Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 48
Einar Andrésson flytur sitt ágæta ávarp. Fréttaþj álfinn - til fyrirmyndar Enn birtist eitt eintak af því ágæta blaði útskriftarnema Starfsþjálfunarfatlaðra, Fréttaþjálfanum, afbragðsmerki umþað farsæla starf sem þar er innt af hendi nú sem áður. Efni blaðsins er allt eftir útskriftarnema: frásagnir, hugleiðingar, sjónarhorn nemenda, viðtal, ljóðmæli og ýmiss fróðleikur. Fjölbreytni er mikil og efnistök öll með ágætum. Allir útskriftarnemar sjá um blaðið í sameiningu. I ritstjórapistli segir orðrétt: “Okkar tilfinning er sú að hvergi í öllu kerfinu skili sér fleiri úr endurhæfingu út í atvinnulífið og/eða nám en frá Hringsjá” og einnig þetta: “Sýnist okkur því að besta fjárfesting samfélagsins til öryrkja sé að styrkja það starf sem hér er unnið.” Þetta er vitnisburður byggður á reynslu og rökum. Ritstjóri getur ekki stillt sig um að birta tvær hugleiðingar í ljóðformi eftir þau Jón Frey Finnsson og Halldóru Önnu. Fyrst Halldóra Anna: Regndropinn Á milli laufblaðanna hrynur regndropinn. Og kannski hann falli til jarðar. Tekur þá móðir jörð hann í faðm sér? Og svo er það Jón Freyr Finnsson: Völundarhúsið Lífið er eins og völundarhús. Því hvað sem maður gerir hvert sem maður fer veit maður aldrei hvað er handan við hornið. Til hamingju með myndarlegt og metnaðarfullt blað. H.S. Hússjóður ÖBÍ á Sléttuvegi 9 Imars s.l. kom saman talsverður hópur við Sléttuveg 9 í Reykja- vík. Tilefnið var að fagna nýjum byggingaráfanga með því að taka fyrstu skóflustunguna á lóð sem Hússjóður ÖBÍ hefur átt þar um árabil en þar ns nú nýtt og glæsilegt ) fjölbýlishús með fullkomnu aðgengi fyrir alla. Fyrrverandi formaður Hússjóðs, Tómas Helgason tók fyrstu skóflu- stunguna. í tilefni þess lét hann nokkur orð falla um bygginguna. “Þessi bygging er fyrsta húsnæðið sem Hússjóður ÖBI byggir þar sem hugað er sérstaklega að rými fyrir ýmsa þjónustu sem væntanlegir íbúar geta nýtt sér s.s. heimilishjálp og aðhlynningu”. Samkvæmt bygginganefndar- teikningum sem gerðar voru hjá Teiknistofunni Óðinstorgi verða 30 íbúðir af mismunandi stærðum og gerðum í húsinu, þar af 3 í raðhúsum en 27 í fjögurra hæða bogamynduðu húsi, auk bifreiðageymslu. Áætlað er að framkvæmdum við byggingu hússins ljúki á árinu 2000. Að endingu kom fólk saman til | kaffisamsætis í sal í Oddshúsi. Helgi Hjörvar núverandi formaður Hús- sjóðs tók til máls og þakkaði Tómasi Helgasyni fyrir óeigingjörn störf í þágu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem stjórnarmanns frá upphafi og formanns Hússjóðs í níu ár. G.Ó. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.