Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 44
Sólarlönd sótt heim Bíða, bíða, þannig hófst ferðin okkar til Kanaríeyja en loks var haldið í loftið og loks var svo lent. Fyrsti dagurinn hófst með því að kaupa inn morgunmat, en síðan var farið út í garð og umhverfið skoðað. Eftir það var farið á fundinn í Júmbó og eftir fundinn var auðvitað snætt. Eftir hádegi var svo farið í skoðunar- ferð um nágrennið. Þriðja daginn fórum við á strönd- ina og vorum þar í besta yfirlæti og um kvöldið borðuðum við á stað sem ég held að heiti Dropibana. A fjórða degi fórum við á markað og þar var nú líf í tuskunum og alls konar hlutir til sölu t.d. dúkar, föt, ávextir og margt fleira. A fimmta degi var hellaferðin og þar fengum við að sjá þjóðdansa- flokk, sem sýndi dans frá öllum eyjun- um sjö. Það er ekki oft sem manni gefst tækifæri til að sjá þennan dans- flokk því hann er eftirsóttur. A sjötta degi fórum við í bátsferð, fórum fyrst á aðra strönd en venju- lega, því það var ekki hægt að lenda á hinni ströndinni. A ströndinni var svo farið í leiki og sumir syntu í land og sá sem fyrstur kom að landi fékk flösku, en síðan var farið um borð og þar borðuðum við hrísgrjón og pælu ásamt öðru góðgæti. Enn var farið í leiki en síðan haldið heim. ✓ Asjöunda degi fómm við að skoða borgina og við fórum með strætó, skoðuðum garða og aftur Eygló Ebba Hreinsdóttir. garða, en fengum okkur svo snarl. Attunda kvöldið fómm við í Kasínóið. Næturklúbburinn heitir Plasa og er virtur. Þar var mikið að sjá t.d. skautapar, dansandi hestur o.m.fl. í Kasínóinu máttum við ekki taka myndir, en þar fengum við að borða. Mér hefur nú ekki fundist mikil sól þessa daga en hitinn um 20 stig aðjafnaði. A ellefta degi fórum við aftur á markað í stórri rútu, en markaðurinn heitir Mógan. Ema og Gunni sem með okkur voru em nú farin. Svo var nú þessi mán- uður á enda og það hefur verið ágætt að dveljast hér. Þá var ekki annað að gera en halda heim í kuldann og hitta vini sína aftur. Ég hefi stiklað á stóm en vildi óska þess að ég gæti skipt á sól og gustinum. Eygló Ebba Hreinsdóttir. Hlerað í hornum Gömul saga er um prest sem bjó af- skekkt og þótti allsérkennilegur í ýmsum háttum sínum. Til hans komu konur í heimsókn frá kvenfélagi byggðarlagsins og hugðist prestur hella upp á kaffi handa þeim en þá var enginn kaffipokinn eftir. Hann snarast til og nær í klósettpappír og setur hann í poka stað en sér þá að konurnar verða allkyndugar á svip, svo prestur segir: “Hann er ónot- aður”. +++ Bóndi einn á Suðurlandi þótti heldur ógætinn í tali en sá hafði komið sér upp sumarbústað til útleigu. Nú er hringt frá Reykjavík til að falast eftir sumarbústaðnum og væntanlegur leigjandi fer að spyrja um bústaðinn, hvort þar sé klósett en bóndi svarar að þarna sé ágætur útikamar. Enn er spurt hvort nokkur verönd sé og bóndi spyr hver fjandinn það sé nú fyrir nokkuð og þá skýrir Reykvíkingur það fyrir honum að hann sé að spyrja um pall kringum húsið svo hægt sé t.d. að borða úti, en bóndi kveður ekkert slíkt vera. Þá spyr bóndakonan hver sé alltaf að spyrja og um hvað. Bóndi svarar beint svo glumdi við í símanum; “Æ, það er einhver Reykvíkingur sem vill geta borðað úti og skitið inni”. Segir ekki frekar af leigutaka. +++ Maður einn vel í holdum var spurður að því hvort honum þætti ekki kominn tími til að grenna sig og koma sér niður í kjörþyngd sína. Sá svaraði: “Ég þarf þess ekki, því kjörþyngd skil ég svo að það sé sú þyngd sem hver og einn hefur kjörið sér”. +++ Orðtakanotkun er undarleg og ekki síður brenglun þeirra í munni manna, smbr. nýlega heyrt: Betra er að veifa röngu tré en löngu, og: Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni. +++ Kona ein talaði mikið en þótti tæpast hugsa það sem hún sagði. Einu sinni var gripið fram í fyrir henni um það hvað hún væri að hugsa. Hún var skjót til svars: “Hvemig á ég að vita hvað ég er að hugsa þegar ég er ekki einu sinni búin að tala”. Mælt af munni fram Hingað inn til mín leit íbúi hér í Hátúnshúsunum, Gunnar Jónsson og mælti af munni fram þessar stökur: Hann býr á bak við tjöldin í blökkum og dimmum sal, maðurinn með völdin sem málin leysa skal. Á þreki bæði og þori hann þekkir og kann skil. Þó mannfjöldinn hann mori eru mögnin honum í vil. Gunnar Jónsson. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.