Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 47
Endurnýjun Þýðing Jóhannesar Ólafssonar á ljóði Stepéns Mallernés. Afar veikt hefur dapurt vorið tekið við af vetri, árstíð rólyndis, hreini vetur, og inni í búri mínu heyri ég klökkan blóðnið. Blýþungur leiðinn upprisu mína letur. Hvítþvegið dægrið er hlýtt undir kúpunni minni sem hringur úr járni vefst um eins og aldrað grafhús og eftir veikan draum, fagran, reika ég vingull í sinni um döggvot engi, hvar bláklukkur bjóða mér dús. Þá fell ég og taugar mínar eru í ósátt við ilm trjánna, þreyttar og meitla með andliti mínu gröf fyrir draum minn bora sig niður í jörð þar sem liljurnar gróa upp í blánna. Ég doka altekinn eftir að kalli mig tómleikinn. Á meðan skellihlær það bláa yfir runnanum dátt. Svo margir blómstrandi fuglar fljúga í sólarátt. Jóhannes Ólafsson Þýðandinn er geðfatlaður öryrki, sem býr á sambýli. Hlerað í hornum Nonni þótti nú ekki alltof gáfaður og stundum voru menn að gantast með það að líklega væri nú hundurinn hans gáfaðri en Nonni. Einn daginn var Nonni hins vegar hundlaus úti að ganga og nágranninn spurði hverju þetta sætti. “Eg þvoði honum og hann dó”, kjökraði Nonni. “Ekki hefur hann nú dáið af því?” spurði nágranninn. Þá brast Nonni í grát og sagði: “Jú, ég held það hafi verið þurrkarinn”. +++ Gjaldkeri sveitarfélagsins var ber- sköllóttur og þurfti því ekki að greiða sér, en margir komu auðvitað til hans til að greiða skuldir sínar. Samstarfsmaður hans lagði þessa skemmtilegu gátu fyrir þá sem komu á skrifstofuna og gat enginn ráðið: “Hver er það sem aldrei greiðir sér en aðrir greiða oft?” Og munu menn af framansögðu vita svarið. +++ Jón sagði Gunnari vini sínum svo frá: “Eg er orðinn dauðhræddur um að konan mín fari alvarlega á bak við mig og haldi jafnvel framhjá mér.” “Og af hverju í ósköpunum heldurðu það”, sagði Gunnar. “Jú, sjáðu til, hún kom ekki heim í gær fyrr en undir hádegi og þegar ég spurði hana sagðist hún hafa verið hjá Siggu systur sinni, sem væri svo veik”. “Nú og gat það ekki bara verið satt”, sagði Gunnar. “Nei, aldeilis ekki, því ég var hjá henni Siggu systur hennar alla nóttina.” +++ Lögreglumaðurinn mætti Jóni slag- andi fullum og heldur betur reikulum í spori, enda gekk Jón með annan fót- inn á gangstéttinni en hinn nær alltaf í göturæsinu við hliðina. Jón greip í lögreglumanninn og spurði skelfdur hvort hann væri örugglega blindfullur og lögreglumaðurinn sagði að besta sönnunin fyrir því væri sú að hann hitti ekki gangstéttina betur en þetta. Þá sagði Jón alls hugar feg- inn: “Mikið er ég feginn, því ég var orðinn dauðhræddur um að ég væri orðinn eitthvað bæklaður”. +++ Viagraplásturinn er mikið í umræðu manna á meðal og nú er hann aldrei kallaður annað en: Vinur litla manns- ins. HJARTAVERND Bæklingur frá Hjartavernd Hjartavernd hefur gefið út nýjan bækling. Ber hann heitið HJARTAVERND FYRIR ÞIG. Þar er m.a,. sagt frá niðurstöðum rann- sókna Hjartaverndar en þær hafa m.a. leitt í ljós að þrír áhættuþættir sem skipta mestu máli við hjarta- og æða- sjúkdóma hérlendis eru: reykingar, blóðfitutruflanir og hækkaður blóðþrýstingur. Einnig er sykursýki stór áhættuþáttur. Eins em í bæklingn- um almennar ráðleggingar Hjarta- verndar til almennings. Bæklinginn er hægt að nálgast í apótekum eða á skrifstofu hjartaverndar. Af öfugmælum í öfugmælavísum Hingað hringdi hún Elín Þorbjarn- ardóttir og kvaðst hafa fengið leið- réttingu frá vísum manni á einni vísu sinni í síðasta blaði. Þetta er þriðja síðasta vísan: Hálfdauðan o.s.frv. Vísuna telur þessi vísi maður eiga að vera svona: Fljúgandi ég sauðinn sá, Saltarann hjá tröllum, hesta skeiða um höfin blá, hoppa skip á fjöllum. Og svo bað Elín mig að leiðrétta leiða prentvillu í síðustu vísunni: Letin í stað leitin að sjálfsögðu og upphafið því: Letin oftast lánast best að Ijúka í flýti störfum. Og þá er réttum öfugmælum alla leið til skila komið. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.