Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 52
Ásgerður Ingimarsdóttir: Vorvindur Hann er kominn, nú kætist hver tindur, hann er kominn að kasta burt snjó. Hann er kominn sá vinsæli vindur sem í vetrinum alls ekki bjó. Og sjórinn glampar og glitrar, gárurnar leika um hann. í loftinu tíbráin titrar og töfrar hvern einasta mann. Og veröldin verður svo fögur, þú veist ekki um neitt sem er Ijótt. Þú sérð aðeins sólgeislakögur og svo kemur bjartasta nótt. Hann er kominn sá kærkomni vindur hann er kominn um lönd og sjá. Hann er kominn, nú kætist hver tindur, hann er kominn að vera þér hjá. Svæðisráð um málefni fatlaðra Fulltrúar • • / Oryrkjabandalags Islands Reykjavík: Halldór Gunnarsson, Granaskjóli 15, Reykjavík. Til vara: Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Reykjanes: Hrafn Sæmundsson, Bræðratungu 10, Kópavogi. Til vara: Magnús Pálsson, Reykjalundi, Mosfellsbæ. Vesturland: Ingólfur Hafsteinsson, Brekkubraut 15, Akranesi. Til vara: Skúli Þórðarson, Vallarbraut 15, Akranesi. Vestfirðir: Sigrún Sigurgeirsdóttir, Tangagötu 21, Isafirði. Til vara: Anna Torfadóttir, Traðarstíg 6, Bolungarvík. Norðurland v.: Signý Jóhannesdóttir, Suðurgötu 77, Siglufirði. Til vara: Sigríður Höskuldsdóttir, Kagaðarhóli, Blönduósi. Norðurland ey.: Sigmundur Sigfússon, Þórunnarstræti 81, Akureyri. Til vara: Ingibjörg Sveinsdóttir, Stekkjargerði 1, Akureyri. Austurland: Anna María Sveinsdóttir, Rjóðri, Stöðvarfirði. Til vara: Unnur Jóhannsdóttir, Þiljuvöllum 35, Neskaupstað. Suðurland: Ragnar R. Magnússon, Seljavegi 13, Selfossi. Til vara: Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum, Selfossi. Spor í rétta átt “Spor í rétta átt”, voru orð formanns okk- ar, Hauks Þórðarsonar um þá reglugerð, sem heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir, gaf út hinn 15. apríl sl. um breytingar á reglugerð frá árinu 1987 um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra. Inn í þetta samhengi er auðvitað rétt að setja það tvennt að um árabil hafa upphæðir styrkja til bifreiðakaupa staðið algjörlega í stað svo og að fyrir nokkrum ámm var styrkjum fækkað mjög verulega og hefur hvorutveggja skapað hin verstu vandamál. Nú eru ýmsir vankantar af sniðnir og ýmsu til betri vegar breytt, þó best þyki okkur það ákvæði að þeir sem nú sækja í fyrsta sinn og lenda ekki í hærri flokknum, fá nú 20 talsins 500 þús. kr. við hverja úthlutun og tekur sú skipan gildi við næstu úthlutun. Nefnd sú sem um fjallaði og í áttu sæti fulltrúar Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalagsins hafði einmitt lagt til verulega hærri upphæð fyrir styrkhafa lægri styrkja þegar sótt væri um í fyrsta sinn. Spor í rétta átt utan efa. Hækkun lægri styrkja úr 235 þús. í 250 þús. þykir okkur býsna nánasarleg, en þá ber þó þess að geta að í stað 5 ára frests á úthlutun styrkja færist árafjöldinn í 4 ár. Styrkjum þar er fjölgað um 40 og þegar tillit er tekið til hinna 20 áðurnefndu nemur fjölg- unin í raun 60, en enn vantar þó þriðjung upp á þá styrkjatölu sem var áður en til fækkunar kom. Hærri styrkimir til þeirra sem nota hjóla- stól, hækjur, spelkur eða gervilimi fara úr 700 þús. í 1 millj. kr. en þess þá um leið getið að í stað mögulegra styrkveitinga á þriggja ára fresti lengist það nú í fjögur ár, nú er sem sagt sama áratala alls staðar. Þeim styrkjum var fjölgað í 60 úr 50 og veitti sannarlega ekki af og alls óvíst hvort duga megi. Þá voru rýmkuð ákvæði um heimild til greiðslu styrkja til einstaklinga sem ekki komast af án sérútbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna hreyfihömlunar og heimildir hækkaðar í prósentum um leið, sem mjög var til bóta. Hækkanir þessar og styrkjafjölganir má sem sagt rekja beint til vinnu nefndar undir stjóm Jóns Sæmundar Sigurjónssonar þar sem sæti áttu Haukur Þórðarson frá Öryrkjabanda- laginu og Arnór Pétursson og Ragnar Gunnar Þórhallsson frá Sjálfsbjörg. Eins og Haukur formaður greindi frá í blaðaviðtalinu fyrrgreinda gengu tillögur þeirrar nefndar mun lengra en hverju spori í rétta átt er þó skylt að fagna. H.S. 52

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.