Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 46
Fjarska lofsvert framtak Sannarlega er það þess vert að geta um það, þegar gott framtak fæðir af sér mæta menningarviðburði. Sá ágæti baráttumaður, Albert Jensen, hafði lengi alið með sér þann draum að efnt yrði til tón- leikahalds þar sem fatlaðir væru sérstaklega boðnir velkomnir, ekki síst þá þeir sem eru í hjólastól, og auðvitað aðrir. Þannig yrði þeim veitt verðug hlutdeild í þeirri dýru list, sönglistinni sem alla hrífur þegar af snilli er iðkuð. Þessi draumur Alberts rættist svo sannarlega laugardag einn í mars, nánar tiltekið hinn 13. mars sl. Þá var haldin mikil söngveisla í Langholtskirkju sem í hvívetna heppnaðist frábærlega. Aðgangur var ókeypis og öllum heimill, þó sér í lagi væri til fatlaðra höfðað um aðsókn, enda var sannarlega margt um manninn og kórunum sjö sem komu fram og glöddu geð okkar svo ágætlega lof í lófa klappað. Albert er félagi í Arnesinga- kórnum og til hans og söngfélaga hans í þeim ágæta kór má upphafið rekja, en til liðs við sig fengu þau hvorki meira né minna en sex aðra kóra. Þeir voru: Borgarkórinn í Reykjavík, Kór Ármúlaskólans, Kór Kvennaskólans í Reykjavík, Samkór Kópavogs, Selkórinn á Seltjarnarnesi og Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ. Sumir kóranna skörtuðu hinum ágætustu einsöngvurum og af öllu var hrífandi eyrnayndi, ein- róma mál allra er notið fengu. Albert Jensen I stuttu samtali við Albert var hann eðlilega ánægður með svo góðan afrakstur af hugmynd sinni, en honum þótti þó sem ekki hefðu nógu margir hjólastólsneytendur skilað sér á tónleikana og má það eflaust til sanns vegar færa. Hann sagðist um leið vera að vinna að því að kórarnir yfirleitt tækju meira tillit til fatlaðra hvað varðaði tónleikahald sitt og hans eindregnu tilmæli þau að fötluðum yrði tryggður ókeypis aðgangur að söngskemmtunum kóranna. Hann sagðist vera vongóður í þessu sam- bandi. En í lokin var ekki hvað síst unaðslegt að heyra frumflutning kórverks fagurs þar sem allir kór- amir sameinuðust í voldugri hljóm- kviðu. Bestu þakkir fyrir góða og gjöf- ula stund, Albert og öll hin. Slík stund fær manni í hæðir lyft og hnfandi stundarinnar endist lengi hið innra. H.S. Hlerað í hornum Tveir karlar voru á kránni og voru að metast á um sjónaukana sína, en annar átti þýskan sjónauka og hinn amerískan. Sá sem átti þann ameríska sagði: “Minn dregur nú bærilega langt. I gær sá ég svo greinilega inn um gluggann hjá þér sem er nú í nokkur hundruð metra fjarlægð og sá þig kasta kerlu þinni upp í rúm og svo segi ég ekki meira af því sem ég sá”. Þá sagði hinn: “Ja, ef þú hefði verið með þann þýska minn, þá hefðirðu séð að þetta var bara alls ekki mín kerling”. Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur- borgar hækkar Eins og fram hefur komið hér áður í Fréttabréfi ÖBÍ þá hafa við- miðunarupphæðir vegna fjárhags- aðstoðar hjá Reykjavíkurborg staðið í stað frá 1995, en þá hafði orðið vem- leg hækkun á tölunum. Að tillögu félagsmálaráðs borgar- innar hefur nú verið samþykkt hækk- un upp á 8.3% eða þannig að viðmið- unampphæð fyrir einstaklinga fer úr 53.896 kr. á mánuði upp í 58.044 kr. og fyrir hjón eða sambúðarfólk fer upphæðin úr 96.477 kr. í 104.408 kr. Þetta mun reynast mörgum góð bú- bót, þeim sem þurfa á slrkri fjárhags- aðstoð að halda og það eru í raun miklu fleiri en vera ættu. Og áfram segjum við hér á bæ: Hvert spor í réttlætisátt er auðvitað af hinu góða. Ekki síst er réttarbót fagn- að fyrir þetta lakast setta fólk sem vegna erfiðleika á ekki önnur ráð. Á því skal hins vegar vakin athygli að þrátt fyrir allt hafa bætur almanna- trygginga hækkað allnokkru meira og því mun hætt við að enn fari ýmsir bónleiðir til búðar sem þó eiga ekki auðvelt með að láta enda ná saman fjárhagslega. En margir eiga þarna aukinn rétt og betri aðstoð og því er fagnað vel. H.S Gátur 1. Hvað er það sem forvitinn vill ekki vita? 2. Hvað er það sem enginn óskar að hafa og þó óskar enginn eftir að missa það? 3. Hver talar öll tungumál? 4. Hvaða skegg er án hára? 5. Sá sem á það er fátækur. Sá er hamingjusamur sem vantar það. Sá sem veit það er heimskur og sá sem gerir það er latur. Sá sem heyrir það er heyrnarlaus og sá er blindur sem sér það? 6. Hvað stendur, en gengur ekki, hefur líf en engan anda? Svör við gátum á bls. 53 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.