Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 49
Glæsileg ganga og fundur Síðasta vetrardag, hinn 21. apríl sl. efndu Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Islands sameiginlega til kröfugöngu og baráttufundar. Gengið var frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg og lék lúðrasveit fyrir göngunni. A baráttufundinum var Helga Soffía Konráðsdóttir formaður Prestafélags íslands fundarstjóri. Ræðumenn voru þeir Ólafur Ólafs- son form. Félags eldri borgara í Reykjavík, Haukur Þórðarson form. Öryrkjabandalags íslands og Bene- dikt Davíðsson form. Landssam- bands eldri borgara. HörðurTorfason söngskáld söng á milli ræðna. I lok fundarins var borin upp og samþykkt eftirfarandi ályktun með lófataki: Baráttufundur öryrkja og eldri borgara, haldinn á Ingólfstorgi síðasta vetrardag 1999, skorar á ráðamenn að viðurkenna þann vanda sem við blasir í lífeyrismál- um landsmanna og sýna það í verki þegar á þessu ári. Til að almannatryggingar íslensku þjóðarinnar fái risið undir nafni er óhjákvæmilegt að stórefla þær, hækka grunnlífeyri svo um munar, rýmka frítekjumörk og lækka jaðarskatta. Þá ber brýna nauðsyn til þess að skattleysismörk verði leiðrétt til samræmis við þróun launavísitölu síðustu 10 ára og hækkuð í 85 þúsund krónur. I nafni einstaklingsfrelsis og mannréttinda krefst fundurinn Hlerað í hornum Jónas fékk vinnu í kjörbúð yfir sumarið eftir að hann tók stúdents- próf. Verslunarstjórinn tók vel á móti honum, fékk honum kúst og sagði honum að sópa gólfið. Jónas mót- mælti sármóðgaður: “Ég er með stúdentspróf’. “Æ, fyrirgefðu, ég skal sýna þér hvernig á að sópa”, sagði verslunarstjórinn. þess að nýtt Alþingi geri endur- reisn almannatrygginga að for- gangsverkefni íslenskra stjórn- mála. Annað sæmir ekki einni ríkustu þjóð veraldar. Mikið fjölmenni var á baráttu- fundinum, varlega áætlað um 4000 manns og ræðumönnum vel fagnað. Afl þessara samtaka sameinaðra er mikið, hafandi yfir 30 þúsund manns innan sinna vébanda og eins og Benedikt Davíðsson sagði þá er allt þetta fólk með kosningarétt. Ræða Hauks Þórðarsonar er birt hér í blaðinu. Samvinnu þessara fjöldasamtaka ber vissulega vel að fagna og fyrsti afrakstur hennar einstaklega góður og glæsilegur. Megi af verða árangur sem allra bestur á árinu sem og í náinni framtíð á nýrri öld. H.S. Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir: Tvö Ijóð Spuni sjómannskonunnar Tileinkað móður minni, Guðrúnu Stefánsdóttur. Birta olíulampans lýsti út á hvítt hjarnið. Á rúmstokk móðir æðrulaus sat og iðin tvinnaði þráð sem yljað fær smáum fótum. Hún við hné snældu sló í geislabaug Ijóssins er sveipaði svefnloftið. í vefinn hún óf hljóða bæn um blessun skaparans giftu og góðar heimtur í vertíðarlok. Snögg hún snælduna sló úr lopanum teygði band í sokk bráðum snældu fyllti. Við íshafsins rönd snáði og snót námu er þráðinn hún að brjósti sínu bar dulmagn hvítagaldurs hvar móðir aldanna auðnuþráðinn spinnur. Birta lampans lýsir upp hvítt hjarnið. í álögum. Við Bárðarbungu er fjallkonan fönguð í víramöskva sem hvíla eins og álög á herðum og nit í bláu hári. Á berangri leika börnin sér við megavæddar landvættir um varpann feta þau slóð járnvarðanna. Selkópur syndir í ryðgulri röst kringum hólma og fjörð. Gullbrydduð skýin skunda uppveðruð út við sjónarrönd. O.S.E. fréttabréf öryrkjabandalagsins 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.