman jóla- og afmælisfundi. Afmælishátíðin var haldin í hinum veglegu húsakynnum Kiwanis við Engjateig. Bárust sam- tökunum fallegar blómaskreytingar og kveðjur og vildu þau nota þetta tækifæri til að þakka allar góðar gjafir sem samtökunum hafa borist svo og hlýjar kveðjur. Formaður Nína Hjaltadóttir setti fund og óskaði fundargestum til hamingju með afmælið um leið og hún bauð alla velkomna. A fundinn var boðið nokkrum velunnurum sam- takanna, fólki sem hefur stutt starfið með ráðum og dáð. Sagt var frá upp- hafinu, minnt á þætti í sögu félagsins og hversu drögin voru lögð að félags- stofnun. Frú Aslaug Sigurbjörnsdóttir las jólaguðspjallið yfir borðum, en veg- legur hátíðarverður var fram borinn. A meðan stóðu fundarmenn með tendruð jólaljós. Guðbjörg Tryggva- dóttir einsöngvari og arkitekt söng við undirleik Jöglu. Helga Dögg Helgadóttir og Guðni Kristinsson sýndu samkvæmisdansa. Steinunn Gísladóttir las smásögu. Einnig var fjöldasöngur. Ungur maður frá Oddfellow- stúkunni Þorgeiri í Reykjavík færði samtökunum góða gjöf, en stúk- an Þorgeir virkasti stuðningsaðili, ef frá er talið Öryrkjabandalagið. Þá vom nokkrir félagsmenn heiðr- aðir fyrir gott starf í þágu samtakanna. Heiðursskjal og sérhannað gull- merki fengu: Bryndís Tómasdóttir fyrsti varaformaðurinn, séra Magnús Guðmundsson, ritstjóri Fréttabréfsins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir (formaður í 10 ár), Ásgeir Ellertsson yfirlæknir og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir tauga- sjúkdómalæknir. Báðir þessir læknar verið boðnir og búnir til að halda fyrirlestra og flytja nýjungar um það sem er að gerast. Margir taugasjúkdómalæknar og heilaskurðlæknar hafa einnig haldið fyrirlestra svo og sjúkraþjálfarar, tal- meinafræðingar og tölvuuppfinn- ingamenn sem hannað hafa tæki fyrir sjúklinga m.a. lamaða, sem einnig mun notað í grunnskólum. Félagsmenn hafa einnig haldið fyrirlestra m.a. um ráðstefnur sem þeir hafa sótt. Einnig hefur fjöldi fólks skemmt með söng og hljóðfæraleik og þeim öllum þakkað. Fundinn sóttu um 80 manns og þótti hann einkar vel heppn- aður. Byggt á Fréttabréfi Parkinsonsam- takanna og Bryndísi Tómasdóttur. Markverður dómur Hæstaréttar Hin stöðuga barátta heymarlausra fyrir fullri viðurkenningu á táknmáli sem móðurmáli, fyrsta máli heyrnarlausra er stöðugt að bera hinn besta árangur. I nýútkominni námsskrá mennta- málaráðuneytis er gengið ótvírætt út frá táknmálinu sem fyrsta máli heym- arlausra og er þ.a.l. mikilvægt skref í átt til fullrar viðurkenningar. Nýlegur hæstaréttardómur vísar hiklaust sömu leið. Félag heyrnarlausra fékk ekki áheyrn hjá Ríkissjónvarpinu okkar allra um að mál forystumanna fram- boðanna í nýafstöðnum kosningum yrði túlkað yfir á táknmál. Ríkis- útvarpið hafði boðið upp á túlkun síðar, en eðlilega vildu heyrnarlausir ekki una því, hófu því málarekstur fyrir dómstólum, vísandi til bæði almennra mannréttinda og jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að sýkna bæri Ríkisútvarpið af kröfu heyrnarlausra og því var að sjálfsögðu vísað til Hæstaréttar sem kvað upp sinn dóm tveim dögum fyrir kosning- ar, heymarlausum í vil. Ríkisútvarpið sem sagt skyldað með dómi til að túlka kappræðurnar beint enda var svo gjört. Sannarlega mikill réttlætissigur og heyrnarlausum og félagi þeirra árnað allra heilla í áframhaldandi baráttu um leið og héð- an fylgja hlýjar hamingjuóskir með ágætan áfanga á sóknar- og sigurleið. H.S. Hlerað í hornum Tveir menn tóku tal saman um það hvers vegna sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson hefði tvívegis verið handtekinn á brunastað. Þá sagði annar: “Það er nú auðskilið að þeir vilji ekki hafa Loga á slíkum stað. Sjónvarpið verður bara að kalla á bróður hans og fá hann til að fara. Hann heitir nefnilega Frosti.” +++ Lögregluþjónninn stöðvaði gömlu konuna sem ók öfugt inn í einstefnu- götuna og spurði hvasst: “Sástu ekki merkin og örvamar?” “Nei, ég sá ekki einu sinni Indiánana.” 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.